McPherson lét skapið hlaupa með sig í gönur eftir leik gegn í Celtic í skosku úrvalsdeildinni fyrir ekki svo löngu. Í myndbandi sem náðist af atvikinu sást McPherson skalla knattspyrnustjóra Celtic í hnakkann þegar leikmenn og þjálfarar þökkuðu hver öðrum fyrir leikinn.
Hinn 52 ára gamli McPherson hefur beðist afsökunar og sagði í samtali við skoska knattspyrnusambandið að hann myndi taka þeirri refsingu sem hann fengi. Sú refsing hefur nú verið ákveðin, hann verður í banni í næstu sex leikjum liðsins.
Rangers er í 3. sæti deildarinnar með 59 stig, einu stigi á eftir Celtic sem er sæti ofar. Glasgow City trónir á toppnum með 68 stig.