Það er enski miðillinn The Guardian sem greinir frá þessu, en Bellingham hefur verið ofarlega á óskalista Liverpool í rúmt ár.
Félagið hefur hins vegar ákveðið að draga sig úr kapphlaupinu um þennan eftirsótta leikmann þar sem verðmiðinn er hár og liðið þarf að öllum líkindum að styrkja sig á fleiri stöðum á vellinum. Liverpool mun því þurfa að eiga fjármagn til að geta styrkt umræddar stöður.
Liverpool have cooled their interest in Jude Bellingham — as reported by UK media tonight. No bid as Liverpool will no longer work on this deal at current conditions. 🚨🔴🏴
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 11, 2023
Package worth more than £130m now considered too expensive.#LFC will sign 2/3 midfielders in any case. pic.twitter.com/Ek7DvSevlx
Dortmund er sagt vilja fá í kringum 135 milljónir punda fyrir leikmanninn, en það samsvarar rúmum 23 milljörðum íslenskra króna. Lið á borð við Real Madrid, Manchester City, Paris Saint-Germain og Chelsea eru hins vegar enn sögð áhugasöm um að klófesta þennan 19 ára Englending.