„Þetta var náttúrulega visst sjokk fyrir okkur; við ætluðum svo sem aldrei að svíkja eitt né neitt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2023 07:27 Sigur Rós á tónleikum í Glasgow í fyrra. Getty/Redferns/Roberto Ricciuti „Já já, þetta gerði skaða. Þetta gerði meiri skaða en við héldum,“ segir Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, um skattamál sem meðlimir sveitarinnar hafa haft hangandi yfir höfðum sér frá árinu 2014. Málinu virðist nú vera lokið, eftir að Landsréttur vísaði eftirstöðum málsins frá í síðustu viku. „Ég hreinlega veit það ekki,“ svaraði Georg þegar hann var spurður að því í Bítinu á mánudag hvort hljómsveitin ætti skaðabótakröfu á ríkisskattstjóra eftir allt sem á undan væri gengið. „Ég er bara feginn að þetta er búið. Og þetta var lexía.“ Fjölmiðlar fluttu fyrst fregnir af málinu árið 2018, þegar greint var frá því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir hljómsveitarmeðlima upp á 800 milljónir króna, að kröfu tollstjóra. Seinna kom í ljós að þeir voru grunaðir um að hafa svikist um að greiða 150 milljónir í skatt. Í yfirlýsingu sögðu meðlimir Sigur Rósar að síðla árs 2014 hefði hljómsveitinni verið tilkynnt að ekki hefði verið staðið rétt að framtalsskilum á tímabilinu 2010 til 2014. Þetta hefði komið hljómsveitinni í opna skjöldu og nýtt bókhaldsfyrirtæki ráðið til að koma skattskilum og framtalsgerð í rétt horf. Meðlimir Sigur Rósar hefðu verið samstarfsfúsir frá upphafi. Þegar ákæra var gefin út í tengslum við meint skattalagabrot sagði Georg málið eitt stórt klúður. „Þetta var náttúrulega visst sjokk fyrir okkur.. við ætluðum svo sem aldrei að svíkja eitt né neitt,“ sagði Georg í samtali við Bítið á mánudag. „Í raun og veru þá fer eitthvað úrskeðis hjá okkur og það er eitthvað sem við viðurkennum svo bara, eitthvað sem kemur fyrir bara hjá öllum. Já, heyrðu hér er eitthvað sem ok, fór ekki alveg eins og það átti að fara. Þetta var nú ekki alveg jafn alvarlegt og það lítur út kannski í fjölmiðlum. Eða já, og við viðurkennum það bara.“ Þið gerðuð mistök? „Já, það voru gerð mistök og það var bara eitthvað sem var farið í og lagað. Og við borguðum allt sem vantaði upp á, það sem hafði farið úrskeðis plús sekt ofan á það. Eða sem sagt vexti og svo sekt. En svo fer þetta einhvern veginn lengra og það er kannski það sem er vandamálið og það sem okkur finnst kannski súrast. Og við tölum oft um það, eða alla vegna ég, að mér finnst að sama eigi að ganga yfir alla og ég er alveg sammála því. Ég er ekkert að kvarta yfir því að fólk eigi að borga skatta. Engan veginn. En það er eitthvað að í kerfinu sem ætlar svo að refsa þér tvisvar, af því að það er í engu öðru, hvorki í heiminum né í lögum á Íslandi, þannig að þú getir refsað tvisvar fyrir.“ -Sama brot? „Sama brot. Og við viljum oft líkja þessu við að ef þú keyrir yfir á rauðu og færð sekt og svo allt í einu er einhver stofnun og þeir koma bara á eftir þér og segja: Ja, við ætlum að sekta þig líka ofan á það. Og við ætlum að fá að sekta þig kannski allt að 500 eða 1.000 prósent ofan á upprunalegu sektina.“ Georg segist rétt vona að málinu sé nú endanlega lokið. „Það sem er kannski mest rotið við þetta er hversu lengi fólk er dregið í gegnum kerfið og það er.. kannski helsta ástæðan fyrir því að maður vill tala um það er að það er greinilega eitthvað að þarna í kerfinu. Það var búið að breyta lögum, það vissu allir að þetta væri ekki hægt lengur en samt er einhvern veginn haldið áfram og ástæðan fyrir að það er gott að tala um það er að það eru fleiri að ganga í gegnum þetta. Og hafa margir gengið í gegnum þetta. Og það er svo óréttlátt,“ segir hann. Hann bendir á að það séu ekki allir sem njóti þeirra forréttinda að geta staðið í hárinu á skattyfirvöldum og að líklega gefist sumir upp. Georg játar því að rekstur hljómsveitarinnar sé heilmikið fyrirtæki. Hann fari að mestu leyti fram erlendis og endurskoðendur sveitarinnar séu í Bandaríkjunum og Bretlandi. „Það er alltof flókið fyrir okkur að setjast niður og fara að skrifa einhverja skattskýrslu,“ segir hann. Yfirsýnin og eftirfylgnin á Íslandi hafi ekki verið nógu góð en það sé engum um að kenna. „Ég verð nú að viðurkenna að þetta var svolítið þungt,“ segir Georg spurður um áhrif málsins á hljómsveitarmeðlimi. „Og eins og ég segi aftur, maður er svona að tala fyrir hönd margra annarra líka. Nú er ég búinn að finna þetta á eigin skinni og ég get rétt ímyndað mér hvernig þetta er. Og þetta var, fyrir okkur, mjög erfitt tímabil.“ Sem dæmi um áhrif málsins á sveitina segir hann: „Bara svona eins og þegar við fórum á síðasta túr.. tónleikaferðalag. Þá hafði þetta þau áhrif að bankinn sem við höfum unnið með í langan tíma, þeir voru eitthvað tregir því þeir vildu bara fá sönnun þess að málið væri búið eða.. þeir treystu okkur einfaldlega ekki. Ég veit ekki hvort það sé kannski bara skiljanlegt.“ Georg segir erfitt að mæla álitshnekki en stuðningurinn hafi verið áþreifanlegri. „Það sem við fundum, sem var svo jákvætt við þetta, var að allir stóðu svona við bakið á okkur; treystu því að við værum nú menn sem hefðu ekki gert eitthvað svona viljandi. Sem er sannleikurinn. Þetta er ekki eitthvað sem við lögðum upp með. Það var kannski það leiðinlegasta af þessu öllu, að það var einmitt það þveröfuga sem við lögðum upp með þegar við stofnuðum hljómsveitina og þetta fór að vera svona stærra og stærra og við vorum að fara á tónleikaferðalag um allan heiminn. Þá ákváðum við á fundi að við ætluðum að gera þetta allt samkvæmt bókinni og allt uppi á borði. Og við ætluðum að borga skatta á Íslandi, ekki í útlöndum, og þetta átti allt að vera rosalega svona..“ -Klippt og skorið? „Já, og svo fer þetta svona.“ -En hvað er að frétta af sveitinni? „Það er allt gott að frétta af okkur, sérstaklega núna,“ segir Georg og hlær. Unnið sé að því að leggja lokahönd á nýja plötu, sem muni að líkindum telja tíu lög. Tónlist Skattamál Sigur Rósar Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
„Ég hreinlega veit það ekki,“ svaraði Georg þegar hann var spurður að því í Bítinu á mánudag hvort hljómsveitin ætti skaðabótakröfu á ríkisskattstjóra eftir allt sem á undan væri gengið. „Ég er bara feginn að þetta er búið. Og þetta var lexía.“ Fjölmiðlar fluttu fyrst fregnir af málinu árið 2018, þegar greint var frá því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir hljómsveitarmeðlima upp á 800 milljónir króna, að kröfu tollstjóra. Seinna kom í ljós að þeir voru grunaðir um að hafa svikist um að greiða 150 milljónir í skatt. Í yfirlýsingu sögðu meðlimir Sigur Rósar að síðla árs 2014 hefði hljómsveitinni verið tilkynnt að ekki hefði verið staðið rétt að framtalsskilum á tímabilinu 2010 til 2014. Þetta hefði komið hljómsveitinni í opna skjöldu og nýtt bókhaldsfyrirtæki ráðið til að koma skattskilum og framtalsgerð í rétt horf. Meðlimir Sigur Rósar hefðu verið samstarfsfúsir frá upphafi. Þegar ákæra var gefin út í tengslum við meint skattalagabrot sagði Georg málið eitt stórt klúður. „Þetta var náttúrulega visst sjokk fyrir okkur.. við ætluðum svo sem aldrei að svíkja eitt né neitt,“ sagði Georg í samtali við Bítið á mánudag. „Í raun og veru þá fer eitthvað úrskeðis hjá okkur og það er eitthvað sem við viðurkennum svo bara, eitthvað sem kemur fyrir bara hjá öllum. Já, heyrðu hér er eitthvað sem ok, fór ekki alveg eins og það átti að fara. Þetta var nú ekki alveg jafn alvarlegt og það lítur út kannski í fjölmiðlum. Eða já, og við viðurkennum það bara.“ Þið gerðuð mistök? „Já, það voru gerð mistök og það var bara eitthvað sem var farið í og lagað. Og við borguðum allt sem vantaði upp á, það sem hafði farið úrskeðis plús sekt ofan á það. Eða sem sagt vexti og svo sekt. En svo fer þetta einhvern veginn lengra og það er kannski það sem er vandamálið og það sem okkur finnst kannski súrast. Og við tölum oft um það, eða alla vegna ég, að mér finnst að sama eigi að ganga yfir alla og ég er alveg sammála því. Ég er ekkert að kvarta yfir því að fólk eigi að borga skatta. Engan veginn. En það er eitthvað að í kerfinu sem ætlar svo að refsa þér tvisvar, af því að það er í engu öðru, hvorki í heiminum né í lögum á Íslandi, þannig að þú getir refsað tvisvar fyrir.“ -Sama brot? „Sama brot. Og við viljum oft líkja þessu við að ef þú keyrir yfir á rauðu og færð sekt og svo allt í einu er einhver stofnun og þeir koma bara á eftir þér og segja: Ja, við ætlum að sekta þig líka ofan á það. Og við ætlum að fá að sekta þig kannski allt að 500 eða 1.000 prósent ofan á upprunalegu sektina.“ Georg segist rétt vona að málinu sé nú endanlega lokið. „Það sem er kannski mest rotið við þetta er hversu lengi fólk er dregið í gegnum kerfið og það er.. kannski helsta ástæðan fyrir því að maður vill tala um það er að það er greinilega eitthvað að þarna í kerfinu. Það var búið að breyta lögum, það vissu allir að þetta væri ekki hægt lengur en samt er einhvern veginn haldið áfram og ástæðan fyrir að það er gott að tala um það er að það eru fleiri að ganga í gegnum þetta. Og hafa margir gengið í gegnum þetta. Og það er svo óréttlátt,“ segir hann. Hann bendir á að það séu ekki allir sem njóti þeirra forréttinda að geta staðið í hárinu á skattyfirvöldum og að líklega gefist sumir upp. Georg játar því að rekstur hljómsveitarinnar sé heilmikið fyrirtæki. Hann fari að mestu leyti fram erlendis og endurskoðendur sveitarinnar séu í Bandaríkjunum og Bretlandi. „Það er alltof flókið fyrir okkur að setjast niður og fara að skrifa einhverja skattskýrslu,“ segir hann. Yfirsýnin og eftirfylgnin á Íslandi hafi ekki verið nógu góð en það sé engum um að kenna. „Ég verð nú að viðurkenna að þetta var svolítið þungt,“ segir Georg spurður um áhrif málsins á hljómsveitarmeðlimi. „Og eins og ég segi aftur, maður er svona að tala fyrir hönd margra annarra líka. Nú er ég búinn að finna þetta á eigin skinni og ég get rétt ímyndað mér hvernig þetta er. Og þetta var, fyrir okkur, mjög erfitt tímabil.“ Sem dæmi um áhrif málsins á sveitina segir hann: „Bara svona eins og þegar við fórum á síðasta túr.. tónleikaferðalag. Þá hafði þetta þau áhrif að bankinn sem við höfum unnið með í langan tíma, þeir voru eitthvað tregir því þeir vildu bara fá sönnun þess að málið væri búið eða.. þeir treystu okkur einfaldlega ekki. Ég veit ekki hvort það sé kannski bara skiljanlegt.“ Georg segir erfitt að mæla álitshnekki en stuðningurinn hafi verið áþreifanlegri. „Það sem við fundum, sem var svo jákvætt við þetta, var að allir stóðu svona við bakið á okkur; treystu því að við værum nú menn sem hefðu ekki gert eitthvað svona viljandi. Sem er sannleikurinn. Þetta er ekki eitthvað sem við lögðum upp með. Það var kannski það leiðinlegasta af þessu öllu, að það var einmitt það þveröfuga sem við lögðum upp með þegar við stofnuðum hljómsveitina og þetta fór að vera svona stærra og stærra og við vorum að fara á tónleikaferðalag um allan heiminn. Þá ákváðum við á fundi að við ætluðum að gera þetta allt samkvæmt bókinni og allt uppi á borði. Og við ætluðum að borga skatta á Íslandi, ekki í útlöndum, og þetta átti allt að vera rosalega svona..“ -Klippt og skorið? „Já, og svo fer þetta svona.“ -En hvað er að frétta af sveitinni? „Það er allt gott að frétta af okkur, sérstaklega núna,“ segir Georg og hlær. Unnið sé að því að leggja lokahönd á nýja plötu, sem muni að líkindum telja tíu lög.
Tónlist Skattamál Sigur Rósar Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira