Leeds dæmt til að greiða fyrrum lánsmanni rúma fjóra milljarða Smári Jökull Jónsson skrifar 11. apríl 2023 07:01 Augustin verður ekki í vandræðum með fjárhaginn á næstunni. Vísir/Getty Leeds United hefur verið dæmt til að greiða Jean-Kevin Augustin rúma fjóra milljarða króna fyrir brot á samningi. Augustin var á láni hjá Leeds vorið 2020 en aldrei varð af endanlegum félagaskiptum. Jean-Kevin Augustin var leikmaður RB Leipzig á árunum 2017-2020 en var lánaður til Leeds í janúar 2020. Hluti af lánssamningnum á milli félaganna var að Leeds myndi kaupa Augustin frá þýska félaginu að samningnum loknum fyrir 21 milljón punda ef Leeds myndi tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni um vorið. Leeds fór upp en var ekki ánægt með framlag Augustin sem spilaði aðeins 48 mínútur þá tæpu sex mánuði sem hann var á láni hjá félaginu. Forráðamenn Leeds ákváðu að bera fyrir sig að það átti að ganga frá samningnum fyrir 30. júní en tímabilinu lauk ekki fyrr en um miðjan júlí vegna kórónuveirufaraldsins. Stuðningsmenn Leeds myndu eflaust ekki taka Jean-Kevin Augustin fagnandi ef hann léti sjá sig á Elland Road í dag.Vísir/Getty RB Leipzig var ekki ánægt með þessa afsökun Leeds og höfðaði mál gegn enska liðinu. Dómstóll FIFA úrskurðaði RB Leipzig í hag, að Leeds hefði brotið gegn samningi og þyrfti að greiða umsamið kaupverð. Leeds áfrýjaði málinu en Alþjóðaíþróttadómstóllinn (CAS) komst að sömu niðurstöðu og FIFA. Félögin náðu hins vegar samkomulagi í desember síðastliðnum um að Leeds skyldi greiða RB Leipzig 15 milljónir punda og héldu flestir að málinu væri þar með lokið. Því var Jean-Kevin Augustin ekki sammála. Hann höfðaði mál gegn Leeds vegna þeirra launa sem hann taldi sig eiga rétt á hefði hann orðið leikmaður Leeds eins og samið hafði verið um. FIFA have ordered Leeds United to pay former player Jean-Kevin Augustin £24.5m for breach of contract This is in addition to #LUFC paying RB Leipzig £15.5m after a lengthy dispute He played just 48 minutes for the club across 3 sub appearances (Via @David_Ornstein) pic.twitter.com/m89MXdaiIU— SPORTbible (@sportbible) April 10, 2023 Nú hefur dómstóll FIFA úrskurðað í málinu og er úrskurðurinn Augustin í hag. Leeds þarf að greiða honum laun miðað við 90.000 pund í laun á viku í fimm ár. Það gera samtals 24,5 milljónir punda eða rúma fjóra milljarða íslenskra króna. Leeds hefur áfrýjað úrskurði FIFA en hefur ekki tjáð sig um málið og ætlar ekki að gera það á meðan málið er enn óútkljáð. Jean-Kevin Augustin gekk til liðs við franska liðið Nantes haustið 2020 þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning. Hann er nú leikmaður Basel í Sviss en þangað fór hann á frjálsri sölu síðasta haust og hefur skorað fjögur mörk í átján leikjum. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira
Jean-Kevin Augustin var leikmaður RB Leipzig á árunum 2017-2020 en var lánaður til Leeds í janúar 2020. Hluti af lánssamningnum á milli félaganna var að Leeds myndi kaupa Augustin frá þýska félaginu að samningnum loknum fyrir 21 milljón punda ef Leeds myndi tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni um vorið. Leeds fór upp en var ekki ánægt með framlag Augustin sem spilaði aðeins 48 mínútur þá tæpu sex mánuði sem hann var á láni hjá félaginu. Forráðamenn Leeds ákváðu að bera fyrir sig að það átti að ganga frá samningnum fyrir 30. júní en tímabilinu lauk ekki fyrr en um miðjan júlí vegna kórónuveirufaraldsins. Stuðningsmenn Leeds myndu eflaust ekki taka Jean-Kevin Augustin fagnandi ef hann léti sjá sig á Elland Road í dag.Vísir/Getty RB Leipzig var ekki ánægt með þessa afsökun Leeds og höfðaði mál gegn enska liðinu. Dómstóll FIFA úrskurðaði RB Leipzig í hag, að Leeds hefði brotið gegn samningi og þyrfti að greiða umsamið kaupverð. Leeds áfrýjaði málinu en Alþjóðaíþróttadómstóllinn (CAS) komst að sömu niðurstöðu og FIFA. Félögin náðu hins vegar samkomulagi í desember síðastliðnum um að Leeds skyldi greiða RB Leipzig 15 milljónir punda og héldu flestir að málinu væri þar með lokið. Því var Jean-Kevin Augustin ekki sammála. Hann höfðaði mál gegn Leeds vegna þeirra launa sem hann taldi sig eiga rétt á hefði hann orðið leikmaður Leeds eins og samið hafði verið um. FIFA have ordered Leeds United to pay former player Jean-Kevin Augustin £24.5m for breach of contract This is in addition to #LUFC paying RB Leipzig £15.5m after a lengthy dispute He played just 48 minutes for the club across 3 sub appearances (Via @David_Ornstein) pic.twitter.com/m89MXdaiIU— SPORTbible (@sportbible) April 10, 2023 Nú hefur dómstóll FIFA úrskurðað í málinu og er úrskurðurinn Augustin í hag. Leeds þarf að greiða honum laun miðað við 90.000 pund í laun á viku í fimm ár. Það gera samtals 24,5 milljónir punda eða rúma fjóra milljarða íslenskra króna. Leeds hefur áfrýjað úrskurði FIFA en hefur ekki tjáð sig um málið og ætlar ekki að gera það á meðan málið er enn óútkljáð. Jean-Kevin Augustin gekk til liðs við franska liðið Nantes haustið 2020 þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning. Hann er nú leikmaður Basel í Sviss en þangað fór hann á frjálsri sölu síðasta haust og hefur skorað fjögur mörk í átján leikjum.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira