Leeds dæmt til að greiða fyrrum lánsmanni rúma fjóra milljarða Smári Jökull Jónsson skrifar 11. apríl 2023 07:01 Augustin verður ekki í vandræðum með fjárhaginn á næstunni. Vísir/Getty Leeds United hefur verið dæmt til að greiða Jean-Kevin Augustin rúma fjóra milljarða króna fyrir brot á samningi. Augustin var á láni hjá Leeds vorið 2020 en aldrei varð af endanlegum félagaskiptum. Jean-Kevin Augustin var leikmaður RB Leipzig á árunum 2017-2020 en var lánaður til Leeds í janúar 2020. Hluti af lánssamningnum á milli félaganna var að Leeds myndi kaupa Augustin frá þýska félaginu að samningnum loknum fyrir 21 milljón punda ef Leeds myndi tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni um vorið. Leeds fór upp en var ekki ánægt með framlag Augustin sem spilaði aðeins 48 mínútur þá tæpu sex mánuði sem hann var á láni hjá félaginu. Forráðamenn Leeds ákváðu að bera fyrir sig að það átti að ganga frá samningnum fyrir 30. júní en tímabilinu lauk ekki fyrr en um miðjan júlí vegna kórónuveirufaraldsins. Stuðningsmenn Leeds myndu eflaust ekki taka Jean-Kevin Augustin fagnandi ef hann léti sjá sig á Elland Road í dag.Vísir/Getty RB Leipzig var ekki ánægt með þessa afsökun Leeds og höfðaði mál gegn enska liðinu. Dómstóll FIFA úrskurðaði RB Leipzig í hag, að Leeds hefði brotið gegn samningi og þyrfti að greiða umsamið kaupverð. Leeds áfrýjaði málinu en Alþjóðaíþróttadómstóllinn (CAS) komst að sömu niðurstöðu og FIFA. Félögin náðu hins vegar samkomulagi í desember síðastliðnum um að Leeds skyldi greiða RB Leipzig 15 milljónir punda og héldu flestir að málinu væri þar með lokið. Því var Jean-Kevin Augustin ekki sammála. Hann höfðaði mál gegn Leeds vegna þeirra launa sem hann taldi sig eiga rétt á hefði hann orðið leikmaður Leeds eins og samið hafði verið um. FIFA have ordered Leeds United to pay former player Jean-Kevin Augustin £24.5m for breach of contract This is in addition to #LUFC paying RB Leipzig £15.5m after a lengthy dispute He played just 48 minutes for the club across 3 sub appearances (Via @David_Ornstein) pic.twitter.com/m89MXdaiIU— SPORTbible (@sportbible) April 10, 2023 Nú hefur dómstóll FIFA úrskurðað í málinu og er úrskurðurinn Augustin í hag. Leeds þarf að greiða honum laun miðað við 90.000 pund í laun á viku í fimm ár. Það gera samtals 24,5 milljónir punda eða rúma fjóra milljarða íslenskra króna. Leeds hefur áfrýjað úrskurði FIFA en hefur ekki tjáð sig um málið og ætlar ekki að gera það á meðan málið er enn óútkljáð. Jean-Kevin Augustin gekk til liðs við franska liðið Nantes haustið 2020 þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning. Hann er nú leikmaður Basel í Sviss en þangað fór hann á frjálsri sölu síðasta haust og hefur skorað fjögur mörk í átján leikjum. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Jean-Kevin Augustin var leikmaður RB Leipzig á árunum 2017-2020 en var lánaður til Leeds í janúar 2020. Hluti af lánssamningnum á milli félaganna var að Leeds myndi kaupa Augustin frá þýska félaginu að samningnum loknum fyrir 21 milljón punda ef Leeds myndi tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni um vorið. Leeds fór upp en var ekki ánægt með framlag Augustin sem spilaði aðeins 48 mínútur þá tæpu sex mánuði sem hann var á láni hjá félaginu. Forráðamenn Leeds ákváðu að bera fyrir sig að það átti að ganga frá samningnum fyrir 30. júní en tímabilinu lauk ekki fyrr en um miðjan júlí vegna kórónuveirufaraldsins. Stuðningsmenn Leeds myndu eflaust ekki taka Jean-Kevin Augustin fagnandi ef hann léti sjá sig á Elland Road í dag.Vísir/Getty RB Leipzig var ekki ánægt með þessa afsökun Leeds og höfðaði mál gegn enska liðinu. Dómstóll FIFA úrskurðaði RB Leipzig í hag, að Leeds hefði brotið gegn samningi og þyrfti að greiða umsamið kaupverð. Leeds áfrýjaði málinu en Alþjóðaíþróttadómstóllinn (CAS) komst að sömu niðurstöðu og FIFA. Félögin náðu hins vegar samkomulagi í desember síðastliðnum um að Leeds skyldi greiða RB Leipzig 15 milljónir punda og héldu flestir að málinu væri þar með lokið. Því var Jean-Kevin Augustin ekki sammála. Hann höfðaði mál gegn Leeds vegna þeirra launa sem hann taldi sig eiga rétt á hefði hann orðið leikmaður Leeds eins og samið hafði verið um. FIFA have ordered Leeds United to pay former player Jean-Kevin Augustin £24.5m for breach of contract This is in addition to #LUFC paying RB Leipzig £15.5m after a lengthy dispute He played just 48 minutes for the club across 3 sub appearances (Via @David_Ornstein) pic.twitter.com/m89MXdaiIU— SPORTbible (@sportbible) April 10, 2023 Nú hefur dómstóll FIFA úrskurðað í málinu og er úrskurðurinn Augustin í hag. Leeds þarf að greiða honum laun miðað við 90.000 pund í laun á viku í fimm ár. Það gera samtals 24,5 milljónir punda eða rúma fjóra milljarða íslenskra króna. Leeds hefur áfrýjað úrskurði FIFA en hefur ekki tjáð sig um málið og ætlar ekki að gera það á meðan málið er enn óútkljáð. Jean-Kevin Augustin gekk til liðs við franska liðið Nantes haustið 2020 þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning. Hann er nú leikmaður Basel í Sviss en þangað fór hann á frjálsri sölu síðasta haust og hefur skorað fjögur mörk í átján leikjum.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira