Frábær veiði við opnun á Litluá Karl Lúðvíksson skrifar 4. apríl 2023 07:31 Vænn urriði á færinu við opnun Litluár Mynd: LItlaá FB Litlaá í Kelduhverfi fer stundum undir radar hjá veiðimönnum en þetta er engu að síður sú veiðiá sem á oft glæsilegustu opnanirnar á vorin. Það var víst ekkert annað uppá teningnum þetta árið en við afskaplega góðar aðstæður var veiðin í ánni fantagóð á fyrsta degi enda áin þeim kosti gædd að hún verður ekki þakin ís og klaka. Í hana rennur hlýrra vatn og aðstæður fyrir fiskinn þess vegna ákjósanlegar. Samkvæmt okkar heimildum þá veiddust 78 fiskar á fyrsta degi. Langmest var það staðbundinn urriði en síðan komu líka nokkrir sjóbirtingar og bleikjur á land. Flestir fiskarnir sem veiddust voru um 60 sm að lengd en annars voru stærðirnar frá 45 sm upp í 81 sm. Stangveiði Mest lesið Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Bjartsýn í Blöndu þrátt fyrir ládeyðu Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði
Það var víst ekkert annað uppá teningnum þetta árið en við afskaplega góðar aðstæður var veiðin í ánni fantagóð á fyrsta degi enda áin þeim kosti gædd að hún verður ekki þakin ís og klaka. Í hana rennur hlýrra vatn og aðstæður fyrir fiskinn þess vegna ákjósanlegar. Samkvæmt okkar heimildum þá veiddust 78 fiskar á fyrsta degi. Langmest var það staðbundinn urriði en síðan komu líka nokkrir sjóbirtingar og bleikjur á land. Flestir fiskarnir sem veiddust voru um 60 sm að lengd en annars voru stærðirnar frá 45 sm upp í 81 sm.
Stangveiði Mest lesið Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Bjartsýn í Blöndu þrátt fyrir ládeyðu Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði