Stefnt er að því að endurskoða lokunina eftir þann tíma en hugsanlega verður það gert fyrr ef svæðið verður í stakk búið til að taka á móti gestum án þess að hætta sé á skemmdum.
Meðal þess sem er lokað eru göngustígur og bílastæði að gljúfrinu, sem er afar vinsæll ferðamannastaður. Gljúfrið myndaðist við lok síðasta jökulskeiðs, fyrir 9 þúsund árum, þegar jökulinn hopaði og afrennslisvatn lóns rann um gljúfrið.

Samkvæmt tilkynningu frá Umhverfisstofnun er lokunin gerð á grundvelli náttúruverndarlaga og að leitað hafi verið til hagsmunaaðila áður en hún var ákveðin.
Göngustígurinn og nærliggjandi umhverfi er samkvæmt stofnuninni mjög illa farinn vegna vorleysinganna og mikils fjölda ferðamanna. Rigningin mun aðeins aukast um páskana og hætta á frekari skemmdum verði svæðinu ekki hlíft.