„Það skemmir ekki hár“ Máni Snær Þorláksson skrifar 11. apríl 2023 23:54 Helga Árnadóttir segir að vatnið í Bláa lóninu skemmi ekki hár. Vísir/Vilhelm Myndbönd þar sem fólk segir hárið sitt vera ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið hafa vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir þó að innihaldsefni lónsins skemmi ekki hár, þvert á móti hafi þau góð áhrif á það. „Hárið á mér er ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið,“ segir í myndbandi sem hefur fengið rúmlega tuttugu milljónir áhorfa á samfélagsmiðlinum TikTok. Í myndbandinu segir kona að nafni Kat Wellington að hún hafi sett hárið ofan í lónið og í kjölfarið hafi það skemmst. Í öðru myndbandi sem hún birti síðar segir hún að hárið líti vel út en áferðin á því sé slæm. Wellington er ekki sú eina sem hefur birt myndbönd af þessu tagi. Fleiri notendur á TikTok hafa svipaða sögu að segja og svo hafa aðrir varað fólk við því að setja hárið ofan í lónið. Bláa lónið skemmi ekki hár Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, segir þó í svari við fyrirspurn fréttastofu að lónið skemmi ekki hárið á fólki: „Einstök innihaldsefni Bláa Lónsins eins og kísill og steinefni hafa jákvæð og góð áhrif á bæði húð og hár. Það skemmir ekki hár. Vissulega breytist áferð hársins til skamms tíma, eins og vel er þekkt, ef gestir nota ekki þá hárnæringu sem þeim er boðið uppá við heimsókn í lónið.“ Helga segir jafnframt að gestir séu upplýstir um eiginleika vatnsins í Bláa lóninu við komuna þangað. Þá sé þeim einnig leiðbeint og sagt frá áhrifum vatnsins. Gestir almennt ánægðir Sem fyrr segir hafa myndböndin um áhrif lónsins á hár vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Helga segir að það sé aldrei gott þegar „óupplýst umræða fer af stað.“ Hún bendir á að Bláa lónið sjálft hefur ekkert breyst síðastliðin þrjátíu ár. „Almennt eru gestir mjög ánægðir með dvöl sína í lóninu og kunna að meta áhrifamátt þess,“ segir hún. Þá sé fyrirtækið meðvitað um það sem fólk hefur verið að segja um áhrif lónsins: „Við fylgjumst með orðræðunni hverju sinni og bregðumst við eftir því sem við teljum að þurfa þyki.“ Bláa lónið Grindavík Hár og förðun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
„Hárið á mér er ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið,“ segir í myndbandi sem hefur fengið rúmlega tuttugu milljónir áhorfa á samfélagsmiðlinum TikTok. Í myndbandinu segir kona að nafni Kat Wellington að hún hafi sett hárið ofan í lónið og í kjölfarið hafi það skemmst. Í öðru myndbandi sem hún birti síðar segir hún að hárið líti vel út en áferðin á því sé slæm. Wellington er ekki sú eina sem hefur birt myndbönd af þessu tagi. Fleiri notendur á TikTok hafa svipaða sögu að segja og svo hafa aðrir varað fólk við því að setja hárið ofan í lónið. Bláa lónið skemmi ekki hár Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, segir þó í svari við fyrirspurn fréttastofu að lónið skemmi ekki hárið á fólki: „Einstök innihaldsefni Bláa Lónsins eins og kísill og steinefni hafa jákvæð og góð áhrif á bæði húð og hár. Það skemmir ekki hár. Vissulega breytist áferð hársins til skamms tíma, eins og vel er þekkt, ef gestir nota ekki þá hárnæringu sem þeim er boðið uppá við heimsókn í lónið.“ Helga segir jafnframt að gestir séu upplýstir um eiginleika vatnsins í Bláa lóninu við komuna þangað. Þá sé þeim einnig leiðbeint og sagt frá áhrifum vatnsins. Gestir almennt ánægðir Sem fyrr segir hafa myndböndin um áhrif lónsins á hár vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Helga segir að það sé aldrei gott þegar „óupplýst umræða fer af stað.“ Hún bendir á að Bláa lónið sjálft hefur ekkert breyst síðastliðin þrjátíu ár. „Almennt eru gestir mjög ánægðir með dvöl sína í lóninu og kunna að meta áhrifamátt þess,“ segir hún. Þá sé fyrirtækið meðvitað um það sem fólk hefur verið að segja um áhrif lónsins: „Við fylgjumst með orðræðunni hverju sinni og bregðumst við eftir því sem við teljum að þurfa þyki.“
Bláa lónið Grindavík Hár og förðun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira