Patrekur: Þetta er bara ný keppni Smári Jökull Jónsson skrifar 10. apríl 2023 18:29 Patrekur Jóhannesson þungt hugsi. Vísir/Diego Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ósáttur með ýmis atriði í spilamennsku sinna manna eftir fjögurra marka ósigur á móti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í dag. Þetta var lokaleikur Stjörnunnar í deildinni og þurfa Garðbæingar að sætta við sjötta sætið í Olís-deildinni. „Þetta var færanýtingin, við vorum að fara með átta til níu skot úr hornunum. Við erum að koma okkur í fín færi en hann [Jovan Kukobat] var að verja mjög vel. Við vorum ekki að sinna vörninni vel, vorum frekar mjúkir á móti þeim. Við vissum alveg að þeir myndu koma á okkur með miklum krafti enda skoruðu þeir strax úr fyrstu sóknunum. “ „Við vorum nálægt þeim í fyrri hálfleik og komum okkur inn í leikinn þrátt fyrir þessa færanýtingu. Við fáum svo tvo skrýtna dóma á okkur sem enginn sá nema dómararnir. Það vantaði gæði í skotin hjá okkur og það var sem mér fannst muna,“ sagði Patrekur stuttu eftir leik. Fyrir leikinn átti Stjarnan möguleika á fjórða sætinu í deildinni en tapið í dag þýðir það að liðið endar í sjötta sæti og mæta Eyjamönnum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Markmiðið var efstu fjögur sætin, það var aðal markmiðið. Við erum ekki langt frá því en höfum verið að spila töluvert á nýju liði undanfarna leiki. Ég var mjög ánægður með leikinn á móti Selfoss, við tókum þá sannfærandi og síðan einnig Val. Við erum með marga nýja stráka þar sem við erum með fimm til sex lykilleikmenn upp í stúku eins og staðan er núna. Þannig þetta hefur verið nýtt verkefni fyrir okkur. Auðvitað hefði maður viljað vera ofar en við erum í þessu sæti og við tökum því.“ Næstu mótherjar Stjörnunnar, ÍBV, endaði í þriðja sæti í Olís-deildinni og eru þar af leiðandi með heimavallarréttinn. Ljóst er að Garðbæingar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum. „Þetta verkefni leggst vel í mig. Þetta er bara ný keppni og auðvitað ber maður virðingu fyrir Eyjamönnum. Erlingur er hrikalega fær og þeir eru með góða leikmenn. Þeir unnu Val núna sannfærandi og þetta er bara hörkuverkefni, við þurfum að ná okkar allra besta leik en ég hræðist ekki neitt. Það þýðir ekki að fara illa með færin og við þurfum að eiga okkar allra besta leik eins og við höfum sýnt á móti Selfoss og Val þó það vanti einhverja í liðinu okkar.“ Meiðslastaða Stjörnumanna er ekki góð um þessar mundir og eru þeir án margra lykilleikmanna. Leikmenn á borð við Hergeir Grímsson og Tandra Má Konráðsson voru ekki leikhæfir í dag. „Ég efa það að þessir leikmenn séu að koma til baka. Ég er ekki alltof bjartsýnn á það, vonandi getur eitthvað gerst en þessi höfuðmeiðsli sem eru að hrjá tvo leikmenn er erfitt að eiga við. Það er spurning með Tandra, þetta tekur ákveðinn tíma hjá honum,“ sagði Patrekur að lokum eftir síðasta deildarleik tímabilsins. Olís-deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira
„Þetta var færanýtingin, við vorum að fara með átta til níu skot úr hornunum. Við erum að koma okkur í fín færi en hann [Jovan Kukobat] var að verja mjög vel. Við vorum ekki að sinna vörninni vel, vorum frekar mjúkir á móti þeim. Við vissum alveg að þeir myndu koma á okkur með miklum krafti enda skoruðu þeir strax úr fyrstu sóknunum. “ „Við vorum nálægt þeim í fyrri hálfleik og komum okkur inn í leikinn þrátt fyrir þessa færanýtingu. Við fáum svo tvo skrýtna dóma á okkur sem enginn sá nema dómararnir. Það vantaði gæði í skotin hjá okkur og það var sem mér fannst muna,“ sagði Patrekur stuttu eftir leik. Fyrir leikinn átti Stjarnan möguleika á fjórða sætinu í deildinni en tapið í dag þýðir það að liðið endar í sjötta sæti og mæta Eyjamönnum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Markmiðið var efstu fjögur sætin, það var aðal markmiðið. Við erum ekki langt frá því en höfum verið að spila töluvert á nýju liði undanfarna leiki. Ég var mjög ánægður með leikinn á móti Selfoss, við tókum þá sannfærandi og síðan einnig Val. Við erum með marga nýja stráka þar sem við erum með fimm til sex lykilleikmenn upp í stúku eins og staðan er núna. Þannig þetta hefur verið nýtt verkefni fyrir okkur. Auðvitað hefði maður viljað vera ofar en við erum í þessu sæti og við tökum því.“ Næstu mótherjar Stjörnunnar, ÍBV, endaði í þriðja sæti í Olís-deildinni og eru þar af leiðandi með heimavallarréttinn. Ljóst er að Garðbæingar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum. „Þetta verkefni leggst vel í mig. Þetta er bara ný keppni og auðvitað ber maður virðingu fyrir Eyjamönnum. Erlingur er hrikalega fær og þeir eru með góða leikmenn. Þeir unnu Val núna sannfærandi og þetta er bara hörkuverkefni, við þurfum að ná okkar allra besta leik en ég hræðist ekki neitt. Það þýðir ekki að fara illa með færin og við þurfum að eiga okkar allra besta leik eins og við höfum sýnt á móti Selfoss og Val þó það vanti einhverja í liðinu okkar.“ Meiðslastaða Stjörnumanna er ekki góð um þessar mundir og eru þeir án margra lykilleikmanna. Leikmenn á borð við Hergeir Grímsson og Tandra Má Konráðsson voru ekki leikhæfir í dag. „Ég efa það að þessir leikmenn séu að koma til baka. Ég er ekki alltof bjartsýnn á það, vonandi getur eitthvað gerst en þessi höfuðmeiðsli sem eru að hrjá tvo leikmenn er erfitt að eiga við. Það er spurning með Tandra, þetta tekur ákveðinn tíma hjá honum,“ sagði Patrekur að lokum eftir síðasta deildarleik tímabilsins.
Olís-deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira