Munu rannsaka olnbogaskot aðstoðardómarans á Robertson Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. apríl 2023 09:31 Skotanum Andrew Robertson var heitt í hamsi. Nick Potts/Getty Images Dómarasamtök ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, PGMOL, hafa hrint af stað rannsókn á atviki sem átti sér stað í leik Liverpool og Arsenal. Annar af aðstoðardómurum leiksins virtist gefa Andrew Robertson, leikmanni Liverpool, olnbogaskot. Liverpool og Arsenal mættust í stórleik á Anfield þar sem vægast sagt mikið var undir. Heimamenn eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti á meðan Skytturnar eru í baráttu um meistaratitilinn sjálfan. Gestirnir frá Lundúnum komust 2-0 yfir en tókst að missa það niður í jafntefli þó svo að Mohamed Salah hafi brennt af vítaspyrnu fyrir liðið frá Bítlaborginni. Lokatölur 2-2 en það var þó atvik sem tengdist dómurunum sem stal fyrirsögnunum. Constantine Hatzidakis, annar af aðstoðardómurum leiksins, virtist gefa Robertson olnbogaskot þegar fyrri hálfleik lauk. Leikmaðurinn virtist ósáttur með störf Hatzidakis og óð upp að honum. Robertson virðist stugga við aðstoðardómaranum sem lyftir upp olnboganum í kjölfarið. Vinstri bakvörðurinn brást einkar illa við og hlaut á endanum gult spjald vegna hegðunar sinnar. The PGMOL body, which governs referees in English football, has said it is investigating the incident between linesman Constantine Hatzidakis and Andy Robertson. pic.twitter.com/XLGXNqHl4P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 9, 2023 Roy Keane, sparkspekingur Sky Sports, segir Robertson hafa hagað sér eins og barn. „Hann ætti að hafa meiri áhyggjur af varnarleiknum hjá sér. Hann rífur í aðstoðardómarann fyrst.“ Dómarasamtökin hafa gefið út að þau muni rannsaka atvikið áður en ákvörðun verður tekin. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mitrovic fékk langt bann fyrir að ýta dómaranum Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, hefur verið úrskurðaður í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu eftir hegðun sína í bikarleiknum gegn Manchester United á dögunum. 4. apríl 2023 16:36 Sjá báðir eftir hegðun sinni Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham og framherji hans Aleksandar Mitrovic hafa beðist afsökunar á framkomu sinni við dómarann Chris Kavanagh í bikarleik á móti Manchester United á dögunum. 30. mars 2023 09:31 Vill að Mitrović og Fernandes fái tíu leikja bann Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara. 20. mars 2023 21:15 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
Liverpool og Arsenal mættust í stórleik á Anfield þar sem vægast sagt mikið var undir. Heimamenn eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti á meðan Skytturnar eru í baráttu um meistaratitilinn sjálfan. Gestirnir frá Lundúnum komust 2-0 yfir en tókst að missa það niður í jafntefli þó svo að Mohamed Salah hafi brennt af vítaspyrnu fyrir liðið frá Bítlaborginni. Lokatölur 2-2 en það var þó atvik sem tengdist dómurunum sem stal fyrirsögnunum. Constantine Hatzidakis, annar af aðstoðardómurum leiksins, virtist gefa Robertson olnbogaskot þegar fyrri hálfleik lauk. Leikmaðurinn virtist ósáttur með störf Hatzidakis og óð upp að honum. Robertson virðist stugga við aðstoðardómaranum sem lyftir upp olnboganum í kjölfarið. Vinstri bakvörðurinn brást einkar illa við og hlaut á endanum gult spjald vegna hegðunar sinnar. The PGMOL body, which governs referees in English football, has said it is investigating the incident between linesman Constantine Hatzidakis and Andy Robertson. pic.twitter.com/XLGXNqHl4P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 9, 2023 Roy Keane, sparkspekingur Sky Sports, segir Robertson hafa hagað sér eins og barn. „Hann ætti að hafa meiri áhyggjur af varnarleiknum hjá sér. Hann rífur í aðstoðardómarann fyrst.“ Dómarasamtökin hafa gefið út að þau muni rannsaka atvikið áður en ákvörðun verður tekin.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mitrovic fékk langt bann fyrir að ýta dómaranum Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, hefur verið úrskurðaður í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu eftir hegðun sína í bikarleiknum gegn Manchester United á dögunum. 4. apríl 2023 16:36 Sjá báðir eftir hegðun sinni Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham og framherji hans Aleksandar Mitrovic hafa beðist afsökunar á framkomu sinni við dómarann Chris Kavanagh í bikarleik á móti Manchester United á dögunum. 30. mars 2023 09:31 Vill að Mitrović og Fernandes fái tíu leikja bann Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara. 20. mars 2023 21:15 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
Mitrovic fékk langt bann fyrir að ýta dómaranum Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, hefur verið úrskurðaður í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu eftir hegðun sína í bikarleiknum gegn Manchester United á dögunum. 4. apríl 2023 16:36
Sjá báðir eftir hegðun sinni Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham og framherji hans Aleksandar Mitrovic hafa beðist afsökunar á framkomu sinni við dómarann Chris Kavanagh í bikarleik á móti Manchester United á dögunum. 30. mars 2023 09:31
Vill að Mitrović og Fernandes fái tíu leikja bann Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara. 20. mars 2023 21:15