„Haltu kjafti, þú ert ömurlegur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2023 09:00 Vincius Jr. og Gavi voru orðnir ansi nánir í leiknum í gær. Vísir/Getty Vincius Jr. skoraði eitt mark fyrir Real Madrid þegar liðið vann 4-0 stórsigur á Barcelona á Nou Camp í fyrrakvöld. Hann lenti í útistöðum við Gavi í leiknum og lét Spánverjann unga heyra það svo um munaði. Real Madrid sló Barcelona út úr spænska konungsbikarnum á miðvikudagskvöldið eftir 4-0 stórsigur á Nou Camp. Karim Benzema skoraði þrennu í leiknum en Vinicius Jr. kom Real á bragðið þegar hann skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Vinicius Jr. lenti í útistöðum við Gavi, ungstirni Barcelona, í leiknum og fékk gult spjald í fyrri hálfleiknum. Undir lok leiksins var honum svo skipt af velli og þá sauð upp úr. „Haltu kjafti, þú ert ömurlegur,“ öskraði Vinicius að Gavi og þurftu liðsfélagar hans að halda honum til að koma í veg fyrir að hann nældi sér í annað gult spjald. Þetta var ekki það eina sem Vinicius Jr. sagði í leiknum og fór hegðun hans í taugarnar á mótherjum hans. „Vinicius þarf að einbeita sér að fótbolta. Hann er frábær leikmaður en ég varð pirraður í dag því hann sagði ýmislegt við okkar leikmenn allan leikinn,“ sagði Ronald Arajuo varnarmaður Barcelona eftir leik. Gríðarlegur fögnuður eftir ræðu Ancelotti Skiljanlega var stemmningin í klefa Real í hæstu hæðum eftir sigurinn á heimavelli erkifjendanna. Leikmenn dönsuðu í búningsklefanum með þá Eder Militao og Antonio Rudiger fremsta í flokki. Real Madrid mætir Osasuna í úrslitaleik konungsbikarsins þann 6. maí. Dressing room vibes @realmadrid pic.twitter.com/QJO0g7GOxi— 433 (@433) April 6, 2023 Það ætlaði síðan allt um koll að keyra í klefanum þegar Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real, hélt sína ræðu í klefanum. Ancelotti nýtur mikillar virðingar innan leikmannahóps Real en hann hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Brasilíu að undanförnu. „Í fyrsta lagi er ég stoltur. Í öðru lagi þá laug ég að ykkur, þetta var ekki úrslitaleikur. Þetta voru undanúrslit og við eigum einn úrslitaleik eftir. Í þriðja lagi, hlustið vel, á morgun er frí!“ sagði Ancelotti og leikmennirnir fögnuðu sem óðir væru. The biggest cheer of the night: Real Madrid s players when Ancelotti gives them the day off pic.twitter.com/zru6l1gBCH— The Spanish Football Podcast (@tsf_podcast) April 6, 2023 Spænski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira
Real Madrid sló Barcelona út úr spænska konungsbikarnum á miðvikudagskvöldið eftir 4-0 stórsigur á Nou Camp. Karim Benzema skoraði þrennu í leiknum en Vinicius Jr. kom Real á bragðið þegar hann skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Vinicius Jr. lenti í útistöðum við Gavi, ungstirni Barcelona, í leiknum og fékk gult spjald í fyrri hálfleiknum. Undir lok leiksins var honum svo skipt af velli og þá sauð upp úr. „Haltu kjafti, þú ert ömurlegur,“ öskraði Vinicius að Gavi og þurftu liðsfélagar hans að halda honum til að koma í veg fyrir að hann nældi sér í annað gult spjald. Þetta var ekki það eina sem Vinicius Jr. sagði í leiknum og fór hegðun hans í taugarnar á mótherjum hans. „Vinicius þarf að einbeita sér að fótbolta. Hann er frábær leikmaður en ég varð pirraður í dag því hann sagði ýmislegt við okkar leikmenn allan leikinn,“ sagði Ronald Arajuo varnarmaður Barcelona eftir leik. Gríðarlegur fögnuður eftir ræðu Ancelotti Skiljanlega var stemmningin í klefa Real í hæstu hæðum eftir sigurinn á heimavelli erkifjendanna. Leikmenn dönsuðu í búningsklefanum með þá Eder Militao og Antonio Rudiger fremsta í flokki. Real Madrid mætir Osasuna í úrslitaleik konungsbikarsins þann 6. maí. Dressing room vibes @realmadrid pic.twitter.com/QJO0g7GOxi— 433 (@433) April 6, 2023 Það ætlaði síðan allt um koll að keyra í klefanum þegar Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real, hélt sína ræðu í klefanum. Ancelotti nýtur mikillar virðingar innan leikmannahóps Real en hann hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Brasilíu að undanförnu. „Í fyrsta lagi er ég stoltur. Í öðru lagi þá laug ég að ykkur, þetta var ekki úrslitaleikur. Þetta voru undanúrslit og við eigum einn úrslitaleik eftir. Í þriðja lagi, hlustið vel, á morgun er frí!“ sagði Ancelotti og leikmennirnir fögnuðu sem óðir væru. The biggest cheer of the night: Real Madrid s players when Ancelotti gives them the day off pic.twitter.com/zru6l1gBCH— The Spanish Football Podcast (@tsf_podcast) April 6, 2023
Spænski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira