Arnar Þór skorar á forystuna að segja sig úr flokknum Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2023 20:35 Varaþingmaðurinn Arnar Þór Jónsson vandar forystunni ekki kveðjurnar vegna stjórnarfrumvarps sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mælir fyrir. Hann leggur til að nafni Sjálfstæðisflokksins verði breytt í Flokkurinn, því hann sé horfinn frá öllum sínum grunngildum. vísir/vilhelm Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er afar harðorður í pistli á bloggsíðu sinni. Hann leggur til að forysta flokksins og þingmenn segi sig úr honum. Mikil ólga er innan Sjálfstæðisflokksins vegna stjórnarfrumvarps sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mælir fyrir en það snýst um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið eða bókun 35. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði inn ný grein í lög þess efnis að „þegar lagaákvæði sem réttilega innleiðir skýra og óskilyrta reglu á grundvelli EES-samningsins er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli hið fyrrnefnda ganga framar. Sama eigi við þegar skuldbinding er innleidd með stjórnvaldsfyrirmælum,“ eins og segir í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Að nafninu verði breytt í Flokkurinn Ýmsir innan Sjálfstæðisflokksins og utan hans reyndar einnig vilja meina að í þessu felist einskonar afsal sjálfstæðis þjóðarinnar. Þess sjást glögg merki í pistli Arnars Þórs og í athugasemdum á Facebook-síðu varaþingmannsins. „Í undirgefni og fylgispekt við erlent skrifstofuveldi hyggjast Alþingismenn, með stuðningi embættismanna íslenska ríkisins, leggja stjórnarskrá lýðveldisins á bálköstinn með því að samþykkja frumvarp sem veitir erlendum reglum almennan forgang umfram íslensk lög,“ skrifar Arnar Þór. Og lætur kné fylgja kviði: „Með því að standa að framlagningu slíks frumvarps leggur Sjálfstæðisflokkurinn stefnu sína og hugsjónir á bálið. Yfir brunarústunum mun forysta flokksins og þingmenn vonandi sjá sóma sinn í því að segja sig úr flokknum eða leggja til að fyrri hluti nafns hans verði þurrkaður út svo að heitið verði aðeins "Flokkurinn".“ Íslensk stjórnmál leikrit Fjölmargir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins setja upp þumal til samþykkis og þung orð eru látin falla. Talað er um landráð og hentistefnu. Ekki eru þó allir flokkshollir á eitt sáttir við harðan málflutning Arnars Þórs og segja hann fráleitan. Kristinn Hugason heitir maður sem telur nær lagi að Arnar sjálfur segi sig úr flokknum. Arnar Þór segir að það verði ekki, það verði þá að reka hann og ekki sé fráleitt að minna á grundvallarhugsjónir stjórnmálaflokka. Kristinn telur Arnar Þór hafa gengið of hart fram í gagnrýni sinni á VG, það sé ógeðfelldur Trumpismi eða Putinismi, stjórnarmynstrið sé óhefðbundið og kalli á málamiðlanir. En Arnar Þór svarar fastur fyrir: „Ádeila mín á VG þjónar þeim eina tilgangi að undirstrika að íslensk stjórnmál eru orðin að einhvers konar leikriti, en það versta við uppsetninguna er að leikararnir (pólitíkusarnir) eru farnir að lesa upp annað handrit en það sem gestirnir (kjósendur) héldu að þau hefðu borgað sig inn á.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Mikil ólga er innan Sjálfstæðisflokksins vegna stjórnarfrumvarps sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mælir fyrir en það snýst um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið eða bókun 35. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði inn ný grein í lög þess efnis að „þegar lagaákvæði sem réttilega innleiðir skýra og óskilyrta reglu á grundvelli EES-samningsins er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli hið fyrrnefnda ganga framar. Sama eigi við þegar skuldbinding er innleidd með stjórnvaldsfyrirmælum,“ eins og segir í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Að nafninu verði breytt í Flokkurinn Ýmsir innan Sjálfstæðisflokksins og utan hans reyndar einnig vilja meina að í þessu felist einskonar afsal sjálfstæðis þjóðarinnar. Þess sjást glögg merki í pistli Arnars Þórs og í athugasemdum á Facebook-síðu varaþingmannsins. „Í undirgefni og fylgispekt við erlent skrifstofuveldi hyggjast Alþingismenn, með stuðningi embættismanna íslenska ríkisins, leggja stjórnarskrá lýðveldisins á bálköstinn með því að samþykkja frumvarp sem veitir erlendum reglum almennan forgang umfram íslensk lög,“ skrifar Arnar Þór. Og lætur kné fylgja kviði: „Með því að standa að framlagningu slíks frumvarps leggur Sjálfstæðisflokkurinn stefnu sína og hugsjónir á bálið. Yfir brunarústunum mun forysta flokksins og þingmenn vonandi sjá sóma sinn í því að segja sig úr flokknum eða leggja til að fyrri hluti nafns hans verði þurrkaður út svo að heitið verði aðeins "Flokkurinn".“ Íslensk stjórnmál leikrit Fjölmargir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins setja upp þumal til samþykkis og þung orð eru látin falla. Talað er um landráð og hentistefnu. Ekki eru þó allir flokkshollir á eitt sáttir við harðan málflutning Arnars Þórs og segja hann fráleitan. Kristinn Hugason heitir maður sem telur nær lagi að Arnar sjálfur segi sig úr flokknum. Arnar Þór segir að það verði ekki, það verði þá að reka hann og ekki sé fráleitt að minna á grundvallarhugsjónir stjórnmálaflokka. Kristinn telur Arnar Þór hafa gengið of hart fram í gagnrýni sinni á VG, það sé ógeðfelldur Trumpismi eða Putinismi, stjórnarmynstrið sé óhefðbundið og kalli á málamiðlanir. En Arnar Þór svarar fastur fyrir: „Ádeila mín á VG þjónar þeim eina tilgangi að undirstrika að íslensk stjórnmál eru orðin að einhvers konar leikriti, en það versta við uppsetninguna er að leikararnir (pólitíkusarnir) eru farnir að lesa upp annað handrit en það sem gestirnir (kjósendur) héldu að þau hefðu borgað sig inn á.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira