Körfubolti

Vals­menn fram­lengja við einn besta leik­mann Subway deildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Jónsson lyfti Íslandsbikarnum í fyrra sem Valsmenn höfðu ekki unnið í 39 ár.
Kári Jónsson lyfti Íslandsbikarnum í fyrra sem Valsmenn höfðu ekki unnið í 39 ár. Vísir/Bára

Kári Jónsson hefur framlengt samning sinn við Val um tvö ár en hann er á sínu öðru ári með félaginu.

Kári er uppalinn i Haukum en kom til Vals fyrir síðasta tímabil frá spænska félaginu Basquet Girona.

Á stuttum tíma sínum á Hlíðarenda þá hefur Kári unnið alla titla, varð Íslandsmeistari síðasta vor, bikarmeistari í janúar og nú síðast deildarmeistari eftir sigur Vals í Njarðvík í næstsíðustu umferð.

Kári hefur átt frábært tímabil og er án efa einn af bestu leikmönnum Subway deildarinnar á þessari leiktíð.

Kári er með 17,7 stig og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í tuttugu deildarleikjum. Hann hefur mest skorað 31 stig í einum leik og mest gefið 12 stoðsendingar í leik.

Eins og er þá er Kári þriðji stigahæsti íslenski leikmaður deildarinnar og sá annar stoðsendingahæsti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×