„Þetta er sameiginlegt áfall fyrir okkur öll“ Atli Ísleifsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 31. mars 2023 14:53 Lovísa Arnardóttir hefur starfað á Fréttablaðinu um árabil, síðast sem fréttastjóri blaðsns. Vísir/Arnar „Fólk var náttúrulega í nettu áfalli. Og ég held að við séum öll ennþá í áfalli yfir þessum tíðindum núna,“ segir Lovísa Arnardóttir, fréttastjóri á Fréttablaðinu, sem er í hópi þeirra hátt í hundrað starfsmanna Torgs sem sagt var upp í morgun. Tilkynnt var í morgun að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis. Lovísa segir tíðindi morgunsins að sjálfsögðu eiga sér forsögu en er á því æskilegra hefði verið að halda starfsfólki betur upplýstu. Starfsfólk fékk laun greidd í dag en mun ekki fá greiddan uppsagnarfrest og því þurfa að sækja laun í ábyrgðarsjóð launa. „Það áttu sér stað breytingar í janúar þar sem við hættum að dreifa blaðinu í hús. Það voru stærstu breytingarnar sem hafa verið gerðar á Fréttablaðinu frá því að það var stofnað. Það voru breytingar sem voru ekki gerðar í samráði við starfsfólk. Við vissum það á fyrsta vinnudegi eftir áramót, þá var okkur tilkynnt þetta. Allt frá þeim tíma erum við búin að aðlaga okkur að nýjum aðstæðum í þeirri von að einhvern veginn myndum við bjarga þessu. Þannig að eins í dag þá komu þessar fréttir okkur mjög á óvart og maður hélt að það yrði kannski eitthvað meira gert. Að það yrði kannski haldið í vefinn eða þessu breytt í vikublað eða helgarblað, eða ég veit það ekki…“ segir Lovísa. Finnst þér starfsfólki hafa verið haldið úti í kuldanum? Að það hefði mátt upplýsa betur um stöðu mála? „Ég held að það hefði hundrað prósent mátt gera það. Ég skil alveg að það hafi ekki verið gert. Ég skil alveg hina hliðina. En að sama skapi þá held ég að þetta hefði kannski gengið betur ef maður hefði fengið að koma betur að því. Komið sínum hugmyndum á framfæri og fengið að aðlaga að blaði sem var ekki sett inn um lúguna heldur sem fólk tekur sjálft úti í búið. Það er allt annar veruleiki,“ segir Lovísa. Tekjumódel sem var ekki ganga upp Lovísa segir að þegar breytingar á dreifingu blaðsins voru kynntar í janúar hafi starfsfólk ekki endilega talið útgáfuna dauðadæmda. „Nei, ekkert endilega. Maður fékk kannski á tilfinninguna að þetta yrði erfitt en svo eru mánuðirnir búnir að líða og auglýsingsalan, eins og allir sem hafa skoðað blaðið hafa tekið eftir, hefur ekki gengið vel. Þannig að jú, eftir því sem hefur liðið fram þá sá maður alveg að þetta var tekjumódel sem var ekki að ganga upp. Það þurfti að gera eitthvað. En ég get alveg sagt að það bjóst enginn við þessu í dag. Enginn.“ Sameiginlegt áfall Lovísa segir starfsmenn hafi fengið útborgað í morgun en að þeir muni ekki fá greiddan uppsagnarfrest. „Við fengum útborgað í morgun, ein mánaðarlaun, en svo var okkur sagt að félagið færi í þrot eftir helgi og við ættum að sækja það sem við eigum inni í ábyrgðarsjóð launa og skrá okkur á atvinnuleysisbætur.“ Þið ætlið á barinn, heyri ég. Hrista hópinn saman. „Já, ég held að það sé það sem við erum að fara að gera akkúrat núna. Fólk hefur þörf fyrir að vera saman. Þetta er sameiginlegt áfall fyrir okkur öll að missa vinnuna með engum fyrirvara í dag. Þannig að já, við sem erum nú fyrrverandi starfsmenn Fréttablaðsins ætlum að hittast á barnum og fara yfir þetta mál,“ segir Lovísa. Fjölmiðlar Vinnumarkaður Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37 Hátt í hundrað missa vinnuna: „Kolvitlaust gefið á þessum markaði“ Hátt í hundrað manns missa vinnuna í tengslum við að hætt hafi verið við útgáfu Fréttablaðsins og að útsendingar Hringbrautar stöðvast. 