Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. apríl 2023 10:14 Laufey Guðjónsdóttir var forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar í tuttugu ár og lét af störfum í febrúar síðastliðnum. Kvikmyndamiðstöð Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. Forsvarsmenn myndar sem sóttu um eftirvinnslustyrk 2017 og fengu tvisvar synjun kærðu Kvikmyndamiðstöð til mennta- og menningarmálaráðuneytisins árið 2019. Úrskurður í málinu féll árið 2020 en var ekki birtur opinberlega fyrr en fjórða apríl síðastliðinn. Sú staðreynd er sérstaklega áhugaverð í ljósi þess að þá voru tveir mánuðir liðnir frá því að Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar til tuttugu ára, hætti hjá stofnuninni en hún fær sérstaklega vonda umsögn í úrskurði ráðuneytisins. Fengu fyrst jákvæða umsögn Forsvarsmenn ónefndrar myndar sóttu um eftirvinnslustyrk fyrir kvikmyndaverkefni úr Kvikmyndasjóði í nóvember 2017. Sjö mánuðum síðar, í júní 2018, var þeim greint frá því að styrknum hefði verið hafnað af framleiðslustjóra Kvikmyndamiðstöðvar með hliðsjón af umsögn tveggja kvikmyndaráðgjafa. Forsvarsmennirnir óskuðu í kjölfarið eftir umsögn kvikmyndaráðgjafans sem Kvikmyndamiðstöð sendi samdægurs. Þar komu þau á framfæri andmælum og spurningum við umsögn fyrsta ráðgjafans og óskuðu auk þess eftir fyrri umsögn hans sem var jákvæð. Forsvarsmenn sóttu síðan um annan styrk í desember 2018 fyrir sama verkefni og óskuðu eftir öðrum kvikmyndaráðgjafa. Umsóknin var þá send þriðja ráðgjafanum en sá veiktist skyndilega í febrúar 2019. Þá var umsóknin send á fjórða ráðgjafann til umsagnar. Neikvæð umsögn þessa fjórða ráðgjafa barst síðan með tölvupósti í mars 2019 og var forsvarsmönnum samdægurs tilkynnt um synjun á eftirvinnslustyrk. Í sama mánuði ákváðu forsvarsmennirnir að kæra synjun Kvikmyndamiðstöðvar til ráðuneytisins. Töldu kvikmyndaráðgjafa vanhæfan og skorta rökstuðning Í kærunni gerði kærandi athugasemdir við fjölda atriða í umsóknarferlinu. Í fyrsta lagi að jákvæð umsögn fyrsta ráðgjafans hafi legið fyrir í upphafi umsóknar en sex mánuðum síðar hafi henni verið synjað. Í öðru lagi að í synjuninni hafi hvergi komið fram rökstuðningur fyrir henni fyrir utan það sem koma fram í umsögnum kvikmyndaráðgjafa. Í þriðja lagi að hvergi hefði verið hægt að sjá að forstöðumaður hafi tekið efnislega afstöðu til málsins. Þegar kærandi hafi síðan óskað eftir rökstuðningi við seinni synjun hafi þau fengið svarið „Í raun er aldrei nein ein ástæða höfnunar – niðurstaðan byggir á þó nokkrum þáttum eins og komið hefur fram, enda hefur sjóðurinn úr takmörkuðu fjármagni að spila og berast margar góðar umsóknir.“ Taldi kærandi það ekki vera fullnægjandi rökstuðning. Einnig taldi kærandi að fjórði kvikmyndaráðgjafinn hafi verið vanhæf á grunni viðskiptalegra hagsmuna og tengsla. Að lokum gerðu kærandi athugasemd við að fyrri hluti umsóknarferlisins hafi tekið sjö mánuði. Í ljósi allra þessara atriða fór kærandi fram á að úrskurðurinn um synjun yrði felldur úr gildi. Efnistök myndarinnar sögð ófrumleg en ráðgjafinn ekki vanhæfur Kvikmyndmiðstöð svaraði athugasemdum kærenda. Þar segir að fyrsti ráðgjafinn hafi snúið upphaflegri umsögn sinni eftir að nauðsynleg viðbótargögn bárust. Því hafi upphafleg jákvæð umsögn hans breyst í neikvæða og var forstöðumaður sömu skoðunar. Við seinni synjun benti Kvikmyndamiðstöð á að forstöðumaður hafi farið yfir umsóknina í heild sinni auk umsagnar ráðgjafans og tekið efnislega afstöðu á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Forstöðumaðurinn hafi verið efnislega sammála fjórða ráðgjafanum og vísað til hennar í rökstuðningi fyrir höfnuninni. Þá hafnaði Kvikmyndamiðstöð því að málshraðaregla stjórnsýslulaga hafi verið brotin. Ástæða langs málsmeðferðartíma í þessu máli hafi mátt rekja til ófullnægjandi umsóknar kæranda. Afgreiðsla málsins hafi síðan tafist sökum skyndilegra veikinda þriðja kvikmyndaráðgjafans og var kærandi upplýstur um það. Þá benti Kvikmyndamiðstöð á að í neikvæðri umsögn fjórða kvikmyndaráðgjafans hafi verið farið vel yfir verkefnið og fundið að ýmsum atriðum. Meðal annars eru þau að höfundinum „tekst ekki að skapa sannfærandi, sjálfstæðan söguheim. Honum tekst ekki heldur að sýna okkur þróun eða dýpt í samskiptum lykilpersóna“. Þá séu efnistök myndarinnar talin ófrumleg, staðfærslan ósannfærandi og verkefnið ekki talið til þess fallið að jafna hlut kynjanna. Forstöðumaður fær vonda umsögn Úrskurðarnefnd féllst á að fella synjunina úr gildi. Meðal annars vegna þess að rökstuðningur fyrir synjuninni var ekki fullnægjandi og að kæranda hafi ekki verið gert kleyft að bregðast við umsögninni. Þá vegi þungt að í gögnum málsins sé hvergi að sjá að forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar hafi tekið ákvörðun um synjun á umsókn framleiðendanna. Í úrskurðinum segir enn fremur „Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar skrifar ekki undir ákvörðun um synjun og kemur nafn forstöðumanns hvergi fyrir í bréfi til kæranda“. Þá sé ósamræmi í gögnum málsins og málsástæðna Kvikmyndamiðstöðvar um aðkomu forstöðumanns. Í gögnum málsins er hvergi að finna tölvupósta frá forstöðumanni, hvorki til kvikmyndaráðgjafa né annarra starfsmanna Kvikmyndamiðstöðvar með fyrirmælum til þeirra. Undir lok úrskurðarins segir síðan „Eðli málsins samkvæmt er það lágmarkskrafa að forstöðumaður sem taka á endanlega ákvörðun skrifi undir ákvarðanir á grundvelli stöðu sinnar og umboðs. Aðili máls hefur að öðrum kosti enga leið að vita að forstöðumaður hafi tekið hina endanlegu ákvörðun og lögum verið fylgt“. Niðurstaðan sé því að formlegir annmarkar á málsmeðferðinni séu það veigamiklir að ekki sé annað hægt en að ógilda ákvörðun Kvikmyndmiðstöðvar Íslands um synjun á eftirvinnslustyrk vegna verkefnisins Kvikmyndaráðgjafi úrskurðuð vanhæf Niðurstaða úrskurðarnefndar var einnig að úrskurða kvikmyndaráðgjafa vanhæfan. Kærandi benti á í kærunni að ráðgjafinn væri skráður stjórnarformaður tveggja félaga innan kvikmyndaiðnaðarins og annað þeirra hafi fengið kynningarstyrk frá Kvikmyndasjóði. Þá hafi annar forsvarsaðili félaganna tveggja og fyrrum aðalframleiðandi tveggja kvikmynda við hlið kvikmyndaráðgjafans fengið þróunarstyrk og vilyrði fyrir eftirvinnslustyrk fyrir eitt verkefna sinna á meðan umsókn kæranda var til meðferðar. Í úrskurðinum segir að með hliðsjón af gögnum málsins, ákvæðum reglugerðar um Kvikmyndasjóð og stjórnsýslulögum verður að telja hagsmuni og tengsl kvikmyndaráðgjafans séu það veigamikil að þau leiði til þess að hann teljist vanhæfur á grundvelli reglugerðar um Kvikmyndasjóð og stjórnsýslulaga. Kvikmyndagerð á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Gísli Snær nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Gísli Snær Erlingsson var nú rétt í þessu skipaður nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þetta herma heimildir fréttastofu. Skipan hans er til fimm ára. 20. febrúar 2023 15:14 Benedikt segir Laufeyju skreyta sig stolnum fjöðrum Skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar er úti. Benedikt Erlingsson leikari og kvikmyndaleikstjóri skrifaði henni harðort bréf í kveðjuskyni sem hann birti á Facebook-síðu sinni. 20. febrúar 2023 14:59 Segir starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar einkennast af klíkuskap og valdníðslu Hjálmar Einarsson kvikmyndagerðarmaður hefur ritað afar harðorða grein þar sem hann lýsir ófremdarástandi innan kvikmyndageirans sem rekja megi til vinnubragða Kvikmyndamiðstöðvar Íslands; að úthlutanir úr kvikmyndasjóði séu undirorpnar klíkuskap og vinahygli. 27. október 2022 10:49 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Forsvarsmenn myndar sem sóttu um eftirvinnslustyrk 2017 og fengu tvisvar synjun kærðu Kvikmyndamiðstöð til mennta- og menningarmálaráðuneytisins árið 2019. Úrskurður í málinu féll árið 2020 en var ekki birtur opinberlega fyrr en fjórða apríl síðastliðinn. Sú staðreynd er sérstaklega áhugaverð í ljósi þess að þá voru tveir mánuðir liðnir frá því að Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar til tuttugu ára, hætti hjá stofnuninni en hún fær sérstaklega vonda umsögn í úrskurði ráðuneytisins. Fengu fyrst jákvæða umsögn Forsvarsmenn ónefndrar myndar sóttu um eftirvinnslustyrk fyrir kvikmyndaverkefni úr Kvikmyndasjóði í nóvember 2017. Sjö mánuðum síðar, í júní 2018, var þeim greint frá því að styrknum hefði verið hafnað af framleiðslustjóra Kvikmyndamiðstöðvar með hliðsjón af umsögn tveggja kvikmyndaráðgjafa. Forsvarsmennirnir óskuðu í kjölfarið eftir umsögn kvikmyndaráðgjafans sem Kvikmyndamiðstöð sendi samdægurs. Þar komu þau á framfæri andmælum og spurningum við umsögn fyrsta ráðgjafans og óskuðu auk þess eftir fyrri umsögn hans sem var jákvæð. Forsvarsmenn sóttu síðan um annan styrk í desember 2018 fyrir sama verkefni og óskuðu eftir öðrum kvikmyndaráðgjafa. Umsóknin var þá send þriðja ráðgjafanum en sá veiktist skyndilega í febrúar 2019. Þá var umsóknin send á fjórða ráðgjafann til umsagnar. Neikvæð umsögn þessa fjórða ráðgjafa barst síðan með tölvupósti í mars 2019 og var forsvarsmönnum samdægurs tilkynnt um synjun á eftirvinnslustyrk. Í sama mánuði ákváðu forsvarsmennirnir að kæra synjun Kvikmyndamiðstöðvar til ráðuneytisins. Töldu kvikmyndaráðgjafa vanhæfan og skorta rökstuðning Í kærunni gerði kærandi athugasemdir við fjölda atriða í umsóknarferlinu. Í fyrsta lagi að jákvæð umsögn fyrsta ráðgjafans hafi legið fyrir í upphafi umsóknar en sex mánuðum síðar hafi henni verið synjað. Í öðru lagi að í synjuninni hafi hvergi komið fram rökstuðningur fyrir henni fyrir utan það sem koma fram í umsögnum kvikmyndaráðgjafa. Í þriðja lagi að hvergi hefði verið hægt að sjá að forstöðumaður hafi tekið efnislega afstöðu til málsins. Þegar kærandi hafi síðan óskað eftir rökstuðningi við seinni synjun hafi þau fengið svarið „Í raun er aldrei nein ein ástæða höfnunar – niðurstaðan byggir á þó nokkrum þáttum eins og komið hefur fram, enda hefur sjóðurinn úr takmörkuðu fjármagni að spila og berast margar góðar umsóknir.“ Taldi kærandi það ekki vera fullnægjandi rökstuðning. Einnig taldi kærandi að fjórði kvikmyndaráðgjafinn hafi verið vanhæf á grunni viðskiptalegra hagsmuna og tengsla. Að lokum gerðu kærandi athugasemd við að fyrri hluti umsóknarferlisins hafi tekið sjö mánuði. Í ljósi allra þessara atriða fór kærandi fram á að úrskurðurinn um synjun yrði felldur úr gildi. Efnistök myndarinnar sögð ófrumleg en ráðgjafinn ekki vanhæfur Kvikmyndmiðstöð svaraði athugasemdum kærenda. Þar segir að fyrsti ráðgjafinn hafi snúið upphaflegri umsögn sinni eftir að nauðsynleg viðbótargögn bárust. Því hafi upphafleg jákvæð umsögn hans breyst í neikvæða og var forstöðumaður sömu skoðunar. Við seinni synjun benti Kvikmyndamiðstöð á að forstöðumaður hafi farið yfir umsóknina í heild sinni auk umsagnar ráðgjafans og tekið efnislega afstöðu á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Forstöðumaðurinn hafi verið efnislega sammála fjórða ráðgjafanum og vísað til hennar í rökstuðningi fyrir höfnuninni. Þá hafnaði Kvikmyndamiðstöð því að málshraðaregla stjórnsýslulaga hafi verið brotin. Ástæða langs málsmeðferðartíma í þessu máli hafi mátt rekja til ófullnægjandi umsóknar kæranda. Afgreiðsla málsins hafi síðan tafist sökum skyndilegra veikinda þriðja kvikmyndaráðgjafans og var kærandi upplýstur um það. Þá benti Kvikmyndamiðstöð á að í neikvæðri umsögn fjórða kvikmyndaráðgjafans hafi verið farið vel yfir verkefnið og fundið að ýmsum atriðum. Meðal annars eru þau að höfundinum „tekst ekki að skapa sannfærandi, sjálfstæðan söguheim. Honum tekst ekki heldur að sýna okkur þróun eða dýpt í samskiptum lykilpersóna“. Þá séu efnistök myndarinnar talin ófrumleg, staðfærslan ósannfærandi og verkefnið ekki talið til þess fallið að jafna hlut kynjanna. Forstöðumaður fær vonda umsögn Úrskurðarnefnd féllst á að fella synjunina úr gildi. Meðal annars vegna þess að rökstuðningur fyrir synjuninni var ekki fullnægjandi og að kæranda hafi ekki verið gert kleyft að bregðast við umsögninni. Þá vegi þungt að í gögnum málsins sé hvergi að sjá að forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar hafi tekið ákvörðun um synjun á umsókn framleiðendanna. Í úrskurðinum segir enn fremur „Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar skrifar ekki undir ákvörðun um synjun og kemur nafn forstöðumanns hvergi fyrir í bréfi til kæranda“. Þá sé ósamræmi í gögnum málsins og málsástæðna Kvikmyndamiðstöðvar um aðkomu forstöðumanns. Í gögnum málsins er hvergi að finna tölvupósta frá forstöðumanni, hvorki til kvikmyndaráðgjafa né annarra starfsmanna Kvikmyndamiðstöðvar með fyrirmælum til þeirra. Undir lok úrskurðarins segir síðan „Eðli málsins samkvæmt er það lágmarkskrafa að forstöðumaður sem taka á endanlega ákvörðun