Brýnt að ljúka ofanflóðavörnum: „Þetta sýnir þörfina svo vel“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. mars 2023 12:31 Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir íbúa á liðnum árum hafa unnið betur og meira úr áfallinu sem fylgdi snjóflóðinu fyrir tæplega fimm áratugum. Stöð 2/Einar Árnason Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir snjóflóðin sem féllu í Neskaupstað í morgun skiljanlega hafa áhrif á íbúa en flestir þekki söguna af mannskæða flóðinu 1974. Mikilvægi þess að ljúka ofanflóðavörnum í bænum hafi bersýnilega komið í ljós í morgun og bæjarstjóri segir þau vinna að málinu með íbúum sem ein heild. Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Rýming er í fullum gangi en aðgerðarstjórn er í samráði við Veðurstofuna um hvort grípa þurfi til frekari rýminga í dag. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, er í aðgerðarstjórn en hann segir að flytja hafi þurft tugi íbúa það sem af er degi. „Margir fara í fjöldahjálparstöðina í Egilsbúð en einhverjir fara jafnvel til ættingja og vina annars staðar í bænum sem eru utan hættusvæðis. Þannig þetta er heilmikil aðgerð sem er í gangi hjá okkur í dag,“ segir hann. Íbúar taki þessu almennt af miklu æðruleysi og stillingu. „En auðvitað hefur þetta áhrif. Menn þekkja hérna í Norðfirði söguna af þessu mannskæða flóði 1974 og þetta sambýli við ofanflóðahættu. Það hefur áhrif líka en ég þreytist aldrei af því að hrósa fólki þegar að á reynir, hversu vel það bregst við, og það er það sem við gerum,“ segir Jón Björn. Vonir eru bundnar við að veðrið gangi niður og þau geti séð hvernig fjallið lítur út. „Það er auðvitað ekki mikið skyggni fyrir ofan byggðina. Þannig það er bara verkefnið núna að ljúka rýmingunni og koma fólki fyrir og síðan verðum við bara að taka þetta eftir því sem fram á daginn líður og við sjáum hvernig veður og snjóalög þróast,“ segir hann. Sýnir þörfina á vörnum vel Sá hluti bæjarins þar sem flóðið féll var óvarinn fyrir snjóflóðum en undirbúningur er hafinn við að reisa fjórða ofanflóðagarðinn. „Fyrir nokkrum vikum þá vorum við að kynna, í samráði með Ofanflóðasjóði, hönnun á þeim garði sem er síðasti liðurinn í ofanflóðavörnum hér í Norðfirði. Hér líkt og á svo mörgum öðrum stöðum á landinu er svo brýnt að þessar ofanflóðavarnir, að þeim fari að ljúka,“ segir Jón Björn. „Við höfum sannarlega séð í morgun hversu mikilvæg þessi varnarmannvirki eru og hversu mikið okkur vantaði þennan fjórða.“ Aðspurður um hvort fólk geti unnið hratt og vel úr málinu og nýtt kraftinn til að knýja á um úrbætur telur hann svo vera. „Þetta sýnir, eins og við þekkjum, þörfina svo vel og ég er viss um að á því verði fullur skilningur. Auðvitað höfum við á liðnum árum unnið betur og meira úr þessum áföllum þannig fólk nýtir sér þann kraft. En fyrst og síðast þá stillum við okkur núna vel saman og vinnum þetta sem ein heild eins og við gerum alltaf þegar á bjátar,“ segir Jón Björn. Fjarðabyggð Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum. 27. mars 2023 10:36 Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Rýming er í fullum gangi en aðgerðarstjórn er í samráði við Veðurstofuna um hvort grípa þurfi til frekari rýminga í dag. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, er í aðgerðarstjórn en hann segir að flytja hafi þurft tugi íbúa það sem af er degi. „Margir fara í fjöldahjálparstöðina í Egilsbúð en einhverjir fara jafnvel til ættingja og vina annars staðar í bænum sem eru utan hættusvæðis. Þannig þetta er heilmikil aðgerð sem er í gangi hjá okkur í dag,“ segir hann. Íbúar taki þessu almennt af miklu æðruleysi og stillingu. „En auðvitað hefur þetta áhrif. Menn þekkja hérna í Norðfirði söguna af þessu mannskæða flóði 1974 og þetta sambýli við ofanflóðahættu. Það hefur áhrif líka en ég þreytist aldrei af því að hrósa fólki þegar að á reynir, hversu vel það bregst við, og það er það sem við gerum,“ segir Jón Björn. Vonir eru bundnar við að veðrið gangi niður og þau geti séð hvernig fjallið lítur út. „Það er auðvitað ekki mikið skyggni fyrir ofan byggðina. Þannig það er bara verkefnið núna að ljúka rýmingunni og koma fólki fyrir og síðan verðum við bara að taka þetta eftir því sem fram á daginn líður og við sjáum hvernig veður og snjóalög þróast,“ segir hann. Sýnir þörfina á vörnum vel Sá hluti bæjarins þar sem flóðið féll var óvarinn fyrir snjóflóðum en undirbúningur er hafinn við að reisa fjórða ofanflóðagarðinn. „Fyrir nokkrum vikum þá vorum við að kynna, í samráði með Ofanflóðasjóði, hönnun á þeim garði sem er síðasti liðurinn í ofanflóðavörnum hér í Norðfirði. Hér líkt og á svo mörgum öðrum stöðum á landinu er svo brýnt að þessar ofanflóðavarnir, að þeim fari að ljúka,“ segir Jón Björn. „Við höfum sannarlega séð í morgun hversu mikilvæg þessi varnarmannvirki eru og hversu mikið okkur vantaði þennan fjórða.“ Aðspurður um hvort fólk geti unnið hratt og vel úr málinu og nýtt kraftinn til að knýja á um úrbætur telur hann svo vera. „Þetta sýnir, eins og við þekkjum, þörfina svo vel og ég er viss um að á því verði fullur skilningur. Auðvitað höfum við á liðnum árum unnið betur og meira úr þessum áföllum þannig fólk nýtir sér þann kraft. En fyrst og síðast þá stillum við okkur núna vel saman og vinnum þetta sem ein heild eins og við gerum alltaf þegar á bjátar,“ segir Jón Björn.
Fjarðabyggð Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum. 27. mars 2023 10:36 Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06
Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum. 27. mars 2023 10:36
Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03