Valsmenn gengu út af þingi: „Miklar líkur á að við förum illa með þetta frelsi“ Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2023 11:31 Hlynur Bæringsson og Kristófer Acox hafa lengi verið meðal stærstu stjarna efstu deildar karla í körfubolta. Grímur óttast að Íslendingum í stórum hlutverkum fækki með nýsamþykktum reglum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það eru rosalega miklar líkur á því að við [í körfuknattleikshreyfingunni] förum illa með þetta frelsi,“ segir Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, um nýsamþykktar breytingar á reglum um erlenda leikmenn í íslenskum körfubolta. Á Körfuknattleiksþinginu á laugardag var samþykkt að hafa engar hömlur á fjölda leikmanna úr EES-ríkjum í íslenskum liðum. Enn má reyndar aðeins einn erlendur leikmaður utan EES-ríkis vera innan vallar í hvoru liði, en hafi hann búið á landinu í þrjú ár getur hann talist sem íslenskur leikmaður. Þar með geta lið keppt um Íslandsmeistaratitlana með aðeins erlenda leikmenn innanborðs. Grímur og Svali Björgvinsson, formaður Vals, gengu út af þinginu um helgina þegar þetta var samþykkt, og Grímur birti í gær grein þar sem hann útskýrir óánægju sína með breytingarnar. Árið 2018 var numin úr gildi 4+1 reglan sem hafði skyldað lið til að vera með að lágmarki fjóra íslenska leikmenn innan vallar hverju sinni, en reglan var talin brot á EES-samningnum. Grímur bendir í grein sinni á hversu mikil áhrif sú breyting hafði, og að á þeim fimm árum sem liðin séu síðan þá hafi íslenskum leikmönnum í efstu og næstefstu deild karla fækkað um 92, jafnvel þó að reglurnar hafi verið hertar í fyrra og liðum skylt að hafa tvo íslenska leikmenn innan vallar hverju sinni. Grímur hóf fyrst að safna gögnum vorið 2020 til að sýna áhrif þess að 4+1 reglan skyldi afnumin, og hefur haldið þessum upplýsingum á lofti fyrir kollega sína hjá öðrum félögum og KKÍ, en talað fyrir daufum eyrum miðað við niðurstöðu þingsins. Nær öll fækkunin á aldrinum 20-26 ára „Ég komst að því að íslenskum leikmönnum hefur fækkað um 50 í efstu deild karla, frá því að 4+1 reglan var afnumin, og um 42 í 1. deild karla. Það eru því samtals 92 leikmönnum færra í þessum tveimur deildum frá árinu 2018, jafnvel þrátt fyrir að fjölgað hafi um eitt lið í 1. deild. Og öll fækkunin er eiginlega leikmenn á aldrinum 20-26 ára. Það stemmir við þá pælingu að þeir sem eru yngri en 20 ára eru til í að vera á bekknum og mæta á æfingar, í von um að verða frábærir í körfubolta. Síðan hreinsast út þarna. Menn segja að það sé bara frábært affall og eðlilegt, en það getur ekki verið eðlilegt þegar það fækkar svona mikið. Þetta er áhyggjuefni því þetta er mikilvægasti aldurinn, þar sem menn verða að alvöru leikmönnum og stjörnum,“ segir Grímur. Ekkert land með svona reglur Ef horft er til „leikinna mínútna“ í vetur hafa erlendir leikmenn spilað 65% mínútna í efstu deild karla, og 33% í efstu deild kvenna. Grímur óttast að mínútum þeirra íslensku fækki enn meira á næstu leiktíð. „Það er ekkert land sem er með svona reglur eins og við. Að allir leikmenn á skýrslunni geti verið erlendir leikmenn. Ég ítreka að þetta eru ungmennafélög. Menn eru að bera sig saman við Spán og fleiri lönd – þú færð mestar tekjur á Spáni fyrir utan NBA-deildina – en á Spáni eru samt sem áður reglur um uppalda leikmenn,“ segir