Rekinn í burtu vegna stuðnings við Andrew Tate Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 10:01 Andrew Tate er til rannsóknar hjá lögreglu í Rúmeníu. Abbas Mohamad hefur tekið undir málflutning Tate á samfélagsmiðlum. Getty/Alex Nicodim og Gais.se Norska knattspyrnufélagið HamKam var fljótt að losa sig við Svíann Abbas Mohamad en ástæðan er stuðningur hans við málflutning Andrews Tate. Mohamad, sem er 24 ára, kom til reynslu hjá HamKam á föstudaginn og var hugsaður sem möguleg lausn vegna meiðsla Halvor Opsahl. Félagið losaði sig hins vegar við hann strax á laugardaginn, eftir að hafa komist að því af hverju Mohamad var látinn fara frá sínu síðasta félagsliði, GAIS í Svíþjóð, eftir skamma dvöl um síðustu áramót. Það var vegna stuðnings hans við Andrew Tate, sem lýst hefur verið sem holdgervingi eitraðrar karlmennsku og er nú til rannsóknar ásamt bróður sínum, sakaður um að hafa haldið konum föngnum sem þrælum og neytt þær í að framleiða klám. Stjórn HamKam var fljót að taka ákvörðun um að losa sig við Mohamad en Bent Svele, framkvæmdastjóri félagsins, viðurkennir að félagið hefði getað vandað sig betur við heimavinnuna áður en að þessum samningslausa leikmanni var boðið að koma til reynslu. „Þessar skoðanir og stuðningur við Andrew Tate rímar ekki við þau gildi sem félagið vill standa fyrir, og þau skilaboð fékk hann í gær og fór heim,“ sagði Svele við NRK á sunnudag. „Félagaskiptaglugginn var lokaður svo að við þurftum að finna leikmann sem var ekki samningsbundinn öðru félagi. Þá dúkka upp leikmenn og við bjóðum þeim til reynslu en skoðum ekki ítarlega bakgrunn þeirra. Það má vel vera að við hefðum átt að komast að þessu fyrr, áður en hann kom, en svona var þetta nú,“ sagði Svele. Mohamad hefur ekki tjáð sig um málið en birti mynd af sér á Instagram þar sem hann sagði að ef hann myndi segja eitthvað þá myndi hann lenda í miklum vandræðum. Norski boltinn Mál Andrew Tate Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjá meira
Mohamad, sem er 24 ára, kom til reynslu hjá HamKam á föstudaginn og var hugsaður sem möguleg lausn vegna meiðsla Halvor Opsahl. Félagið losaði sig hins vegar við hann strax á laugardaginn, eftir að hafa komist að því af hverju Mohamad var látinn fara frá sínu síðasta félagsliði, GAIS í Svíþjóð, eftir skamma dvöl um síðustu áramót. Það var vegna stuðnings hans við Andrew Tate, sem lýst hefur verið sem holdgervingi eitraðrar karlmennsku og er nú til rannsóknar ásamt bróður sínum, sakaður um að hafa haldið konum föngnum sem þrælum og neytt þær í að framleiða klám. Stjórn HamKam var fljót að taka ákvörðun um að losa sig við Mohamad en Bent Svele, framkvæmdastjóri félagsins, viðurkennir að félagið hefði getað vandað sig betur við heimavinnuna áður en að þessum samningslausa leikmanni var boðið að koma til reynslu. „Þessar skoðanir og stuðningur við Andrew Tate rímar ekki við þau gildi sem félagið vill standa fyrir, og þau skilaboð fékk hann í gær og fór heim,“ sagði Svele við NRK á sunnudag. „Félagaskiptaglugginn var lokaður svo að við þurftum að finna leikmann sem var ekki samningsbundinn öðru félagi. Þá dúkka upp leikmenn og við bjóðum þeim til reynslu en skoðum ekki ítarlega bakgrunn þeirra. Það má vel vera að við hefðum átt að komast að þessu fyrr, áður en hann kom, en svona var þetta nú,“ sagði Svele. Mohamad hefur ekki tjáð sig um málið en birti mynd af sér á Instagram þar sem hann sagði að ef hann myndi segja eitthvað þá myndi hann lenda í miklum vandræðum.
Norski boltinn Mál Andrew Tate Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjá meira