Furðar sig á að úrskurðurinn birtist þremur árum eftir að hann féll Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. apríl 2023 19:03 Laufey Guðjónsdóttir var forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar í tuttugu ár og lét af embætti í febrúar síðastliðnum. Hún var meðal átján umsækjenda sem sóttu um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Kvikmyndamiðstöð Fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar furðar sig á birtingu úrskurðar menningarmálaráðuneytisins sem tengdist styrkveitingu miðstöðvarinnar. Úrskurðurinn féll fyrir þremur árum en var ekki birtur fyrr en í síðustu viku. Vísir fjallaði í gær um úrskurð vegna eftirvinnslustyrks úr Kvikmyndasjóði sem féll 19. maí 2020 en birtist á vef Stjórnarráðsins 4. apríl síðastliðinn, tæpum þremur árum síðar. Þar úrskurðaði menningarmálaráðuneytið kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins, Laufey Guðjónsdóttir, hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi fyrir synjuninni. Nokkrum tímum eftir að fréttin var skrifuð í gær birti Stjórnarráðið lista yfir þá átján umsækjendur sem sóttu um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Meðal umsækjendanna var Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Sjá frétt um umsækjendur: Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Staðan hafði verið auglýst 17. mars síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út um síðustu mánaðamót en þriggja manna hæfnisnefnd mun meta hæfni umsækjenda. Óvenjuleg tímasetning birtingar úrskurðarins er því líka óheppileg í ljósi þessara tíðinda. Birtingin hafi komið henni á óvart Blaðamaður hafði samband við Laufeyju í kjölfar birtingar fréttarinnar. Fyrstu viðbrögð hennar voru að sér fyndist þetta mjög sérstakt og það hefði komið sér mjög á óvart „að þetta hafi verið birt núna.“ Hún sagði að eins og hefði komið fram í fréttum hefði þetta verið mál sem Kvikmyndamiðstöð fjallaði fyrst um 2018 og síðan aftur 2019. Hún segir að miðstöðin hefði farið eftir því sem ráðuneytið úrskurðaði og í kjölfarið breytt öllum sínum verkferlum. „Af hverju þetta er birt núna hef ég ekki hugmynd,“ bætti hún við. Blaðamaður minntist þá á að samsæriskenningasmiðir væru þegar farnir að tengja saman birtingu úrskurðarins og birtingu listans yfir umsækjendur um skrifstofustjórastöðuna hjá ráðuneytinu. Laufey sagðist ekki vilja trúa því að birtingin væri hluti af umsóknarferlinu ef blaðamaður væri að ýja að því. Hins vegar nefndi hún að það væri sérkennilegt að það hafi ekki fleiri sambærilegir úrskurðir komið nýlega inn á vefinn. Blaðamaður sendi fyrirspurn á ráðuneytisstjóra viðskipta- og menningarmálaráðuneytisins, Sigrúnu Brynju Einarsdóttir, vegna úrskurðarins til að forvitnast fyrir um birtingu úrskurðarins og þennan langa biðtíma. Svar við fyrirspurninni hefur ekki enn borist. Stjórnsýsla Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Alls sóttu átján manns um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með næstu mánaðarmótum. 12. apríl 2023 14:57 Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. 12. apríl 2023 10:14 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira
Vísir fjallaði í gær um úrskurð vegna eftirvinnslustyrks úr Kvikmyndasjóði sem féll 19. maí 2020 en birtist á vef Stjórnarráðsins 4. apríl síðastliðinn, tæpum þremur árum síðar. Þar úrskurðaði menningarmálaráðuneytið kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins, Laufey Guðjónsdóttir, hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi fyrir synjuninni. Nokkrum tímum eftir að fréttin var skrifuð í gær birti Stjórnarráðið lista yfir þá átján umsækjendur sem sóttu um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Meðal umsækjendanna var Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Sjá frétt um umsækjendur: Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Staðan hafði verið auglýst 17. mars síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út um síðustu mánaðamót en þriggja manna hæfnisnefnd mun meta hæfni umsækjenda. Óvenjuleg tímasetning birtingar úrskurðarins er því líka óheppileg í ljósi þessara tíðinda. Birtingin hafi komið henni á óvart Blaðamaður hafði samband við Laufeyju í kjölfar birtingar fréttarinnar. Fyrstu viðbrögð hennar voru að sér fyndist þetta mjög sérstakt og það hefði komið sér mjög á óvart „að þetta hafi verið birt núna.“ Hún sagði að eins og hefði komið fram í fréttum hefði þetta verið mál sem Kvikmyndamiðstöð fjallaði fyrst um 2018 og síðan aftur 2019. Hún segir að miðstöðin hefði farið eftir því sem ráðuneytið úrskurðaði og í kjölfarið breytt öllum sínum verkferlum. „Af hverju þetta er birt núna hef ég ekki hugmynd,“ bætti hún við. Blaðamaður minntist þá á að samsæriskenningasmiðir væru þegar farnir að tengja saman birtingu úrskurðarins og birtingu listans yfir umsækjendur um skrifstofustjórastöðuna hjá ráðuneytinu. Laufey sagðist ekki vilja trúa því að birtingin væri hluti af umsóknarferlinu ef blaðamaður væri að ýja að því. Hins vegar nefndi hún að það væri sérkennilegt að það hafi ekki fleiri sambærilegir úrskurðir komið nýlega inn á vefinn. Blaðamaður sendi fyrirspurn á ráðuneytisstjóra viðskipta- og menningarmálaráðuneytisins, Sigrúnu Brynju Einarsdóttir, vegna úrskurðarins til að forvitnast fyrir um birtingu úrskurðarins og þennan langa biðtíma. Svar við fyrirspurninni hefur ekki enn borist.
Stjórnsýsla Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Alls sóttu átján manns um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með næstu mánaðarmótum. 12. apríl 2023 14:57 Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. 12. apríl 2023 10:14 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira
Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Alls sóttu átján manns um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með næstu mánaðarmótum. 12. apríl 2023 14:57
Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. 12. apríl 2023 10:14