Grímur og er ekki bjartsýnn á að körfuboltahreyfingin forðist að fylla lið sín af erlendum leikmönnum. Hann tekur því undir grein blaðamannsins Óskars Ófeigs Jónssonar sem birtist hér á Vísi í gær. „Ef að það má, þá gera menn það“ „Öll heiðursmannasamkomulag, allt sem að þessi körfuboltahreyfing hefur sett sér, hefur verið brotið. Það kom leikmaður frá Hrunamönnum og spilaði með Stjörnunni í úrslitaleik bikarsins. Ef að það má, þá gera menn það. Það segjast allir ætla að fara vel með þessa stöðu. En af því að þetta eru ungmennafélög, og af því að þetta er borgað af samfélaginu, þá eru margir sem bera í rauninni enga ábyrgð á því sem þeir eru að gera. Svo kemur sveitarfélagið og hjálpar félaginu þegar allt er komið í skrúfuna, eins og hefur margsinnis gerst og örugglega í öllum íslenskum íþróttafélögum. Þetta er bara svo mannlegt. Þess vegna eru rosalega miklar líkur á því að við förum illa með þetta frelsi. Það hefur alla vega ekki komið íslenskum leikmönnum vel að reglunum skyldi breytt. Menn tala um að landsliðinu gangi svo vel en þar eru þetta allt leikmenn sem komu upp í gegnum 4+1 regluna,“ segir Grímur. Íslands-, bikar- og nýkrýndir deildarmeistarar Vals eru með best skipaða karlalið landsins, sérstaklega þegar horft er til íslenskra leikmanna. Aðspurður hvort að það liti ekki afstöðu Valsmanna segir Grímur: „Þetta hefur ekkert með það að gera í mínum haus. Bara ekki neitt. Miðað við hvernig menn tala ættum við að eiga pening til að kaupa alla útlendinga heimsins, en þeir vita svo sem ekki hvernig við rekum okkur og að því fer fjarri. En þetta er svo leiðinleg umræða. Það að ég sé Valsari breytir ekki gögnunum. Ég hef einmitt setið á þingi og reynt að benda á þessi gögn, en þá fæ ég þetta einmitt yfir mig: „Þú ert Valsari, þér er sama um allt nema Val“. En gögnin tala sínu máli og Íslendingum í deildinni myndi ekkert fjölga við að ég væri ekki Valsari,“ segir Grímur. Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Á Körfuknattleiksþinginu á laugardag var samþykkt að hafa engar hömlur á fjölda leikmanna úr EES-ríkjum í íslenskum liðum. Enn má reyndar aðeins einn erlendur leikmaður utan EES-ríkis vera innan vallar í hvoru liði, en hafi hann búið á landinu í þrjú ár getur hann talist sem íslenskur leikmaður. Þar með geta lið keppt um Íslandsmeistaratitlana með aðeins erlenda leikmenn innanborðs. Grímur og Svali Björgvinsson, formaður Vals, gengu út af þinginu um helgina þegar þetta var samþykkt, og Grímur birti í gær grein þar sem hann útskýrir óánægju sína með breytingarnar. Árið 2018 var numin úr gildi 4+1 reglan sem hafði skyldað lið til að vera með að lágmarki fjóra íslenska leikmenn innan vallar hverju sinni, en reglan var talin brot á EES-samningnum. Grímur bendir í grein sinni á hversu mikil áhrif sú breyting hafði, og að á þeim fimm árum sem liðin séu síðan þá hafi íslenskum leikmönnum í efstu og næstefstu deild karla fækkað um 92, jafnvel þó að reglurnar hafi verið hertar í fyrra og liðum skylt að hafa tvo íslenska leikmenn innan vallar hverju sinni. Grímur hóf fyrst að safna gögnum vorið 2020 til að sýna áhrif þess að 4+1 reglan skyldi afnumin, og hefur haldið þessum upplýsingum á lofti fyrir kollega sína hjá öðrum félögum og KKÍ, en talað fyrir daufum eyrum miðað við niðurstöðu þingsins. Nær öll fækkunin á aldrinum 20-26 ára „Ég komst að því að íslenskum leikmönnum hefur fækkað um 50 í efstu deild karla, frá því að 4+1 reglan var afnumin, og um 42 í 1. deild karla. Það eru því samtals 92 leikmönnum færra í þessum tveimur deildum frá árinu 2018, jafnvel þrátt fyrir að fjölgað hafi um eitt lið í 1. deild. Og öll fækkunin er eiginlega leikmenn á aldrinum 20-26 ára. Það stemmir við þá pælingu að þeir sem eru yngri en 20 ára eru til í að vera á bekknum og mæta á æfingar, í von um að verða frábærir í körfubolta. Síðan hreinsast út þarna. Menn segja að það sé bara frábært affall og eðlilegt, en það getur ekki verið eðlilegt þegar það fækkar svona mikið. Þetta er áhyggjuefni því þetta er mikilvægasti aldurinn, þar sem menn verða að alvöru leikmönnum og stjörnum,“ segir Grímur. Ekkert land með svona reglur Ef horft er til „leikinna mínútna“ í vetur hafa erlendir leikmenn spilað 65% mínútna í efstu deild karla, og 33% í efstu deild kvenna. Grímur óttast að mínútum þeirra íslensku fækki enn meira á næstu leiktíð. „Það er ekkert land sem er með svona reglur eins og við. Að allir leikmenn á skýrslunni geti verið erlendir leikmenn. Ég ítreka að þetta eru ungmennafélög. Menn eru að bera sig saman við Spán og fleiri lönd – þú færð mestar tekjur á Spáni fyrir utan NBA-deildina – en á Spáni eru samt sem áður reglur um uppalda leikmenn,“ segir Grímur og er ekki bjartsýnn á að körfuboltahreyfingin forðist að fylla lið sín af erlendum leikmönnum. Hann tekur því undir grein blaðamannsins Óskars Ófeigs Jónssonar sem birtist hér á Vísi í gær. „Ef að það má, þá gera menn það“ „Öll heiðursmannasamkomulag, allt sem að þessi körfuboltahreyfing hefur sett sér, hefur verið brotið. Það kom leikmaður frá Hrunamönnum og spilaði með Stjörnunni í úrslitaleik bikarsins. Ef að það má, þá gera menn það. Það segjast allir ætla að fara vel með þessa stöðu. En af því að þetta eru ungmennafélög, og af því að þetta er borgað af samfélaginu, þá eru margir sem bera í rauninni enga ábyrgð á því sem þeir eru að gera. Svo kemur sveitarfélagið og hjálpar félaginu þegar allt er komið í skrúfuna, eins og hefur margsinnis gerst og örugglega í öllum íslenskum íþróttafélögum. Þetta er bara svo mannlegt. Þess vegna eru rosalega miklar líkur á því að við förum illa með þetta frelsi. Það hefur alla vega ekki komið íslenskum leikmönnum vel að reglunum skyldi breytt. Menn tala um að landsliðinu gangi svo vel en þar eru þetta allt leikmenn sem komu upp í gegnum 4+1 regluna,“ segir Grímur. Íslands-, bikar- og nýkrýndir deildarmeistarar Vals eru með best skipaða karlalið landsins, sérstaklega þegar horft er til íslenskra leikmanna. Aðspurður hvort að það liti ekki afstöðu Valsmanna segir Grímur: „Þetta hefur ekkert með það að gera í mínum haus. Bara ekki neitt. Miðað við hvernig menn tala ættum við að eiga pening til að kaupa alla útlendinga heimsins, en þeir vita svo sem ekki hvernig við rekum okkur og að því fer fjarri. En þetta er svo leiðinleg umræða. Það að ég sé Valsari breytir ekki gögnunum. Ég hef einmitt setið á þingi og reynt að benda á þessi gögn, en þá fæ ég þetta einmitt yfir mig: „Þú ert Valsari, þér er sama um allt nema Val“. En gögnin tala sínu máli og Íslendingum í deildinni myndi ekkert fjölga við að ég væri ekki Valsari,“ segir Grímur.
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum