Í myndbandi sem náðist af atvikinu sást McPherson skalla knattspyrnustjóra Rangers, Fran Alonso, í hnakkann þegar leikmenn og þjálfarar þökkuðu hver öðrum fyrir leikinn. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.
" We can't have that in football at all"
— Sky Sports Scotland (@ScotlandSky) March 27, 2023
It appears Fran Alonso was headbutted by Rangers Assistant Craig McPherson at full-time pic.twitter.com/EdbCCoE5pG
McPherson var pirraður í leikslok enda jafnaði Celtic þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Skoska knattspyrnusambandið hefur væntanlega rannsókn á málinu þegar skýrsla dómara leiksins hefur borist.
Í viðtali eftir leikinn sagði Alonso að sér hefði verið ýtt og hann hefði auk þess verið kallaður lítil rotta eftir leikinn. Hann sagðist þó skilja svekkelsi Rangers-manna enda blóðugt að fá á sig jöfnunarmark í blálokin.
Celtic og Rangers eru í 2. og 3. sæti skosku úrvalsdeildarinnar. Einu stigi munar á liðunum. Glasgow City er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.