„Skiptir ekki máli hvort þú vinnir með einu eða tuttugu stigum“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2023 19:50 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Vísir / Hulda Margrét Valur lagði Stjörnuna í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildarinnar. Lokatölur í Umhyggjuhöllinni voru 73-95. Valur svaraði því fyrir sig eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á þriðjudaginn og staðan í einvíginu er því jöfn. „Varnarleikurinn fyrst og fremst. Við vorum betri varnarlega í dag, gáfum þeim full mikið af vítaskotum en annars bara fínir.“ Sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, þegar hann var spurður út í hver munurinn á leik liðsins frá því í fyrsta leik var. „Við breytum ekkert ofsalega miklu á milli leikja. Mér fannst við þolinmóðari og boltinn hreyfðist betur. Ég held að við séum að gera 26 stoðsendingar sem er gott, mér þótti boltinn festast smá í síðasta leik. Það var mun betri hreyfing á boltanum, fleiri sem voru virkir og við fáum framlag frá mörgum mönnum.“ „Við þurfum að hamra á því sem við gerðum vel í dag og laga það sem við gerðum illa. Þessi sería er rétt að byrja og það skiptir ekki máli hvort þú vinnir með einu eða tuttugu stigum, staðan er bara jöfn eitt eitt. Við getum ekki mætt eins og við gerðum síðast í Valsheimilinu heldur þurfum við að vera einstaklega fókuseraðir og ná yfirhöndinni í þessari seríu því ef við gefum Stjörnunni smá smjörþef þá eru þeir virkilega góðir. Við þurfum að halda öllum fókusnum á því sem að skiptir máli sem er næsti leikur.“ En hversu mikið gefur það ykkur að fara héðan með stórsigur? „Eins og ég segi eitt eða tuttugu, það skiptir ekki máli. Hver leikur á sér líf, hver rimma í úrslitakeppninni á sér sitt eigið líf. Þessi leikur er búinn og hann hjálpar okkur ekkert inn í næst leik nema þá það sem við getum tekið gott út úr honum og hvað við getum lagað. Tuttugu, fjörutíu hundrað stiga sigur það breytir engu, það er sigurinn sem telur og svo bara næsti leikur.“ „Við náðum að rúlla vel á öllum hópnum og Kári fékk þarna auka hvíld og þá sýndum við styrk án hans síðustu fimm mínúturnar. Hann er búinn að vera leiðtoginn okkar á vellinum en þá stigu aðrir upp.“ Sagði Finnur Freyr stoltur. Valur Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 73-95 | Kraftmikið svar Valsmanna Valsarar náðu að jafna einvígið gegn Stjörnunni eftir að hafa fengið skell að Hlíðarenda í fyrsta leik liðanna. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. apríl 2023 18:42 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Valur svaraði því fyrir sig eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á þriðjudaginn og staðan í einvíginu er því jöfn. „Varnarleikurinn fyrst og fremst. Við vorum betri varnarlega í dag, gáfum þeim full mikið af vítaskotum en annars bara fínir.“ Sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, þegar hann var spurður út í hver munurinn á leik liðsins frá því í fyrsta leik var. „Við breytum ekkert ofsalega miklu á milli leikja. Mér fannst við þolinmóðari og boltinn hreyfðist betur. Ég held að við séum að gera 26 stoðsendingar sem er gott, mér þótti boltinn festast smá í síðasta leik. Það var mun betri hreyfing á boltanum, fleiri sem voru virkir og við fáum framlag frá mörgum mönnum.“ „Við þurfum að hamra á því sem við gerðum vel í dag og laga það sem við gerðum illa. Þessi sería er rétt að byrja og það skiptir ekki máli hvort þú vinnir með einu eða tuttugu stigum, staðan er bara jöfn eitt eitt. Við getum ekki mætt eins og við gerðum síðast í Valsheimilinu heldur þurfum við að vera einstaklega fókuseraðir og ná yfirhöndinni í þessari seríu því ef við gefum Stjörnunni smá smjörþef þá eru þeir virkilega góðir. Við þurfum að halda öllum fókusnum á því sem að skiptir máli sem er næsti leikur.“ En hversu mikið gefur það ykkur að fara héðan með stórsigur? „Eins og ég segi eitt eða tuttugu, það skiptir ekki máli. Hver leikur á sér líf, hver rimma í úrslitakeppninni á sér sitt eigið líf. Þessi leikur er búinn og hann hjálpar okkur ekkert inn í næst leik nema þá það sem við getum tekið gott út úr honum og hvað við getum lagað. Tuttugu, fjörutíu hundrað stiga sigur það breytir engu, það er sigurinn sem telur og svo bara næsti leikur.“ „Við náðum að rúlla vel á öllum hópnum og Kári fékk þarna auka hvíld og þá sýndum við styrk án hans síðustu fimm mínúturnar. Hann er búinn að vera leiðtoginn okkar á vellinum en þá stigu aðrir upp.“ Sagði Finnur Freyr stoltur.
Valur Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 73-95 | Kraftmikið svar Valsmanna Valsarar náðu að jafna einvígið gegn Stjörnunni eftir að hafa fengið skell að Hlíðarenda í fyrsta leik liðanna. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. apríl 2023 18:42 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Valur 73-95 | Kraftmikið svar Valsmanna Valsarar náðu að jafna einvígið gegn Stjörnunni eftir að hafa fengið skell að Hlíðarenda í fyrsta leik liðanna. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. apríl 2023 18:42