Falski hertoginn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. apríl 2023 17:00 Konungshöllin í Madrid er stærsta höll Vestur-Evrópu, 135.000 fermetrar með 3.418 herbergjum. Um tvær milljónir manna skoða höllina á ári hverju. Alejandro Estrada hafði lofað velgjörðamönnum sínum í Kolumbíu að konungshjónin ætluðu að taka á móti þeim í höllinni. Wikimedia Commons Á annan tug Kólumbíumanna lánaði um margra mánaða skeið mæðginum sem sögðust vera erfingjar gríðarlegra auðæfa og aðalstignar, fleiri hundruð milljónir pesóa. Mæðginin létu sig loks hverfa og það er eins og jörðin hafi gleypt þau. Kelly Córdoba er lögfræðingur sem hafði kennt við lagadeild háskólans í Medellín í Kólumbíu í 14 ár, þegar Alejandro Estrada, þá 25 ára, stöðvaði hana á göngum háskólans og sagðist þurfa á lagalegri aðstoð hennar að halda. Hann var í fylgd móður sinnar Olgu Cardona. Sagðist vera spænskur hertogi Kelly hóaði í eiginmann sinn Andrés, sem einnig var lögfræðingur og ári síðar voru fjórmenningarnir orðnir perluvinir. Kelly leið nánast eins og nemandi hennar væri sonur hennar. Dag nokkurn komu lögfræðihjónin Kelly og Andrés í afmælisboð hjá Alejandro og þá ákváðu mæðginin að treysta þeim fyrir stóru leyndarmáli: Alejandro var barnabarn Venancio Cardona, hertogans af Cardona á Spáni. Hertoginn hafði nýlega ánafnað þessu eina barnabarni sínu allan sinn auð og eignir, með þeim skilyrðum þó að Alejandro gæti sýnt fram á að hann væri fjárhagslega sjálfstæður, gæti rekið eigið fyrirtæki skammlaust og ætti traustan og stöndugan vinahóp. Kelly og Andrés ákváðu að hjálpa honum að mæta þessum markmiðum og lánuðu honum andvirði rúmlega 600.000 íslenskra króna. Lofuðu heimboði til spænsku konungshjónanna Fyrir tveimur árum þurftu Alejandro og móðir hans að fara til Spánar og leysa ýmis vandamál fyrir dómstólum þar. Þá voru margir farnir að aðstoða þau við að ná í arfinn eftirsótta. Vinirnir þurftu líka að fara á námskeið í því hvernig umgangast ætti konungborið fólk því til stóð að heimsækja konungshjónin á Spáni í næstu heimsókn til Madrid. Sú heimsókn átti sér stað í fyrra, en þá aflýstu konungshjónin heimsókninni í konungshöllina á síðustu stundu. Alejandro var niðurbrotinn og lofaði því að bæta vinum sínum þetta upp. Grunsemdir vakna Þegar hér var komið sögu fór Kelly, David og vini þeirra að gruna að ekki væri allt með felldu, dálítið seint að vísu því þá þegar höfðu þau lánað mæðginunum himinháar fjárhæðir. Þegar þessir auðtrúa lögfræðingar fóru loks að kanna málin á Spáni komust þeir að því að ekkert mál væri í gangi fyrir spænskum dómstólum og enginn hertogi af Cardona væri til né hefði nokkurn tímann verið til. Mæðginin fundu greinilega að snaran um háls þeirra væri farin að herðast og einn góðan veðurdag voru þau horfin, rétt eins og jörðin hefði gleypt þau. Síðan þá, í tæpt ár, hefur ekkert til þeirra spurst, þrátt fyrir að fjölmiðlar í Kólumbíu hafi fjallað um málið í löngu máli og ítarlegum hlaðvörpum. Eftir sitja 18 manns sem alls létu stela af sér andvirði tæplega 36 milljóna íslenskra króna. Og það eru miklir peningar í Kólumbíu. Kólumbía Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Sjá meira
Kelly Córdoba er lögfræðingur sem hafði kennt við lagadeild háskólans í Medellín í Kólumbíu í 14 ár, þegar Alejandro Estrada, þá 25 ára, stöðvaði hana á göngum háskólans og sagðist þurfa á lagalegri aðstoð hennar að halda. Hann var í fylgd móður sinnar Olgu Cardona. Sagðist vera spænskur hertogi Kelly hóaði í eiginmann sinn Andrés, sem einnig var lögfræðingur og ári síðar voru fjórmenningarnir orðnir perluvinir. Kelly leið nánast eins og nemandi hennar væri sonur hennar. Dag nokkurn komu lögfræðihjónin Kelly og Andrés í afmælisboð hjá Alejandro og þá ákváðu mæðginin að treysta þeim fyrir stóru leyndarmáli: Alejandro var barnabarn Venancio Cardona, hertogans af Cardona á Spáni. Hertoginn hafði nýlega ánafnað þessu eina barnabarni sínu allan sinn auð og eignir, með þeim skilyrðum þó að Alejandro gæti sýnt fram á að hann væri fjárhagslega sjálfstæður, gæti rekið eigið fyrirtæki skammlaust og ætti traustan og stöndugan vinahóp. Kelly og Andrés ákváðu að hjálpa honum að mæta þessum markmiðum og lánuðu honum andvirði rúmlega 600.000 íslenskra króna. Lofuðu heimboði til spænsku konungshjónanna Fyrir tveimur árum þurftu Alejandro og móðir hans að fara til Spánar og leysa ýmis vandamál fyrir dómstólum þar. Þá voru margir farnir að aðstoða þau við að ná í arfinn eftirsótta. Vinirnir þurftu líka að fara á námskeið í því hvernig umgangast ætti konungborið fólk því til stóð að heimsækja konungshjónin á Spáni í næstu heimsókn til Madrid. Sú heimsókn átti sér stað í fyrra, en þá aflýstu konungshjónin heimsókninni í konungshöllina á síðustu stundu. Alejandro var niðurbrotinn og lofaði því að bæta vinum sínum þetta upp. Grunsemdir vakna Þegar hér var komið sögu fór Kelly, David og vini þeirra að gruna að ekki væri allt með felldu, dálítið seint að vísu því þá þegar höfðu þau lánað mæðginunum himinháar fjárhæðir. Þegar þessir auðtrúa lögfræðingar fóru loks að kanna málin á Spáni komust þeir að því að ekkert mál væri í gangi fyrir spænskum dómstólum og enginn hertogi af Cardona væri til né hefði nokkurn tímann verið til. Mæðginin fundu greinilega að snaran um háls þeirra væri farin að herðast og einn góðan veðurdag voru þau horfin, rétt eins og jörðin hefði gleypt þau. Síðan þá, í tæpt ár, hefur ekkert til þeirra spurst, þrátt fyrir að fjölmiðlar í Kólumbíu hafi fjallað um málið í löngu máli og ítarlegum hlaðvörpum. Eftir sitja 18 manns sem alls létu stela af sér andvirði tæplega 36 milljóna íslenskra króna. Og það eru miklir peningar í Kólumbíu.
Kólumbía Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Sjá meira