„Hann fær þessi ár ekki aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 12:50 Gylfi Þór Sigurðsson sást fyrst á meðal almennings á EM kvenna í fótbolta í fyrrasumar, ári eftir handtöku, og faðmaði þá frænku sína Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Nú er hann frjáls maður. VÍSIR/VILHELM „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. Lögreglan í Manchester handtók Gylfa í júlí 2021, grunaðan um brot gegn ólögráða einstaklingi. Honum var svo sleppt gegn tryggingu en sætti farbanni allt þar til nú að saksóknaraembætti bresku krúnunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann yrði ekki ákærður. Gylfi var 31 árs þegar hann var handtekinn og átti þá eitt ár eftir af samningi sínum við enska knattspyrnufélagið Everton. Hann hafði verið keyptur til félagsins fyrir metfé árið 2017 og skrifað þá undir samning til fimm ára. Gylfi spilaði því engan fótbolta síðasta samningsár sitt hjá Everton og er án félags. Samkvæmt upplýsingum Vísis er Gylfi hins vegar í góðu líkamlegu ástandi og með hug á að endurvekja ferilinn þrátt fyrir að hafa neyðst til að halda sig utan vallar í tæplega tvö ár vegna málsins. „Það sem kemur á óvart er að eftir svona langan tíma, þar sem að bornar eru á hann mjög alvarlegar sakir og hann settur í farbann frá Bretlandi, þá finnst manni hálfótrúlegt að þetta sé niðurstaðan. Á sama tíma gleður það mann auðvitað að það virðist ekki fótur fyrir neinu sem þarna átti að hafa verið í gangi,“ segir Arnar Sveinn. „Það fer auðvitað fyrir brjóstið á manni að leikmaður á hátindi ferils síns, besti fótboltamaður í sögu Íslands að öllum líkindum, að hann fær þessi ár aldrei aftur,“ segir Arnar Sveinn en tekur fram að hann viti vissulega ekki meira um málið en aðrir sem lesið hafi um það í fjölmiðlum. Arnar segir Leikmannasamtök Íslands hafa verið i sambandi við kollega sína í Bretlandi og boðið fram aðstoð vegna máls Gylfa en að þeir hafi hingað til haldið spilunum þétt að sér varðandi málið og því óvíst að Gylfi hafi fengið nokkurn stuðning frá þeim. „Þarna var líf hans rifið í burtu frá honum“ Ljóst er að Gylfi hefur orðið af háum fjárhæðum vegna málsins en Arnar Sveinn bendir á að skaðinn af því að fá ekki að spila fótbolta í tvö ár, auk álagsins sem málið hafi haft á líf Gylfa og fjölskyldu hans, sé óbætanlegur. „Auðvitað er fullt af peningum í spilinu en þetta slær mann mest. Þarna var líf hans rifið í burtu frá honum, og þar með tækifærið til að gera það sem hann elskar mest sem er að spila fótbolta. Þegar þetta er niðurstaðan þá spyr maður sig hvort nauðsynlegt hafi verið að gera þetta með þessum hætti, en það er auðvitað ekki eitthvað sem hægt er að segja neitt til um án þess að vita allt um málið. En manni finnst þetta allt saman mjög sorglegt. Nú hefur hann ekki spilað fótbolta í tvö ár og spurning hvaða möguleikar eru fyrir hann til að koma til baka. En svo er hann líka með fjölskyldu og fólk í kringum sig sem þetta bitnar á. Það og fótboltinn trompar alltaf alla þá peninga sem hann hefur misst af,“ segir Arnar Sveinn. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Sjá meira
Lögreglan í Manchester handtók Gylfa í júlí 2021, grunaðan um brot gegn ólögráða einstaklingi. Honum var svo sleppt gegn tryggingu en sætti farbanni allt þar til nú að saksóknaraembætti bresku krúnunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann yrði ekki ákærður. Gylfi var 31 árs þegar hann var handtekinn og átti þá eitt ár eftir af samningi sínum við enska knattspyrnufélagið Everton. Hann hafði verið keyptur til félagsins fyrir metfé árið 2017 og skrifað þá undir samning til fimm ára. Gylfi spilaði því engan fótbolta síðasta samningsár sitt hjá Everton og er án félags. Samkvæmt upplýsingum Vísis er Gylfi hins vegar í góðu líkamlegu ástandi og með hug á að endurvekja ferilinn þrátt fyrir að hafa neyðst til að halda sig utan vallar í tæplega tvö ár vegna málsins. „Það sem kemur á óvart er að eftir svona langan tíma, þar sem að bornar eru á hann mjög alvarlegar sakir og hann settur í farbann frá Bretlandi, þá finnst manni hálfótrúlegt að þetta sé niðurstaðan. Á sama tíma gleður það mann auðvitað að það virðist ekki fótur fyrir neinu sem þarna átti að hafa verið í gangi,“ segir Arnar Sveinn. „Það fer auðvitað fyrir brjóstið á manni að leikmaður á hátindi ferils síns, besti fótboltamaður í sögu Íslands að öllum líkindum, að hann fær þessi ár aldrei aftur,“ segir Arnar Sveinn en tekur fram að hann viti vissulega ekki meira um málið en aðrir sem lesið hafi um það í fjölmiðlum. Arnar segir Leikmannasamtök Íslands hafa verið i sambandi við kollega sína í Bretlandi og boðið fram aðstoð vegna máls Gylfa en að þeir hafi hingað til haldið spilunum þétt að sér varðandi málið og því óvíst að Gylfi hafi fengið nokkurn stuðning frá þeim. „Þarna var líf hans rifið í burtu frá honum“ Ljóst er að Gylfi hefur orðið af háum fjárhæðum vegna málsins en Arnar Sveinn bendir á að skaðinn af því að fá ekki að spila fótbolta í tvö ár, auk álagsins sem málið hafi haft á líf Gylfa og fjölskyldu hans, sé óbætanlegur. „Auðvitað er fullt af peningum í spilinu en þetta slær mann mest. Þarna var líf hans rifið í burtu frá honum, og þar með tækifærið til að gera það sem hann elskar mest sem er að spila fótbolta. Þegar þetta er niðurstaðan þá spyr maður sig hvort nauðsynlegt hafi verið að gera þetta með þessum hætti, en það er auðvitað ekki eitthvað sem hægt er að segja neitt til um án þess að vita allt um málið. En manni finnst þetta allt saman mjög sorglegt. Nú hefur hann ekki spilað fótbolta í tvö ár og spurning hvaða möguleikar eru fyrir hann til að koma til baka. En svo er hann líka með fjölskyldu og fólk í kringum sig sem þetta bitnar á. Það og fótboltinn trompar alltaf alla þá peninga sem hann hefur misst af,“ segir Arnar Sveinn.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Sjá meira
KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti