Fyrir leik var talið að Man United myndi vinna öruggan sigur enda liðið í titilbaráttu á meðan Brighton berst á honum enda töflunnar. Það kom því á óvart þegar gestirnir tóku forystuna þegar Mary Earps, markvörður Man Utd, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 36. mínútu.
Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og þurftu heimakonur að taka sig til í andlitinu í hálfleik. Sem þær og gerðu en Leah Galton jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleiks.
Another big game.
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 15, 2023
Another big @Leah_Galton21 goal.
: @VitalityWFACup
#MUWomen || #WomensFACup pic.twitter.com/VHjXWDV5Fc
Alessia Russo kom svo Man Utd yfir þegar 20 mínútur lifðu leiks en Danielle Carter jafnaði um hæl og staðan jöfn 2-2 þegar stundarfjórðungur lifði leiks.
Rachel Williams kom inn fyrir Russo skömmu síðar og reyndist hún hetja Man United þegar hún skoraði sigurmarkið er aðeins ein mínúta var til loka venjulega leiktíma.
Rachel Williams!
— Vitality Women's FA Cup (@VitalityWFACup) April 15, 2023
A brilliant through ball from @katiezelem and Williams with a super cool finish #WomensFACup @ManUtdWomen pic.twitter.com/C8CdTp7bKO
Staðan orðin 3-2 Man Utd í vil og reyndust það lokatölur leiksins. Á morgun kemur í ljós hvort Aston Villa eða Chelsea mæti Man Utd í úrslitum.