Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 111-59 | Grindvíkingar sáu aldrei til sólar og Þór rændi 6. sætinu Siggeir Ævarsson skrifar 30. mars 2023 23:28 Styrmir Snær var stigahæstur á vellinum í kvöld og tróð ítrekað yfir varnarmenn Grindavíkur vísir/hulda margrét Þór og Grindavík mættust í Þorlákshöfn í kvöld þar sem 6. sætið í Subway-deild karla var undir. Það var þó ekki að sjá á leik Grindvíkinga að þessi leikur væri þeim mikilvægur, en þeir sáu hreinlega aldrei til sólar, lokatölur 111-59 heimamönnum í vil. Heimamenn gengu í raun frá leiknum strax í 2. leikhluta en Grindvíkingar skoruðu aðeins fjögur stig megnið af honum meðan að Þórsarar létu körfunum rigna. Þeir létu raunar rigna í allt kvöld en nýtingin þeirra fyrir utan var draumi líkust, dansaði í kringum 60 prósent megnið af leiknum og endaði að lokum í 57 prósentum. Á sama tíma hittu gestirnir varla hreinlega hræðilega, og skipti engu máli hvort það var fyrir utan eða innan þriggjastiga línuna. Yfirburðir Þórsara algjörir í kvöld og Grindvíkingar heillum horfnir. Flestir leikmenn þeirra varla nema skugginn af sjálfum sér og vonandi fyrir þá ná þeir að hrista þennan skell af sér fyrir 8-liða úrslitin en Þórsar mega fara fullir sjálfstrausts inn í úrslitakeppnina. Af hverju vann Þór? Þórsarar hittu á frábæran leik á báðum endum vallarins. Stíf vörn gaf þeim margar opnar körfur og hittnin fyrir utan var í slíkum hæðum að annað eins hefur varla sést. Ákefðin í þeirra leik var allt önnur en hjá gestunum en Þórsarar tóku 15 fleiri fráköst en Grindavík og gáfu þar að auki 33 stoðsendingar, en gestirnir aðeins 14. Hverjir stóðu upp úr? Vincent Shahid virtist ekki geta klikkað fyrir utan þriggjastiga línuna í kvöld, og skipti engu máli þó varnarmenn Grindvíkinga önduðu ofan í hálsmálið á honum eða hvort hann stóð 3-4 metra fyrir utan. Sex af átta ofan í og allt meira og minna tandurhreinar körfur þar sem boltinn snerti aldrei hringinn. 23 stig og níu stoðsendingar niðurstaðan. Styrmir Snær Þrastarson var einnig afar öflugur með 24 stig, sjö stoðsendingar og sex fráköst. Margar af þessum körfum voru tilþrifamiklar troðslur sem skemmtu áhorfendum í Þorlákshöfn. Hjá Grindavík voru allir lélegir. Það er engum blöðum um það að fletta og fáir ef einhverjir ljósir punktar í þeirra leik í kvöld. Hvað gekk illa? Sjá síðustu málsgrein. Hvað gerist næst? Nú er það úrslitakeppnin sem tekur við. Nýtt mót segja sumir, svo að vonandi dvelja Grindvíkingar ekki mikið við þetta afhroð. Þórsarar mæta Haukum, fyrsti leikur í Ólafssal 5. apríl. Kvöldið áður halda Grindvíkingar til Njarðvíkur. Ótrúleg tölfræði Þórsarar skiluðu 162 framlagsstigum í hús í kvöld sem er það langhæsta sem boðið var upp á í leikjum umferðarinnar. Grindavíkingar aftur á móti lögðu fram fjórðung af þeirri tölu, eða 40 framlagsstig. Jóhann Þór: „Það eru mánaðarmótin mars/apríl í Þorlákshöfn en það bara september/október í Grindavík“ Grindvíkingar grófu sér djúpa holu strax í öðrum leikhluta en hún var í raun aðeins forsmekkurinn af því sem fylgdi á eftir. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvíkinga sagði að þeir hefðu verið sjálfum sér verstir í kvöld. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Hulda Margrét „Við bara vorum ekki klárir í þessa ákefð sem Þórsararnir buðu upp á. Það eru mánaðarmótin mars/apríl í Þorlákshöfn en það bara september/október í Grindavík miðað við þessa frammistöðu. Við vorum flatir, byrjum illa og fyrri hálfleikurinn hræðilegur. Við grófum okkur holu og allt það en gerðum það bara sjálfir. Þeir skora í fyrri hálfleik einhver 18-20 „hustle“ stig.“ „Við í raun bara föllum á eigin bragði. Þetta er okkar leikur og það sem við viljum standa fyrir. Stutta útgáfan af þessu er að við vorum bara ekki tilbúnir í þessa ákefð sem þeir buðu upp á.“ Þrátt fyrir að dagatalið sé mögulega eitthvað vanstillt í Grindavík þá er staðreyndin sú að apríl er handan við hornið og úrslitakeppnin. Jóhann þarf væntanlega að leggjast í einhverja smá naflaskoðun með sínu liði eftir þessi úrslit? „Algjörlega. Það er bara „on to the next one“ eins og sagt er. Við erum ekkert að dvelja við þetta en auðvitað förum við vel yfir þennan leik og reynum að finna út úr því af hverju þetta er, en það er mjög erfitt. Það er í raun lítið annað að gera en að þjappa sér saman og mæta til leiks í næsta leik. Það er í raun það eina sem hægt er að gera.“ Skotnýtingi Þórsara var eins og áður sagði hreint ótrúleg í kvöld. Var það varnarplan Grindvíkinga sem var að klikka? „Við erum auðvitað með ákveðið plan í gangi en það bara fer á fyrstu 4-5 mínútunum þar sem við erum ekki klárir í þessi læti og það sem var í gangi hérna. Þá náttúrulega þróast þetta þannig að við fáum opin skot og mönnum bregður að þeir séu opnir og hitta ekki. Svo bara heldur boltinn áfram að rúlla. Auðvitað hefðum við getað breytt eitthvað í seinni hálfleik og reynt eitthvað. En það sást fljótlega í hvað stemmdi, þetta var farið bara eftir tvær mínútur í seinni.“ „Ég er mjög fúll yfir því hvernig við mætum, við ætluðum okkur miklu meira, ætluðum okkur að gefa þeim leik. Ofboðslega gaman að koma í Þorlákshöfn að spila en þetta var bara, já, því miður. Ég er mjög sár og svekktur.“ Ef það er hægt að reyna að grípa eitthvað jákvætt út úr þessum leik, má kannski þakka fyrir að fá þessa blautu tusku í andlitið núna, frekar en í úrslitakeppninni? „Já og nei. Jú jú, við getum alveg sagt það ef við ætlum að hafa eitthvað jákvætt. Annars er fátt um fína drætti á þeim endanum.“ - Það eru engar ýkjur hjá Jóhanni. Hans menn einfaldlega með allt niðrum sig í kvöld. Ólafur Ólafsson: „Bara lélegir. Ekkert flóknara en það“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, náði sér ekki á strik í kvöld frekar en samherjar hans. Hann átti þó svör á reiðum höndum aðspurður um hvað væri hægt að segja eftir svona stóran skell. Ólafur Ólafsson átti erfitt uppdráttar í kvöldVísir/Vilhelm „Bara lélegir. Ekkert flóknara en það. Lélegir, það er það eina sem ég get sagt! Við vorum mátaðir allsstaðar á vellinum. Vorum að láta þá ýta okkur út úr öllu, þeir voru að spila eins og við höfum verið að spila upp á síðkastið. Við fengum að kenna óþvegið á eigin taktík. Við vorum bara arfaslakir í kvöld.“ Er það ekki svolítið sérstakt, að vera felldir á eigin bragði og eiga engin svör við því? „Er ekki bara fínt að koma okkur aðeins niður á jörðina? Búnir að vinna fjóra í röð og fáum svo einhver svaka skell. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við vorum bara lélegir og það er bara áfram gakk.“ Er þá nokkuð annað í stöðunni en að taka bara fjóra í röð aftur? „Það væri geggjað bara. Það er bara nýtt mót, líf og fjör og áfram gakk. Nú þurfum við bara að mæta tilbúnir. Ef þú mætir ekki tilbúinn áttu ekki mikið erindi í úrslitakeppnina. Ég er allavega mjög spenntur og ætla að reyna að gíra mína menn til að vera jafn spenntir og ég.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík
Þór og Grindavík mættust í Þorlákshöfn í kvöld þar sem 6. sætið í Subway-deild karla var undir. Það var þó ekki að sjá á leik Grindvíkinga að þessi leikur væri þeim mikilvægur, en þeir sáu hreinlega aldrei til sólar, lokatölur 111-59 heimamönnum í vil. Heimamenn gengu í raun frá leiknum strax í 2. leikhluta en Grindvíkingar skoruðu aðeins fjögur stig megnið af honum meðan að Þórsarar létu körfunum rigna. Þeir létu raunar rigna í allt kvöld en nýtingin þeirra fyrir utan var draumi líkust, dansaði í kringum 60 prósent megnið af leiknum og endaði að lokum í 57 prósentum. Á sama tíma hittu gestirnir varla hreinlega hræðilega, og skipti engu máli hvort það var fyrir utan eða innan þriggjastiga línuna. Yfirburðir Þórsara algjörir í kvöld og Grindvíkingar heillum horfnir. Flestir leikmenn þeirra varla nema skugginn af sjálfum sér og vonandi fyrir þá ná þeir að hrista þennan skell af sér fyrir 8-liða úrslitin en Þórsar mega fara fullir sjálfstrausts inn í úrslitakeppnina. Af hverju vann Þór? Þórsarar hittu á frábæran leik á báðum endum vallarins. Stíf vörn gaf þeim margar opnar körfur og hittnin fyrir utan var í slíkum hæðum að annað eins hefur varla sést. Ákefðin í þeirra leik var allt önnur en hjá gestunum en Þórsarar tóku 15 fleiri fráköst en Grindavík og gáfu þar að auki 33 stoðsendingar, en gestirnir aðeins 14. Hverjir stóðu upp úr? Vincent Shahid virtist ekki geta klikkað fyrir utan þriggjastiga línuna í kvöld, og skipti engu máli þó varnarmenn Grindvíkinga önduðu ofan í hálsmálið á honum eða hvort hann stóð 3-4 metra fyrir utan. Sex af átta ofan í og allt meira og minna tandurhreinar körfur þar sem boltinn snerti aldrei hringinn. 23 stig og níu stoðsendingar niðurstaðan. Styrmir Snær Þrastarson var einnig afar öflugur með 24 stig, sjö stoðsendingar og sex fráköst. Margar af þessum körfum voru tilþrifamiklar troðslur sem skemmtu áhorfendum í Þorlákshöfn. Hjá Grindavík voru allir lélegir. Það er engum blöðum um það að fletta og fáir ef einhverjir ljósir punktar í þeirra leik í kvöld. Hvað gekk illa? Sjá síðustu málsgrein. Hvað gerist næst? Nú er það úrslitakeppnin sem tekur við. Nýtt mót segja sumir, svo að vonandi dvelja Grindvíkingar ekki mikið við þetta afhroð. Þórsarar mæta Haukum, fyrsti leikur í Ólafssal 5. apríl. Kvöldið áður halda Grindvíkingar til Njarðvíkur. Ótrúleg tölfræði Þórsarar skiluðu 162 framlagsstigum í hús í kvöld sem er það langhæsta sem boðið var upp á í leikjum umferðarinnar. Grindavíkingar aftur á móti lögðu fram fjórðung af þeirri tölu, eða 40 framlagsstig. Jóhann Þór: „Það eru mánaðarmótin mars/apríl í Þorlákshöfn en það bara september/október í Grindavík“ Grindvíkingar grófu sér djúpa holu strax í öðrum leikhluta en hún var í raun aðeins forsmekkurinn af því sem fylgdi á eftir. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvíkinga sagði að þeir hefðu verið sjálfum sér verstir í kvöld. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Hulda Margrét „Við bara vorum ekki klárir í þessa ákefð sem Þórsararnir buðu upp á. Það eru mánaðarmótin mars/apríl í Þorlákshöfn en það bara september/október í Grindavík miðað við þessa frammistöðu. Við vorum flatir, byrjum illa og fyrri hálfleikurinn hræðilegur. Við grófum okkur holu og allt það en gerðum það bara sjálfir. Þeir skora í fyrri hálfleik einhver 18-20 „hustle“ stig.“ „Við í raun bara föllum á eigin bragði. Þetta er okkar leikur og það sem við viljum standa fyrir. Stutta útgáfan af þessu er að við vorum bara ekki tilbúnir í þessa ákefð sem þeir buðu upp á.“ Þrátt fyrir að dagatalið sé mögulega eitthvað vanstillt í Grindavík þá er staðreyndin sú að apríl er handan við hornið og úrslitakeppnin. Jóhann þarf væntanlega að leggjast í einhverja smá naflaskoðun með sínu liði eftir þessi úrslit? „Algjörlega. Það er bara „on to the next one“ eins og sagt er. Við erum ekkert að dvelja við þetta en auðvitað förum við vel yfir þennan leik og reynum að finna út úr því af hverju þetta er, en það er mjög erfitt. Það er í raun lítið annað að gera en að þjappa sér saman og mæta til leiks í næsta leik. Það er í raun það eina sem hægt er að gera.“ Skotnýtingi Þórsara var eins og áður sagði hreint ótrúleg í kvöld. Var það varnarplan Grindvíkinga sem var að klikka? „Við erum auðvitað með ákveðið plan í gangi en það bara fer á fyrstu 4-5 mínútunum þar sem við erum ekki klárir í þessi læti og það sem var í gangi hérna. Þá náttúrulega þróast þetta þannig að við fáum opin skot og mönnum bregður að þeir séu opnir og hitta ekki. Svo bara heldur boltinn áfram að rúlla. Auðvitað hefðum við getað breytt eitthvað í seinni hálfleik og reynt eitthvað. En það sást fljótlega í hvað stemmdi, þetta var farið bara eftir tvær mínútur í seinni.“ „Ég er mjög fúll yfir því hvernig við mætum, við ætluðum okkur miklu meira, ætluðum okkur að gefa þeim leik. Ofboðslega gaman að koma í Þorlákshöfn að spila en þetta var bara, já, því miður. Ég er mjög sár og svekktur.“ Ef það er hægt að reyna að grípa eitthvað jákvætt út úr þessum leik, má kannski þakka fyrir að fá þessa blautu tusku í andlitið núna, frekar en í úrslitakeppninni? „Já og nei. Jú jú, við getum alveg sagt það ef við ætlum að hafa eitthvað jákvætt. Annars er fátt um fína drætti á þeim endanum.“ - Það eru engar ýkjur hjá Jóhanni. Hans menn einfaldlega með allt niðrum sig í kvöld. Ólafur Ólafsson: „Bara lélegir. Ekkert flóknara en það“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, náði sér ekki á strik í kvöld frekar en samherjar hans. Hann átti þó svör á reiðum höndum aðspurður um hvað væri hægt að segja eftir svona stóran skell. Ólafur Ólafsson átti erfitt uppdráttar í kvöldVísir/Vilhelm „Bara lélegir. Ekkert flóknara en það. Lélegir, það er það eina sem ég get sagt! Við vorum mátaðir allsstaðar á vellinum. Vorum að láta þá ýta okkur út úr öllu, þeir voru að spila eins og við höfum verið að spila upp á síðkastið. Við fengum að kenna óþvegið á eigin taktík. Við vorum bara arfaslakir í kvöld.“ Er það ekki svolítið sérstakt, að vera felldir á eigin bragði og eiga engin svör við því? „Er ekki bara fínt að koma okkur aðeins niður á jörðina? Búnir að vinna fjóra í röð og fáum svo einhver svaka skell. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við vorum bara lélegir og það er bara áfram gakk.“ Er þá nokkuð annað í stöðunni en að taka bara fjóra í röð aftur? „Það væri geggjað bara. Það er bara nýtt mót, líf og fjör og áfram gakk. Nú þurfum við bara að mæta tilbúnir. Ef þú mætir ekki tilbúinn áttu ekki mikið erindi í úrslitakeppnina. Ég er allavega mjög spenntur og ætla að reyna að gíra mína menn til að vera jafn spenntir og ég.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti