Manchester City mætir Southampton í deildinni á St. Mary's síðdegis á morgun. Manchester City er fyrir umferð páskahelgarinnar í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Arsenal sem trónir á toppnum.
Haaland, sem er að spila á sínu fyrsta keppnistímabili með Manchester City er markahæsti leikmaður deildarinnar með 28 mörk.
Norski landsliðsframherjinn hefur skorað 42 mörk í öllum keppnum fyrir Manchester City á leiktíðinni.