Edda hætt á Heimildinni Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 08:37 Edda Falak greindi ritstjórn Heimildarinnar nýlega frá því að hún hafi ekki lýst með réttum hætti stöðu sinni gagnvart tilteknum fyrirtækjum á sviði fjármála þegar hún bjó í Danmörku í viðtölum fyrir tveimur árum. Vísir/Vilhelm Edda Falak lét af störfum á fjölmiðlinum Heimildinni í síðustu viku. Nýlega tilkynnti hún stjórnendum miðilsins að hún hefði ekki sagt rétt frá starfsferli sínum erlendis. Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóra Heimildarinnar, staðfestir við Vísi að Edda hafi látið af störfum í síðustu viku. Stjórnendur miðilsins ætli ekki að tjá sig frekar um brotthvarf hennar. DV taldi sig hafa heimildir fyrir því að Edda væri hætt fjölmiðlinum í gær. Heimildin greindi frá því í tilkynningu föstudaginn 24. mars að Edda hefði upplýst ritstjórnina um að hún hefði ekki lýst stöðu sinni hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku rétt í viðtölum fyrir tveimur árum. Þá sagði miðillinn að starfsferill hennar hefði ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins. Edda vakti fyrst athygli fyrir hlaðvarpið Eigin konur þar sem hún ræddi við konur sem lýsti upplifun sinni af kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Hún átti að hefja nýjan þátt hjá Heimildinni í síðasta mánuði. Yfirlýsing Heimildarinnar um starfsferil Eddu kom í kjölfar þess að Frosti Logason, fjölmiðlamaður, sakaði hana um að hafa logið um starfsferil sinn í Danmörku. Fyrrverandi kærasta Frosta hafði komið fram í þætti Eddu. Þar lýsti hún meðal annars að hann hefði tekið nektarmyndir af henni og hótað að birta þær. Fyrst eftir viðtalið sagðist Frosti axla ábyrgð en nýlega tók hann fram að hann hefði aldrei gengist við öllum ásökunum konunnar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Eddu til að greiða móður konu sem hún ræddi við í þættinum Eigin konum 400.000 krónur í miskabætur og 900.000 krónur í málskostnað fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs móðurinnar í síðustu viku. Edda spilaði hljóðupptökur sem viðmælandinn tók upp af samtölum við móður sína í þættinum. Konan sakaði móður sína um andlegt ofbeldi. Eva Hauksdóttir, lögmaður Frosta, skrifaði grein á Vísi í morgun þar sem hún sakaði Eddu um ritstuld í meistararitgerð sinni. Kallaði hún Eddu jafnframt „ofbeldisblaðamann“. Sakaði hún fyrrverandi kærustu Froseta um að „koma fram hefndum“ gegn honum í þætti Eddu vegna „tíu ára gamalla misgjörða“ hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar MeToo Vistaskipti Tengdar fréttir Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann. 25. mars 2023 13:03 Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóra Heimildarinnar, staðfestir við Vísi að Edda hafi látið af störfum í síðustu viku. Stjórnendur miðilsins ætli ekki að tjá sig frekar um brotthvarf hennar. DV taldi sig hafa heimildir fyrir því að Edda væri hætt fjölmiðlinum í gær. Heimildin greindi frá því í tilkynningu föstudaginn 24. mars að Edda hefði upplýst ritstjórnina um að hún hefði ekki lýst stöðu sinni hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku rétt í viðtölum fyrir tveimur árum. Þá sagði miðillinn að starfsferill hennar hefði ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins. Edda vakti fyrst athygli fyrir hlaðvarpið Eigin konur þar sem hún ræddi við konur sem lýsti upplifun sinni af kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Hún átti að hefja nýjan þátt hjá Heimildinni í síðasta mánuði. Yfirlýsing Heimildarinnar um starfsferil Eddu kom í kjölfar þess að Frosti Logason, fjölmiðlamaður, sakaði hana um að hafa logið um starfsferil sinn í Danmörku. Fyrrverandi kærasta Frosta hafði komið fram í þætti Eddu. Þar lýsti hún meðal annars að hann hefði tekið nektarmyndir af henni og hótað að birta þær. Fyrst eftir viðtalið sagðist Frosti axla ábyrgð en nýlega tók hann fram að hann hefði aldrei gengist við öllum ásökunum konunnar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Eddu til að greiða móður konu sem hún ræddi við í þættinum Eigin konum 400.000 krónur í miskabætur og 900.000 krónur í málskostnað fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs móðurinnar í síðustu viku. Edda spilaði hljóðupptökur sem viðmælandinn tók upp af samtölum við móður sína í þættinum. Konan sakaði móður sína um andlegt ofbeldi. Eva Hauksdóttir, lögmaður Frosta, skrifaði grein á Vísi í morgun þar sem hún sakaði Eddu um ritstuld í meistararitgerð sinni. Kallaði hún Eddu jafnframt „ofbeldisblaðamann“. Sakaði hún fyrrverandi kærustu Froseta um að „koma fram hefndum“ gegn honum í þætti Eddu vegna „tíu ára gamalla misgjörða“ hans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar MeToo Vistaskipti Tengdar fréttir Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann. 25. mars 2023 13:03 Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann. 25. mars 2023 13:03
Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41