Játar að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-máli Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2023 11:16 Upp komst í byrjun árs 2019. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, Haraldur Sveinn Gunnarsson, hefur játað að hafa falsað kílómetrastöðuna í 134 bílum bílaleigunnar sem seldir voru á bílasölum á árunum 2014 til 2018. Upp komst í byrjun árs 2019 að bílaleigan hefði átt við kílómetrastöðuna í bílum sem voru seldir og hóf lögregla í kjölfarið rannsókn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en í frétt RÚV segir að Haraldur Sveinn hafi ekki mætt fyrir dóm. Verjandi hans hafi þó sagt að Haraldur hafi ekki átt heimangengt en að hann vilji koma sem fyrst fyrir dóm til að lýsa afstöðu sinni til ákæruefnisins. Fram kom að Haraldur hafi játað verknaðinn við rannsókn og sagðist verjandinn reikna með að afstaða fyrir dómi yrði sú sama. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að Haraldur sé ákærður fyrir skjalafals, en fjársvik til vara. Er hann sagður hafa fengið annan mann til að falsa með rafrænum hætti kílómetramælana í aksturstölvum þannig að þeir sýndu færri ekna kílómetra. Þannig hafi hann ætlað að blekkja kaupendur bílanna, auðvelda endursöluna og fá hærra verð fyrir bílana. Sömuleiðis hafi Haraldur látið breyta stöðu á kílómetramælum í Rentcentric-tölvukerfi bílaleigunnar til að samræma skráðar upplýsingar í kerfinu þannig að rangar upplýsingar myndu skila sér í gerða kaupsamninga, asöl og önnur heimildarskjöl við eigendaskipti. Fram kemur að bílarnir hafi verið seldir á tímabilinu 2014 til 2018. Hafi komið fram að mælarnir hafi í mörgum tilvikum verið lækkaðir um tugi þúsunda, mest rúmlega 50 þúsund kólómetra. Sex kaupendur bíla fara fram á skaðabætur í málinu, allt frá 310 þúsund krónum upp í rúmlega 1,1 milljón króna, auk dráttarvaxta. Procar Bílaleigur Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Procar- og Skeljungsmálið komin til saksóknara Rannsókn Embættis héraðssaksóknara á tveimur umfangsmiklum efnahagsbrotamálum er lokið. Um er að ræða Skeljungsmálið annars vegar og Procar-málið hins vegar. 16. desember 2021 16:45 Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Upp komst í byrjun árs 2019 að bílaleigan hefði átt við kílómetrastöðuna í bílum sem voru seldir og hóf lögregla í kjölfarið rannsókn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en í frétt RÚV segir að Haraldur Sveinn hafi ekki mætt fyrir dóm. Verjandi hans hafi þó sagt að Haraldur hafi ekki átt heimangengt en að hann vilji koma sem fyrst fyrir dóm til að lýsa afstöðu sinni til ákæruefnisins. Fram kom að Haraldur hafi játað verknaðinn við rannsókn og sagðist verjandinn reikna með að afstaða fyrir dómi yrði sú sama. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að Haraldur sé ákærður fyrir skjalafals, en fjársvik til vara. Er hann sagður hafa fengið annan mann til að falsa með rafrænum hætti kílómetramælana í aksturstölvum þannig að þeir sýndu færri ekna kílómetra. Þannig hafi hann ætlað að blekkja kaupendur bílanna, auðvelda endursöluna og fá hærra verð fyrir bílana. Sömuleiðis hafi Haraldur látið breyta stöðu á kílómetramælum í Rentcentric-tölvukerfi bílaleigunnar til að samræma skráðar upplýsingar í kerfinu þannig að rangar upplýsingar myndu skila sér í gerða kaupsamninga, asöl og önnur heimildarskjöl við eigendaskipti. Fram kemur að bílarnir hafi verið seldir á tímabilinu 2014 til 2018. Hafi komið fram að mælarnir hafi í mörgum tilvikum verið lækkaðir um tugi þúsunda, mest rúmlega 50 þúsund kólómetra. Sex kaupendur bíla fara fram á skaðabætur í málinu, allt frá 310 þúsund krónum upp í rúmlega 1,1 milljón króna, auk dráttarvaxta.
Procar Bílaleigur Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Procar- og Skeljungsmálið komin til saksóknara Rannsókn Embættis héraðssaksóknara á tveimur umfangsmiklum efnahagsbrotamálum er lokið. Um er að ræða Skeljungsmálið annars vegar og Procar-málið hins vegar. 16. desember 2021 16:45 Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Procar- og Skeljungsmálið komin til saksóknara Rannsókn Embættis héraðssaksóknara á tveimur umfangsmiklum efnahagsbrotamálum er lokið. Um er að ræða Skeljungsmálið annars vegar og Procar-málið hins vegar. 16. desember 2021 16:45
Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01