Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2023 15:29 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar einu 25 landsliðsmarka sinna. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. Í dag var greint frá því að allar ákærur á hendur Gylfa vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, væru látnar niður falla. Hann er því laus allra mála og frjáls maður en hann hafði verið í farbanni í Englandi frá því í ágúst 2021. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá vorinu 2021 og verið félagslaus síðan samningur hans við Everton rann út sumarið 2022. Núna getur Gylfi hins vegar fundið sér lið hvar sem hann kýs og samkvæmt Vöndu er ekkert því til fyrirstöðu að nýr þjálfari landsliðsins, Åge Hareide, velji hann í það. „Ekki samkvæmt reglum KSÍ. Þær eru skýrar hvað þetta varðar. Samkvæmt þeim getur þjálfari valið leikmann þegar ekkert mál er í gangi. Það er undir þjálfaranum komið en það er ekkert í neinum reglum sem kemur í veg fyrir það,“ sagði Vanda í samtali við Stefán Árna Pálsson í dag. Klippa: Vanda um mál Gylfa Vanda kvaðst ekki vita hvort Hareide, sem var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari í dag, væri meðvitaður um nýjustu vendingar í máli Gylfa. „Ég veit það ekki. Þetta var svolítið dagurinn á hlaupunum,“ sagði Vanda. Hún kveðst sjálf ekki hafa heyrt í Gylfa en það sé á dagskránni. „Við höfum verið í þessum þjálfaramálum en við munum gera það sjálfsögðu,“ sagði Vanda. Gylfi lék síðast með íslenska landsliðinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni 15. nóvember 2020. Það var 78. landsleikur hans. Í þeim skoraði hann 25 mörk. Gylfi er þriðji markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Sonur Hareides óskar honum og íslenska landsliðinu góðs gengis á leiðinni á EM Sonur Åges Hareide virðist vera spenntur fyrir því að fylgjast með næstu skrefum hjá íslenska karlalandsliðinu, nú þegar faðir hans hefur verið ráðinn þjálfari þess. 14. apríl 2023 14:31 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Í dag var greint frá því að allar ákærur á hendur Gylfa vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, væru látnar niður falla. Hann er því laus allra mála og frjáls maður en hann hafði verið í farbanni í Englandi frá því í ágúst 2021. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá vorinu 2021 og verið félagslaus síðan samningur hans við Everton rann út sumarið 2022. Núna getur Gylfi hins vegar fundið sér lið hvar sem hann kýs og samkvæmt Vöndu er ekkert því til fyrirstöðu að nýr þjálfari landsliðsins, Åge Hareide, velji hann í það. „Ekki samkvæmt reglum KSÍ. Þær eru skýrar hvað þetta varðar. Samkvæmt þeim getur þjálfari valið leikmann þegar ekkert mál er í gangi. Það er undir þjálfaranum komið en það er ekkert í neinum reglum sem kemur í veg fyrir það,“ sagði Vanda í samtali við Stefán Árna Pálsson í dag. Klippa: Vanda um mál Gylfa Vanda kvaðst ekki vita hvort Hareide, sem var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari í dag, væri meðvitaður um nýjustu vendingar í máli Gylfa. „Ég veit það ekki. Þetta var svolítið dagurinn á hlaupunum,“ sagði Vanda. Hún kveðst sjálf ekki hafa heyrt í Gylfa en það sé á dagskránni. „Við höfum verið í þessum þjálfaramálum en við munum gera það sjálfsögðu,“ sagði Vanda. Gylfi lék síðast með íslenska landsliðinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni 15. nóvember 2020. Það var 78. landsleikur hans. Í þeim skoraði hann 25 mörk. Gylfi er þriðji markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi.
Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Sonur Hareides óskar honum og íslenska landsliðinu góðs gengis á leiðinni á EM Sonur Åges Hareide virðist vera spenntur fyrir því að fylgjast með næstu skrefum hjá íslenska karlalandsliðinu, nú þegar faðir hans hefur verið ráðinn þjálfari þess. 14. apríl 2023 14:31 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Sonur Hareides óskar honum og íslenska landsliðinu góðs gengis á leiðinni á EM Sonur Åges Hareide virðist vera spenntur fyrir því að fylgjast með næstu skrefum hjá íslenska karlalandsliðinu, nú þegar faðir hans hefur verið ráðinn þjálfari þess. 14. apríl 2023 14:31
„Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50