Klopp er giftur barnabókahöfundinum Ullu Sandrock. Þau eiga ekki börn saman en eiga bæði syni úr fyrri hjónaböndum.
Sonur Ullu og stjúpsonur Klopps, Dennis, á nú von á sínu fyrsta barni. Klopp verður því afi innan skamms, 55 ára. Hann greindi frá þessu í viðtali við fyrrverandi leikmann sinn hjá Borussia Dortmund, Lukasz Piszczek, á Viaplay í Póllandi.
Sjálfur á Klopp soninn Marc með fyrrverandi eiginkonu sinni, Sabine. Þau skildu 2001 eftir tólf ára hjónaband. Hann kynntist svo Ullu á Oktoberfest 2005.
Strákarnir hans Klopps í Liverpool eru í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 42 stig, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti en eiga tvo leiki til góða. Næsti leikur Liverpool er gegn Manchester City í hádeginu á laugardaginn.