Þrír mænuskaddaðir ofurhugar fara yfir Vatnajökul Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. apríl 2023 11:27 Frá æfingu þremenninganna á Íslandi í nóvember síðastliðnum. Skjáskot ITV Þrír mænuskaddaðir Bretar hefja ferð sína yfir Vatnajökul í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem teymi fatlaðra fjallgöngumanna fer án stuðnings yfir þennan stærsta jökul Evrópu. Breska sjónvarpsstöðin ITV greinir frá þessu. Mennirnir heita Ed Jackson, Darren Edwards og Niall McCann. Allir lentu þeir í alvarlegum slysum og sködduðu á sér mænuna. Í ferðinni safna þeir áheitum fyrir góðgerðafélagið Millimetres to Mountains, sem Jackson kom á fót. En félagið hjálpar fólki að komast yfir stór áföll í lífinu með því að fara í ævintýraferðir. Stefnan er sett á að safna 155 þúsund pundum, eða rúmlega 26 milljón krónum. Þremenningarnir komu til landsins í nóvember síðastliðnum til að æfa sig fyrir gönguna. En einn af þeim, Edwards, er algerlega lamaður fyrir neðan brjóst. Hinir eru með takmarkanir í útlimum. Ruðningskappi skall á sundlaugarbotni Ed Jackson er 34 ára gamall og var atvinnumaður í ruðningi. Spilaði hann meðal annars fyrir hið fornfræga lið Wasps, sem seinna fór í gjaldþrot, og fyrir yngri landslið Englands. Hann skaddaðist á mænu þegar hann dýfði sér ofan í sundlaug í aprílmánuði árið 2017 og lenti á höfðinu á botninum. Jackson var atvinnumaður í ruðningi og spilaði fyrir yngri landslið Englands. Jackson hefur ekki látið fötlunina stöðva sig og hefur meðal annars klifið fjallið Mera Peak í Himalayafjöllunum síðan. 7 maraþon á 7 dögum í 7 heimsálfum Eftir að Jackson slasaðist kynntist hann Edwards og McCann. Edwards slasaðist alvarlega í fjallgöngu í Wales í ágústmánuði árið 2016. Hann féll rúma 10 metra og hefur síðan verið lamaður frá brjósti og niður úr. Edwards er lamaður eftir fjallgönguslys. Rétt eins og Jackson hefur Edwards ekki látið slysið stöðva sig. Fyrr á þessu ári keppti Edwards í 7 maraþonhlaupum með handhjóli á 7 dögum í 7 heimsálfum. Fallhlífarstökk endaði á kletti Niall McCann hryggbrotnaði og skaddaði mænuna í fallhlífarslysi árið 2016. En hann skall á kletti á fjallinu Pen Y Fan í Wales á 80 kílómetra hraða á klukkustund og féll til jarðar. Niall McCann eftir fallhlífarslys árið 2016. McCann er mikill áhugamaður um ævintýraferðir á köldum stöðum og hefur meðal annars farið á skíðum yfir Grænlandsjökul, hjólað yfir Himalayja fjöllin og róið á kanó á Yukon fljótinu í Kanada og Alaska. Ferðin yfir Vatnajökul er hins vegar hans fyrsta síðan hann lenti í slysinu. Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Mennirnir heita Ed Jackson, Darren Edwards og Niall McCann. Allir lentu þeir í alvarlegum slysum og sködduðu á sér mænuna. Í ferðinni safna þeir áheitum fyrir góðgerðafélagið Millimetres to Mountains, sem Jackson kom á fót. En félagið hjálpar fólki að komast yfir stór áföll í lífinu með því að fara í ævintýraferðir. Stefnan er sett á að safna 155 þúsund pundum, eða rúmlega 26 milljón krónum. Þremenningarnir komu til landsins í nóvember síðastliðnum til að æfa sig fyrir gönguna. En einn af þeim, Edwards, er algerlega lamaður fyrir neðan brjóst. Hinir eru með takmarkanir í útlimum. Ruðningskappi skall á sundlaugarbotni Ed Jackson er 34 ára gamall og var atvinnumaður í ruðningi. Spilaði hann meðal annars fyrir hið fornfræga lið Wasps, sem seinna fór í gjaldþrot, og fyrir yngri landslið Englands. Hann skaddaðist á mænu þegar hann dýfði sér ofan í sundlaug í aprílmánuði árið 2017 og lenti á höfðinu á botninum. Jackson var atvinnumaður í ruðningi og spilaði fyrir yngri landslið Englands. Jackson hefur ekki látið fötlunina stöðva sig og hefur meðal annars klifið fjallið Mera Peak í Himalayafjöllunum síðan. 7 maraþon á 7 dögum í 7 heimsálfum Eftir að Jackson slasaðist kynntist hann Edwards og McCann. Edwards slasaðist alvarlega í fjallgöngu í Wales í ágústmánuði árið 2016. Hann féll rúma 10 metra og hefur síðan verið lamaður frá brjósti og niður úr. Edwards er lamaður eftir fjallgönguslys. Rétt eins og Jackson hefur Edwards ekki látið slysið stöðva sig. Fyrr á þessu ári keppti Edwards í 7 maraþonhlaupum með handhjóli á 7 dögum í 7 heimsálfum. Fallhlífarstökk endaði á kletti Niall McCann hryggbrotnaði og skaddaði mænuna í fallhlífarslysi árið 2016. En hann skall á kletti á fjallinu Pen Y Fan í Wales á 80 kílómetra hraða á klukkustund og féll til jarðar. Niall McCann eftir fallhlífarslys árið 2016. McCann er mikill áhugamaður um ævintýraferðir á köldum stöðum og hefur meðal annars farið á skíðum yfir Grænlandsjökul, hjólað yfir Himalayja fjöllin og róið á kanó á Yukon fljótinu í Kanada og Alaska. Ferðin yfir Vatnajökul er hins vegar hans fyrsta síðan hann lenti í slysinu.
Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira