Birtu myndband af lögregluþjónum fella árásarmanninn Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2023 15:15 Lögregluþjónarnir komu að Hale á efri hæð skólans, eftir að þeir heyrðu Hale skjóta. AP/Lögreglan í Nashville Lögreglan í Nashville hefur birt myndband úr vestismyndavél lögregluþjónsins sem felldi Audrey E. Hale. Sá síðarnefndi skaut sex manns, þar af þrjú börn, til bana í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær. Skömmu eftir að útkallið barst fóru fimm lögregluþjónar inn í skólann og eltu Hale uppi. Það tók þá um tvær mínútur, frá því þeir fóru inn í skólann, að finna Hale og fella hann. Tilkynning um árásina barst klukkan 10:13 að staðartíma og lögreglan segir að Hale hafi verið felldur um klukkan 10:27. Myndbandið sem birt var í dag er tekið úr vestismyndavél lögregluþjónsins Rex Engelbert sem hefur starfað í lögreglunni í Nashville í fjögur ár. Hann er einn af áðurnefndum fimm lögregluþjónum sem fóru inn í skólann. Engelbert var vopnaður riffli en í upphafi fóru lögregluþjónarnir á milli kennslustofa og tryggðu þær. Það var þar til skothljóð heyrðust en þá hlupu þeir í átt að skothríðinni þar sem þeir komu að Hale og skutu hann til bana. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Lögreglan hefur verið margsaga um Hale frá því árásin átti sér stað. Fyrst var hann sagður 28 ára gömul kona og síðar meir var hann sagður transmaður. Það var þó dregið til baka. AP fréttaveitan hefur svo eftir lögreglunni að Hale hafi fæðst kvenkyns en notast við karlkyns fornöfn. Hale var með tvo hálfsjálfvirka riffla og skammbyssu þegar hann var felldur og er talið að hann hafi ætlað að ráðast á fleiri staði á eftir skólanum, þar sem hann var nemandi á árum áður. Fórnarlömb Hale voru þau Evelyn Dieckhaus, Hallie Scruggs og William Kinney, sem voru níu ára. Auk þeirra dóu þau Cyntia Peak (61), Katherine Koonce (60) og Mike Hill (61). Koons var skólastjóri, Peak var afleysingakennari og Hill var húsvörður. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir einnig er ekki vitað hvort Hale hafi verið með einhver ákveðin skotmörk eða ekki, samkvæmt AP. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Skömmu eftir að útkallið barst fóru fimm lögregluþjónar inn í skólann og eltu Hale uppi. Það tók þá um tvær mínútur, frá því þeir fóru inn í skólann, að finna Hale og fella hann. Tilkynning um árásina barst klukkan 10:13 að staðartíma og lögreglan segir að Hale hafi verið felldur um klukkan 10:27. Myndbandið sem birt var í dag er tekið úr vestismyndavél lögregluþjónsins Rex Engelbert sem hefur starfað í lögreglunni í Nashville í fjögur ár. Hann er einn af áðurnefndum fimm lögregluþjónum sem fóru inn í skólann. Engelbert var vopnaður riffli en í upphafi fóru lögregluþjónarnir á milli kennslustofa og tryggðu þær. Það var þar til skothljóð heyrðust en þá hlupu þeir í átt að skothríðinni þar sem þeir komu að Hale og skutu hann til bana. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Lögreglan hefur verið margsaga um Hale frá því árásin átti sér stað. Fyrst var hann sagður 28 ára gömul kona og síðar meir var hann sagður transmaður. Það var þó dregið til baka. AP fréttaveitan hefur svo eftir lögreglunni að Hale hafi fæðst kvenkyns en notast við karlkyns fornöfn. Hale var með tvo hálfsjálfvirka riffla og skammbyssu þegar hann var felldur og er talið að hann hafi ætlað að ráðast á fleiri staði á eftir skólanum, þar sem hann var nemandi á árum áður. Fórnarlömb Hale voru þau Evelyn Dieckhaus, Hallie Scruggs og William Kinney, sem voru níu ára. Auk þeirra dóu þau Cyntia Peak (61), Katherine Koonce (60) og Mike Hill (61). Koons var skólastjóri, Peak var afleysingakennari og Hill var húsvörður. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir einnig er ekki vitað hvort Hale hafi verið með einhver ákveðin skotmörk eða ekki, samkvæmt AP.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent