Snemma að sofa í kvöld eftir hjólasólarhring Máni Snær Þorláksson skrifar 16. apríl 2023 17:38 Strákarnir hjóluðu á fullu í heilan sólarhring. Vísir/Steingrímur Dúi Félagar drengs sem slasaðist illa í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst ákváðu að hjálpa vini sínum með því að efna til söfnunar sem gekk svo vonum framar. Drengirnir ákváðu að hjóla stanslaust í heilan sólarhring með það að markmiði að safna fyrir glæsilegu rafmagnsfjallahjóli. Elís Hugi Dagsson slasaðist illa er hann lenti í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst. Til þess að hann geti hjólað aftur með félögum sínum úr afrekshópi fjallahjóladeildar Brettafélags Hafnarfjarðar þarf hann sérútbúið rafmagnsfjallahjól. Slík hjól eru ekki ódýr en félagarnir ákváðu að taka málin í sínar hendur til að sjá til þess að Elís geti hjólað með þeim á ný. Fjallað var um söfnunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hjólreiðamaraþon drengjanna hófst klukkan 14:00 í gær og lauk því á sama tíma í dag. Ásdís Hanna Pálsdóttir, móðir eins drengsins sem tók þátt í hjólreiðunum síðasta sólarhringinn, segir í samtali við fréttastofu að söfnunin hafi gengið vonum framar, strákunum tókst að safna fyrir rafmagnsfjallahjólinu. „Þessi viðburður heppnaðist mjög vel. Strákarnir stóðu sig ofboðslega vel þótt þeir hafi ekki tekið svona tuttugu og fjögurra tíma keyrslu áður,“ segir Ásdís. Þó svo að það hafi tekist að safna fyrir hjólinu þá bendir Ásdís á að söfnunin er enn opin þar sem kostnaðurinn í tengslum við rafmagnsfjallahjólið, viðhald og þess háttar, er einnig mikill. „Allur aukabúnaður, alls konar eins og dekk og annað, þetta er allt rándýrt á svona sérútbúið hjól. Allt sem kemur umfram rennur allt til Elísar Huga og verður brennimerkt hjólaáhugamálinu hans.“ Stefna á að hjóla saman í sumar Ásdís segir að góður andi hafi verið í hópnum sem stóð fyrir söfnuninni á meðan á henni stóð. „Þetta er ótrúlega flottur hópur, voru samstilltir á að halda þessu áfram og halda þetta út fyrir Elís,“ segir hún. „Þetta var náttúrulega líka gert að frumkvæði frá þeim, að finna eitthvað til þess að gera þetta fyrir hann.“ Söfnunin gekk vonum framar.Vísir/Steingrímur Dúi Þá segir Ásdís að hópurinn sé auðvitað þreyttur eftir hjólreiðarnar. „Það er verið að bera vel á sig krem og annað. Þeir eru mjög þreyttir og verða örugglega farnir snemma að sofa í kvöld.“ Stefnt er að því að Elís og félagar hans geti farið að hjóla í sumar: „Hann hefur hugsað þetta í allan vetur, að reyna að fá sér svona hjól. Þannig það lukkaðist vel að við tókum okkur saman og söfnuðum fyrir þessu. Þannig hann bíður spenntur að græja hjól, stilla það fyrir sig og koma sér út. Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á viðburðinum fyrir hana á Facebook. Hjólreiðar Góðverk Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Elís Hugi Dagsson slasaðist illa er hann lenti í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst. Til þess að hann geti hjólað aftur með félögum sínum úr afrekshópi fjallahjóladeildar Brettafélags Hafnarfjarðar þarf hann sérútbúið rafmagnsfjallahjól. Slík hjól eru ekki ódýr en félagarnir ákváðu að taka málin í sínar hendur til að sjá til þess að Elís geti hjólað með þeim á ný. Fjallað var um söfnunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hjólreiðamaraþon drengjanna hófst klukkan 14:00 í gær og lauk því á sama tíma í dag. Ásdís Hanna Pálsdóttir, móðir eins drengsins sem tók þátt í hjólreiðunum síðasta sólarhringinn, segir í samtali við fréttastofu að söfnunin hafi gengið vonum framar, strákunum tókst að safna fyrir rafmagnsfjallahjólinu. „Þessi viðburður heppnaðist mjög vel. Strákarnir stóðu sig ofboðslega vel þótt þeir hafi ekki tekið svona tuttugu og fjögurra tíma keyrslu áður,“ segir Ásdís. Þó svo að það hafi tekist að safna fyrir hjólinu þá bendir Ásdís á að söfnunin er enn opin þar sem kostnaðurinn í tengslum við rafmagnsfjallahjólið, viðhald og þess háttar, er einnig mikill. „Allur aukabúnaður, alls konar eins og dekk og annað, þetta er allt rándýrt á svona sérútbúið hjól. Allt sem kemur umfram rennur allt til Elísar Huga og verður brennimerkt hjólaáhugamálinu hans.“ Stefna á að hjóla saman í sumar Ásdís segir að góður andi hafi verið í hópnum sem stóð fyrir söfnuninni á meðan á henni stóð. „Þetta er ótrúlega flottur hópur, voru samstilltir á að halda þessu áfram og halda þetta út fyrir Elís,“ segir hún. „Þetta var náttúrulega líka gert að frumkvæði frá þeim, að finna eitthvað til þess að gera þetta fyrir hann.“ Söfnunin gekk vonum framar.Vísir/Steingrímur Dúi Þá segir Ásdís að hópurinn sé auðvitað þreyttur eftir hjólreiðarnar. „Það er verið að bera vel á sig krem og annað. Þeir eru mjög þreyttir og verða örugglega farnir snemma að sofa í kvöld.“ Stefnt er að því að Elís og félagar hans geti farið að hjóla í sumar: „Hann hefur hugsað þetta í allan vetur, að reyna að fá sér svona hjól. Þannig það lukkaðist vel að við tókum okkur saman og söfnuðum fyrir þessu. Þannig hann bíður spenntur að græja hjól, stilla það fyrir sig og koma sér út. Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á viðburðinum fyrir hana á Facebook.
Hjólreiðar Góðverk Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira