Furðar sig á að úrskurðurinn birtist þremur árum eftir að hann féll Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. apríl 2023 19:03 Laufey Guðjónsdóttir var forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar í tuttugu ár og lét af embætti í febrúar síðastliðnum. Hún var meðal átján umsækjenda sem sóttu um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Kvikmyndamiðstöð Fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar furðar sig á birtingu úrskurðar menningarmálaráðuneytisins sem tengdist styrkveitingu miðstöðvarinnar. Úrskurðurinn féll fyrir þremur árum en var ekki birtur fyrr en í síðustu viku. Vísir fjallaði í gær um úrskurð vegna eftirvinnslustyrks úr Kvikmyndasjóði sem féll 19. maí 2020 en birtist á vef Stjórnarráðsins 4. apríl síðastliðinn, tæpum þremur árum síðar. Þar úrskurðaði menningarmálaráðuneytið kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins, Laufey Guðjónsdóttir, hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi fyrir synjuninni. Nokkrum tímum eftir að fréttin var skrifuð í gær birti Stjórnarráðið lista yfir þá átján umsækjendur sem sóttu um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Meðal umsækjendanna var Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Sjá frétt um umsækjendur: Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Staðan hafði verið auglýst 17. mars síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út um síðustu mánaðamót en þriggja manna hæfnisnefnd mun meta hæfni umsækjenda. Óvenjuleg tímasetning birtingar úrskurðarins er því líka óheppileg í ljósi þessara tíðinda. Birtingin hafi komið henni á óvart Blaðamaður hafði samband við Laufeyju í kjölfar birtingar fréttarinnar. Fyrstu viðbrögð hennar voru að sér fyndist þetta mjög sérstakt og það hefði komið sér mjög á óvart „að þetta hafi verið birt núna.“ Hún sagði að eins og hefði komið fram í fréttum hefði þetta verið mál sem Kvikmyndamiðstöð fjallaði fyrst um 2018 og síðan aftur 2019. Hún segir að miðstöðin hefði farið eftir því sem ráðuneytið úrskurðaði og í kjölfarið breytt öllum sínum verkferlum. „Af hverju þetta er birt núna hef ég ekki hugmynd,“ bætti hún við. Blaðamaður minntist þá á að samsæriskenningasmiðir væru þegar farnir að tengja saman birtingu úrskurðarins og birtingu listans yfir umsækjendur um skrifstofustjórastöðuna hjá ráðuneytinu. Laufey sagðist ekki vilja trúa því að birtingin væri hluti af umsóknarferlinu ef blaðamaður væri að ýja að því. Hins vegar nefndi hún að það væri sérkennilegt að það hafi ekki fleiri sambærilegir úrskurðir komið nýlega inn á vefinn. Blaðamaður sendi fyrirspurn á ráðuneytisstjóra viðskipta- og menningarmálaráðuneytisins, Sigrúnu Brynju Einarsdóttir, vegna úrskurðarins til að forvitnast fyrir um birtingu úrskurðarins og þennan langa biðtíma. Svar við fyrirspurninni hefur ekki enn borist. Stjórnsýsla Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Alls sóttu átján manns um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með næstu mánaðarmótum. 12. apríl 2023 14:57 Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. 12. apríl 2023 10:14 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Vísir fjallaði í gær um úrskurð vegna eftirvinnslustyrks úr Kvikmyndasjóði sem féll 19. maí 2020 en birtist á vef Stjórnarráðsins 4. apríl síðastliðinn, tæpum þremur árum síðar. Þar úrskurðaði menningarmálaráðuneytið kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins, Laufey Guðjónsdóttir, hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi fyrir synjuninni. Nokkrum tímum eftir að fréttin var skrifuð í gær birti Stjórnarráðið lista yfir þá átján umsækjendur sem sóttu um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Meðal umsækjendanna var Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Sjá frétt um umsækjendur: Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Staðan hafði verið auglýst 17. mars síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út um síðustu mánaðamót en þriggja manna hæfnisnefnd mun meta hæfni umsækjenda. Óvenjuleg tímasetning birtingar úrskurðarins er því líka óheppileg í ljósi þessara tíðinda. Birtingin hafi komið henni á óvart Blaðamaður hafði samband við Laufeyju í kjölfar birtingar fréttarinnar. Fyrstu viðbrögð hennar voru að sér fyndist þetta mjög sérstakt og það hefði komið sér mjög á óvart „að þetta hafi verið birt núna.“ Hún sagði að eins og hefði komið fram í fréttum hefði þetta verið mál sem Kvikmyndamiðstöð fjallaði fyrst um 2018 og síðan aftur 2019. Hún segir að miðstöðin hefði farið eftir því sem ráðuneytið úrskurðaði og í kjölfarið breytt öllum sínum verkferlum. „Af hverju þetta er birt núna hef ég ekki hugmynd,“ bætti hún við. Blaðamaður minntist þá á að samsæriskenningasmiðir væru þegar farnir að tengja saman birtingu úrskurðarins og birtingu listans yfir umsækjendur um skrifstofustjórastöðuna hjá ráðuneytinu. Laufey sagðist ekki vilja trúa því að birtingin væri hluti af umsóknarferlinu ef blaðamaður væri að ýja að því. Hins vegar nefndi hún að það væri sérkennilegt að það hafi ekki fleiri sambærilegir úrskurðir komið nýlega inn á vefinn. Blaðamaður sendi fyrirspurn á ráðuneytisstjóra viðskipta- og menningarmálaráðuneytisins, Sigrúnu Brynju Einarsdóttir, vegna úrskurðarins til að forvitnast fyrir um birtingu úrskurðarins og þennan langa biðtíma. Svar við fyrirspurninni hefur ekki enn borist.
Stjórnsýsla Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Alls sóttu átján manns um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með næstu mánaðarmótum. 12. apríl 2023 14:57 Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. 12. apríl 2023 10:14 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Laufey á meðal umsækjenda um starf skrifstofustjóra Alls sóttu átján manns um embætti skrifstofustjóra skrifstofu menningar og fjölmiðla hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með næstu mánaðarmótum. 12. apríl 2023 14:57
Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. 12. apríl 2023 10:14