skrifi undir ákvarðanir á grundvelli stöðu sinnar og umboðs. Aðili máls hefur að öðrum kosti enga leið að vita að forstöðumaður hafi tekið hina endanlegu ákvörðun og lögum verið fylgt“. Niðurstaðan sé því að formlegir annmarkar á málsmeðferðinni séu það veigamiklir að ekki sé annað hægt en að ógilda ákvörðun Kvikmyndmiðstöðvar Íslands um synjun á eftirvinnslustyrk vegna verkefnisins Kvikmyndaráðgjafi úrskurðuð vanhæf Niðurstaða úrskurðarnefndar var einnig að úrskurða kvikmyndaráðgjafa vanhæfan. Kærandi benti á í kærunni að ráðgjafinn væri skráður stjórnarformaður tveggja félaga innan kvikmyndaiðnaðarins og annað þeirra hafi fengið kynningarstyrk frá Kvikmyndasjóði. Þá hafi annar forsvarsaðili félaganna tveggja og fyrrum aðalframleiðandi tveggja kvikmynda við hlið kvikmyndaráðgjafans fengið þróunarstyrk og vilyrði fyrir eftirvinnslustyrk fyrir eitt verkefna sinna á meðan umsókn kæranda var til meðferðar. Í úrskurðinum segir að með hliðsjón af gögnum málsins, ákvæðum reglugerðar um Kvikmyndasjóð og stjórnsýslulögum verður að telja hagsmuni og tengsl kvikmyndaráðgjafans séu það veigamikil að þau leiði til þess að hann teljist vanhæfur á grundvelli reglugerðar um Kvikmyndasjóð og stjórnsýslulaga.
Kvikmyndagerð á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Gísli Snær nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Gísli Snær Erlingsson var nú rétt í þessu skipaður nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þetta herma heimildir fréttastofu. Skipan hans er til fimm ára. 20. febrúar 2023 15:14 Benedikt segir Laufeyju skreyta sig stolnum fjöðrum Skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar er úti. Benedikt Erlingsson leikari og kvikmyndaleikstjóri skrifaði henni harðort bréf í kveðjuskyni sem hann birti á Facebook-síðu sinni. 20. febrúar 2023 14:59 Segir starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar einkennast af klíkuskap og valdníðslu Hjálmar Einarsson kvikmyndagerðarmaður hefur ritað afar harðorða grein þar sem hann lýsir ófremdarástandi innan kvikmyndageirans sem rekja megi til vinnubragða Kvikmyndamiðstöðvar Íslands; að úthlutanir úr kvikmyndasjóði séu undirorpnar klíkuskap og vinahygli. 27. október 2022 10:49 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Gísli Snær nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Gísli Snær Erlingsson var nú rétt í þessu skipaður nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þetta herma heimildir fréttastofu. Skipan hans er til fimm ára. 20. febrúar 2023 15:14
Benedikt segir Laufeyju skreyta sig stolnum fjöðrum Skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar er úti. Benedikt Erlingsson leikari og kvikmyndaleikstjóri skrifaði henni harðort bréf í kveðjuskyni sem hann birti á Facebook-síðu sinni. 20. febrúar 2023 14:59
Segir starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar einkennast af klíkuskap og valdníðslu Hjálmar Einarsson kvikmyndagerðarmaður hefur ritað afar harðorða grein þar sem hann lýsir ófremdarástandi innan kvikmyndageirans sem rekja megi til vinnubragða Kvikmyndamiðstöðvar Íslands; að úthlutanir úr kvikmyndasjóði séu undirorpnar klíkuskap og vinahygli. 27. október 2022 10:49