„Hann fær þessi ár ekki aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 12:50 Gylfi Þór Sigurðsson sást fyrst á meðal almennings á EM kvenna í fótbolta í fyrrasumar, ári eftir handtöku, og faðmaði þá frænku sína Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Nú er hann frjáls maður. VÍSIR/VILHELM „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. Lögreglan í Manchester handtók Gylfa í júlí 2021, grunaðan um brot gegn ólögráða einstaklingi. Honum var svo sleppt gegn tryggingu en sætti farbanni allt þar til nú að saksóknaraembætti bresku krúnunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann yrði ekki ákærður. Gylfi var 31 árs þegar hann var handtekinn og átti þá eitt ár eftir af samningi sínum við enska knattspyrnufélagið Everton. Hann hafði verið keyptur til félagsins fyrir metfé árið 2017 og skrifað þá undir samning til fimm ára. Gylfi spilaði því engan fótbolta síðasta samningsár sitt hjá Everton og er án félags. Samkvæmt upplýsingum Vísis er Gylfi hins vegar í góðu líkamlegu ástandi og með hug á að endurvekja ferilinn þrátt fyrir að hafa neyðst til að halda sig utan vallar í tæplega tvö ár vegna málsins. „Það sem kemur á óvart er að eftir svona langan tíma, þar sem að bornar eru á hann mjög alvarlegar sakir og hann settur í farbann frá Bretlandi, þá finnst manni hálfótrúlegt að þetta sé niðurstaðan. Á sama tíma gleður það mann auðvitað að það virðist ekki fótur fyrir neinu sem þarna átti að hafa verið í gangi,“ segir Arnar Sveinn. „Það fer auðvitað fyrir brjóstið á manni að leikmaður á hátindi ferils síns, besti fótboltamaður í sögu Íslands að öllum líkindum, að hann fær þessi ár aldrei aftur,“ segir Arnar Sveinn en tekur fram að hann viti vissulega ekki meira um málið en aðrir sem lesið hafi um það í fjölmiðlum. Arnar segir Leikmannasamtök Íslands hafa verið i sambandi við kollega sína í Bretlandi og boðið fram aðstoð vegna máls Gylfa en að þeir hafi hingað til haldið spilunum þétt að sér varðandi málið og því óvíst að Gylfi hafi fengið nokkurn stuðning frá þeim. „Þarna var líf hans rifið í burtu frá honum“ Ljóst er að Gylfi hefur orðið af háum fjárhæðum vegna málsins en Arnar Sveinn bendir á að skaðinn af því að fá ekki að spila fótbolta í tvö ár, auk álagsins sem málið hafi haft á líf Gylfa og fjölskyldu hans, sé óbætanlegur. „Auðvitað er fullt af peningum í spilinu en þetta slær mann mest. Þarna var líf hans rifið í burtu frá honum, og þar með tækifærið til að gera það sem hann elskar mest sem er að spila fótbolta. Þegar þetta er niðurstaðan þá spyr maður sig hvort nauðsynlegt hafi verið að gera þetta með þessum hætti, en það er auðvitað ekki eitthvað sem hægt er að segja neitt til um án þess að vita allt um málið. En manni finnst þetta allt saman mjög sorglegt. Nú hefur hann ekki spilað fótbolta í tvö ár og spurning hvaða möguleikar eru fyrir hann til að koma til baka. En svo er hann líka með fjölskyldu og fólk í kringum sig sem þetta bitnar á. Það og fótboltinn trompar alltaf alla þá peninga sem hann hefur misst af,“ segir Arnar Sveinn. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Lögreglan í Manchester handtók Gylfa í júlí 2021, grunaðan um brot gegn ólögráða einstaklingi. Honum var svo sleppt gegn tryggingu en sætti farbanni allt þar til nú að saksóknaraembætti bresku krúnunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann yrði ekki ákærður. Gylfi var 31 árs þegar hann var handtekinn og átti þá eitt ár eftir af samningi sínum við enska knattspyrnufélagið Everton. Hann hafði verið keyptur til félagsins fyrir metfé árið 2017 og skrifað þá undir samning til fimm ára. Gylfi spilaði því engan fótbolta síðasta samningsár sitt hjá Everton og er án félags. Samkvæmt upplýsingum Vísis er Gylfi hins vegar í góðu líkamlegu ástandi og með hug á að endurvekja ferilinn þrátt fyrir að hafa neyðst til að halda sig utan vallar í tæplega tvö ár vegna málsins. „Það sem kemur á óvart er að eftir svona langan tíma, þar sem að bornar eru á hann mjög alvarlegar sakir og hann settur í farbann frá Bretlandi, þá finnst manni hálfótrúlegt að þetta sé niðurstaðan. Á sama tíma gleður það mann auðvitað að það virðist ekki fótur fyrir neinu sem þarna átti að hafa verið í gangi,“ segir Arnar Sveinn. „Það fer auðvitað fyrir brjóstið á manni að leikmaður á hátindi ferils síns, besti fótboltamaður í sögu Íslands að öllum líkindum, að hann fær þessi ár aldrei aftur,“ segir Arnar Sveinn en tekur fram að hann viti vissulega ekki meira um málið en aðrir sem lesið hafi um það í fjölmiðlum. Arnar segir Leikmannasamtök Íslands hafa verið i sambandi við kollega sína í Bretlandi og boðið fram aðstoð vegna máls Gylfa en að þeir hafi hingað til haldið spilunum þétt að sér varðandi málið og því óvíst að Gylfi hafi fengið nokkurn stuðning frá þeim. „Þarna var líf hans rifið í burtu frá honum“ Ljóst er að Gylfi hefur orðið af háum fjárhæðum vegna málsins en Arnar Sveinn bendir á að skaðinn af því að fá ekki að spila fótbolta í tvö ár, auk álagsins sem málið hafi haft á líf Gylfa og fjölskyldu hans, sé óbætanlegur. „Auðvitað er fullt af peningum í spilinu en þetta slær mann mest. Þarna var líf hans rifið í burtu frá honum, og þar með tækifærið til að gera það sem hann elskar mest sem er að spila fótbolta. Þegar þetta er niðurstaðan þá spyr maður sig hvort nauðsynlegt hafi verið að gera þetta með þessum hætti, en það er auðvitað ekki eitthvað sem hægt er að segja neitt til um án þess að vita allt um málið. En manni finnst þetta allt saman mjög sorglegt. Nú hefur hann ekki spilað fótbolta í tvö ár og spurning hvaða möguleikar eru fyrir hann til að koma til baka. En svo er hann líka með fjölskyldu og fólk í kringum sig sem þetta bitnar á. Það og fótboltinn trompar alltaf alla þá peninga sem hann hefur misst af,“ segir Arnar Sveinn.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð