Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2023 15:29 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar einu 25 landsliðsmarka sinna. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. Í dag var greint frá því að allar ákærur á hendur Gylfa vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, væru látnar niður falla. Hann er því laus allra mála og frjáls maður en hann hafði verið í farbanni í Englandi frá því í ágúst 2021. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá vorinu 2021 og verið félagslaus síðan samningur hans við Everton rann út sumarið 2022. Núna getur Gylfi hins vegar fundið sér lið hvar sem hann kýs og samkvæmt Vöndu er ekkert því til fyrirstöðu að nýr þjálfari landsliðsins, Åge Hareide, velji hann í það. „Ekki samkvæmt reglum KSÍ. Þær eru skýrar hvað þetta varðar. Samkvæmt þeim getur þjálfari valið leikmann þegar ekkert mál er í gangi. Það er undir þjálfaranum komið en það er ekkert í neinum reglum sem kemur í veg fyrir það,“ sagði Vanda í samtali við Stefán Árna Pálsson í dag. Klippa: Vanda um mál Gylfa Vanda kvaðst ekki vita hvort Hareide, sem var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari í dag, væri meðvitaður um nýjustu vendingar í máli Gylfa. „Ég veit það ekki. Þetta var svolítið dagurinn á hlaupunum,“ sagði Vanda. Hún kveðst sjálf ekki hafa heyrt í Gylfa en það sé á dagskránni. „Við höfum verið í þessum þjálfaramálum en við munum gera það sjálfsögðu,“ sagði Vanda. Gylfi lék síðast með íslenska landsliðinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni 15. nóvember 2020. Það var 78. landsleikur hans. Í þeim skoraði hann 25 mörk. Gylfi er þriðji markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Sonur Hareides óskar honum og íslenska landsliðinu góðs gengis á leiðinni á EM Sonur Åges Hareide virðist vera spenntur fyrir því að fylgjast með næstu skrefum hjá íslenska karlalandsliðinu, nú þegar faðir hans hefur verið ráðinn þjálfari þess. 14. apríl 2023 14:31 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Í dag var greint frá því að allar ákærur á hendur Gylfa vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, væru látnar niður falla. Hann er því laus allra mála og frjáls maður en hann hafði verið í farbanni í Englandi frá því í ágúst 2021. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá vorinu 2021 og verið félagslaus síðan samningur hans við Everton rann út sumarið 2022. Núna getur Gylfi hins vegar fundið sér lið hvar sem hann kýs og samkvæmt Vöndu er ekkert því til fyrirstöðu að nýr þjálfari landsliðsins, Åge Hareide, velji hann í það. „Ekki samkvæmt reglum KSÍ. Þær eru skýrar hvað þetta varðar. Samkvæmt þeim getur þjálfari valið leikmann þegar ekkert mál er í gangi. Það er undir þjálfaranum komið en það er ekkert í neinum reglum sem kemur í veg fyrir það,“ sagði Vanda í samtali við Stefán Árna Pálsson í dag. Klippa: Vanda um mál Gylfa Vanda kvaðst ekki vita hvort Hareide, sem var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari í dag, væri meðvitaður um nýjustu vendingar í máli Gylfa. „Ég veit það ekki. Þetta var svolítið dagurinn á hlaupunum,“ sagði Vanda. Hún kveðst sjálf ekki hafa heyrt í Gylfa en það sé á dagskránni. „Við höfum verið í þessum þjálfaramálum en við munum gera það sjálfsögðu,“ sagði Vanda. Gylfi lék síðast með íslenska landsliðinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni 15. nóvember 2020. Það var 78. landsleikur hans. Í þeim skoraði hann 25 mörk. Gylfi er þriðji markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi.
Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Sonur Hareides óskar honum og íslenska landsliðinu góðs gengis á leiðinni á EM Sonur Åges Hareide virðist vera spenntur fyrir því að fylgjast með næstu skrefum hjá íslenska karlalandsliðinu, nú þegar faðir hans hefur verið ráðinn þjálfari þess. 14. apríl 2023 14:31 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Sonur Hareides óskar honum og íslenska landsliðinu góðs gengis á leiðinni á EM Sonur Åges Hareide virðist vera spenntur fyrir því að fylgjast með næstu skrefum hjá íslenska karlalandsliðinu, nú þegar faðir hans hefur verið ráðinn þjálfari þess. 14. apríl 2023 14:31
„Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50