31. mars 2023 11:44 Harmar þróunina á fjölmiðlamarkaði Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun. 31. mars 2023 12:19 „Þetta er sorgardagur fyrir íslenska fjölmiðlun“ Í morgun var tilkynnt að dagblaðið Fréttablaðið væri hætt útgáfu. Þá væri rekstri á vefsíðu þeirra einnig hætt. Fjöldi fjölmiðlamanna og annarra Íslendinga hefur tjáð sig um fall blaðsins á samfélagsmiðlum í dag. 31. mars 2023 13:29 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Lovísa segir tíðindi morgunsins að sjálfsögðu eiga sér forsögu en er á því æskilegra hefði verið að halda starfsfólki betur upplýstu. Starfsfólk fékk laun greidd í dag en mun ekki fá greiddan uppsagnarfrest og því þurfa að sækja laun í ábyrgðarsjóð launa. „Það áttu sér stað breytingar í janúar þar sem við hættum að dreifa blaðinu í hús. Það voru stærstu breytingarnar sem hafa verið gerðar á Fréttablaðinu frá því að það var stofnað. Það voru breytingar sem voru ekki gerðar í samráði við starfsfólk. Við vissum það á fyrsta vinnudegi eftir áramót, þá var okkur tilkynnt þetta. Allt frá þeim tíma erum við búin að aðlaga okkur að nýjum aðstæðum í þeirri von að einhvern veginn myndum við bjarga þessu. Þannig að eins í dag þá komu þessar fréttir okkur mjög á óvart og maður hélt að það yrði kannski eitthvað meira gert. Að það yrði kannski haldið í vefinn eða þessu breytt í vikublað eða helgarblað, eða ég veit það ekki…“ segir Lovísa. Finnst þér starfsfólki hafa verið haldið úti í kuldanum? Að það hefði mátt upplýsa betur um stöðu mála? „Ég held að það hefði hundrað prósent mátt gera það. Ég skil alveg að það hafi ekki verið gert. Ég skil alveg hina hliðina. En að sama skapi þá held ég að þetta hefði kannski gengið betur ef maður hefði fengið að koma betur að því. Komið sínum hugmyndum á framfæri og fengið að aðlaga að blaði sem var ekki sett inn um lúguna heldur sem fólk tekur sjálft úti í búið. Það er allt annar veruleiki,“ segir Lovísa. Tekjumódel sem var ekki ganga upp Lovísa segir að þegar breytingar á dreifingu blaðsins voru kynntar í janúar hafi starfsfólk ekki endilega talið útgáfuna dauðadæmda. „Nei, ekkert endilega. Maður fékk kannski á tilfinninguna að þetta yrði erfitt en svo eru mánuðirnir búnir að líða og auglýsingsalan, eins og allir sem hafa skoðað blaðið hafa tekið eftir, hefur ekki gengið vel. Þannig að jú, eftir því sem hefur liðið fram þá sá maður alveg að þetta var tekjumódel sem var ekki að ganga upp. Það þurfti að gera eitthvað. En ég get alveg sagt að það bjóst enginn við þessu í dag. Enginn.“ Sameiginlegt áfall Lovísa segir starfsmenn hafi fengið útborgað í morgun en að þeir muni ekki fá greiddan uppsagnarfrest. „Við fengum útborgað í morgun, ein mánaðarlaun, en svo var okkur sagt að félagið færi í þrot eftir helgi og við ættum að sækja það sem við eigum inni í ábyrgðarsjóð launa og skrá okkur á atvinnuleysisbætur.“ Þið ætlið á barinn, heyri ég. Hrista hópinn saman. „Já, ég held að það sé það sem við erum að fara að gera akkúrat núna. Fólk hefur þörf fyrir að vera saman. Þetta er sameiginlegt áfall fyrir okkur öll að missa vinnuna með engum fyrirvara í dag. Þannig að já, við sem erum nú fyrrverandi starfsmenn Fréttablaðsins ætlum að hittast á barnum og fara yfir þetta mál,“ segir Lovísa.
Fjölmiðlar Vinnumarkaður Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37 Hátt í hundrað missa vinnuna: „Kolvitlaust gefið á þessum markaði“ Hátt í hundrað manns missa vinnuna í tengslum við að hætt hafi verið við útgáfu Fréttablaðsins og að útsendingar Hringbrautar stöðvast. 31. mars 2023 11:44 Harmar þróunina á fjölmiðlamarkaði Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun. 31. mars 2023 12:19 „Þetta er sorgardagur fyrir íslenska fjölmiðlun“ Í morgun var tilkynnt að dagblaðið Fréttablaðið væri hætt útgáfu. Þá væri rekstri á vefsíðu þeirra einnig hætt. Fjöldi fjölmiðlamanna og annarra Íslendinga hefur tjáð sig um fall blaðsins á samfélagsmiðlum í dag. 31. mars 2023 13:29 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42
Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37
Hátt í hundrað missa vinnuna: „Kolvitlaust gefið á þessum markaði“ Hátt í hundrað manns missa vinnuna í tengslum við að hætt hafi verið við útgáfu Fréttablaðsins og að útsendingar Hringbrautar stöðvast. 31. mars 2023 11:44
Harmar þróunina á fjölmiðlamarkaði Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun. 31. mars 2023 12:19
„Þetta er sorgardagur fyrir íslenska fjölmiðlun“ Í morgun var tilkynnt að dagblaðið Fréttablaðið væri hætt útgáfu. Þá væri rekstri á vefsíðu þeirra einnig hætt. Fjöldi fjölmiðlamanna og annarra Íslendinga hefur tjáð sig um fall blaðsins á samfélagsmiðlum í dag. 31. mars 2023 13:29
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent