Patrekur: Þetta er bara ný keppni Smári Jökull Jónsson skrifar 10. apríl 2023 18:29 Patrekur Jóhannesson þungt hugsi. Vísir/Diego Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ósáttur með ýmis atriði í spilamennsku sinna manna eftir fjögurra marka ósigur á móti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í dag. Þetta var lokaleikur Stjörnunnar í deildinni og þurfa Garðbæingar að sætta við sjötta sætið í Olís-deildinni. „Þetta var færanýtingin, við vorum að fara með átta til níu skot úr hornunum. Við erum að koma okkur í fín færi en hann [Jovan Kukobat] var að verja mjög vel. Við vorum ekki að sinna vörninni vel, vorum frekar mjúkir á móti þeim. Við vissum alveg að þeir myndu koma á okkur með miklum krafti enda skoruðu þeir strax úr fyrstu sóknunum. “ „Við vorum nálægt þeim í fyrri hálfleik og komum okkur inn í leikinn þrátt fyrir þessa færanýtingu. Við fáum svo tvo skrýtna dóma á okkur sem enginn sá nema dómararnir. Það vantaði gæði í skotin hjá okkur og það var sem mér fannst muna,“ sagði Patrekur stuttu eftir leik. Fyrir leikinn átti Stjarnan möguleika á fjórða sætinu í deildinni en tapið í dag þýðir það að liðið endar í sjötta sæti og mæta Eyjamönnum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Markmiðið var efstu fjögur sætin, það var aðal markmiðið. Við erum ekki langt frá því en höfum verið að spila töluvert á nýju liði undanfarna leiki. Ég var mjög ánægður með leikinn á móti Selfoss, við tókum þá sannfærandi og síðan einnig Val. Við erum með marga nýja stráka þar sem við erum með fimm til sex lykilleikmenn upp í stúku eins og staðan er núna. Þannig þetta hefur verið nýtt verkefni fyrir okkur. Auðvitað hefði maður viljað vera ofar en við erum í þessu sæti og við tökum því.“ Næstu mótherjar Stjörnunnar, ÍBV, endaði í þriðja sæti í Olís-deildinni og eru þar af leiðandi með heimavallarréttinn. Ljóst er að Garðbæingar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum. „Þetta verkefni leggst vel í mig. Þetta er bara ný keppni og auðvitað ber maður virðingu fyrir Eyjamönnum. Erlingur er hrikalega fær og þeir eru með góða leikmenn. Þeir unnu Val núna sannfærandi og þetta er bara hörkuverkefni, við þurfum að ná okkar allra besta leik en ég hræðist ekki neitt. Það þýðir ekki að fara illa með færin og við þurfum að eiga okkar allra besta leik eins og við höfum sýnt á móti Selfoss og Val þó það vanti einhverja í liðinu okkar.“ Meiðslastaða Stjörnumanna er ekki góð um þessar mundir og eru þeir án margra lykilleikmanna. Leikmenn á borð við Hergeir Grímsson og Tandra Má Konráðsson voru ekki leikhæfir í dag. „Ég efa það að þessir leikmenn séu að koma til baka. Ég er ekki alltof bjartsýnn á það, vonandi getur eitthvað gerst en þessi höfuðmeiðsli sem eru að hrjá tvo leikmenn er erfitt að eiga við. Það er spurning með Tandra, þetta tekur ákveðinn tíma hjá honum,“ sagði Patrekur að lokum eftir síðasta deildarleik tímabilsins. Olís-deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
„Þetta var færanýtingin, við vorum að fara með átta til níu skot úr hornunum. Við erum að koma okkur í fín færi en hann [Jovan Kukobat] var að verja mjög vel. Við vorum ekki að sinna vörninni vel, vorum frekar mjúkir á móti þeim. Við vissum alveg að þeir myndu koma á okkur með miklum krafti enda skoruðu þeir strax úr fyrstu sóknunum. “ „Við vorum nálægt þeim í fyrri hálfleik og komum okkur inn í leikinn þrátt fyrir þessa færanýtingu. Við fáum svo tvo skrýtna dóma á okkur sem enginn sá nema dómararnir. Það vantaði gæði í skotin hjá okkur og það var sem mér fannst muna,“ sagði Patrekur stuttu eftir leik. Fyrir leikinn átti Stjarnan möguleika á fjórða sætinu í deildinni en tapið í dag þýðir það að liðið endar í sjötta sæti og mæta Eyjamönnum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Markmiðið var efstu fjögur sætin, það var aðal markmiðið. Við erum ekki langt frá því en höfum verið að spila töluvert á nýju liði undanfarna leiki. Ég var mjög ánægður með leikinn á móti Selfoss, við tókum þá sannfærandi og síðan einnig Val. Við erum með marga nýja stráka þar sem við erum með fimm til sex lykilleikmenn upp í stúku eins og staðan er núna. Þannig þetta hefur verið nýtt verkefni fyrir okkur. Auðvitað hefði maður viljað vera ofar en við erum í þessu sæti og við tökum því.“ Næstu mótherjar Stjörnunnar, ÍBV, endaði í þriðja sæti í Olís-deildinni og eru þar af leiðandi með heimavallarréttinn. Ljóst er að Garðbæingar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum. „Þetta verkefni leggst vel í mig. Þetta er bara ný keppni og auðvitað ber maður virðingu fyrir Eyjamönnum. Erlingur er hrikalega fær og þeir eru með góða leikmenn. Þeir unnu Val núna sannfærandi og þetta er bara hörkuverkefni, við þurfum að ná okkar allra besta leik en ég hræðist ekki neitt. Það þýðir ekki að fara illa með færin og við þurfum að eiga okkar allra besta leik eins og við höfum sýnt á móti Selfoss og Val þó það vanti einhverja í liðinu okkar.“ Meiðslastaða Stjörnumanna er ekki góð um þessar mundir og eru þeir án margra lykilleikmanna. Leikmenn á borð við Hergeir Grímsson og Tandra Má Konráðsson voru ekki leikhæfir í dag. „Ég efa það að þessir leikmenn séu að koma til baka. Ég er ekki alltof bjartsýnn á það, vonandi getur eitthvað gerst en þessi höfuðmeiðsli sem eru að hrjá tvo leikmenn er erfitt að eiga við. Það er spurning með Tandra, þetta tekur ákveðinn tíma hjá honum,“ sagði Patrekur að lokum eftir síðasta deildarleik tímabilsins.
Olís-deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn