„Gaur, hættu að hrósa mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 08:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson lyftir hér Íslandsmestaraskildinum eftir að Blikar unnu Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, segir það raunhæft markmið að íslenskt lið komist í riðlakeppni á Evrópumótunum í knattspyrnu. Óskar Hrafn ræddi drauma um að komast langt í Evrópu við Guðjón Guðmundsson. Breiðablik hefur komist í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar undanfarin ár en dottið þar út á móti sterkum liðum Aberdeen frá Skotlandi og Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi. Blikar hafa alls spilað tólf Evrópuleiki undanfarin tvö ár. Óskar Hrafn sér möguleika á að fara mun lengra í Evrópukeppninni og nú fá Blikar að fara Íslandmeistaraleiðina þar sem liðið á að fá auðveldari mótherja. Þarft að vera heppinn með drátt „Mér finnst það en það er auðvitað þannig að það þarf gríðarlega margt að ganga upp. Þú þarf að spila vel, þú þarft að vera með sterkan hóp og þú þarft að vera heppinn með drátt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í samtali við Gaupa. „Ef við horfum bara á Víkingana í fyrra þá fá þeir forkeppnina hérna heima þannig að þeir þurfa ekki að fara til Eistlands. Þeir ná síðan virkilega góðum árangri í Evrópu og fara í þriðju umferð eins og við,“ sagði Óskar Hrafn. Klippa: Óskar Hrafn um möguleika íslensku liðanna í Evrópu „Þeir fara aðra leið, Meistaraleiðina, á meðan við fórum þessa almennu leið í Sambandsdeildinni. Við gætum þurft að fara til Svartfjallalands í forkeppninni. Það verður mikið og stórt verkefni en það er hægt,“ sagði Óskar Hrafn. Hugrekki til að spila eins og hér heima „Íslenskt lið getur komist í riðlakeppnina en það þarf margt að ganga upp og liðið þarf að vera gott. Liðið þarf að hafa hugrekki til þess að spila í Evrópu eins og það spilar hérna heima,“ sagði Óskar. „Síðan þurfum við að vera heppin með drátt og þú þarft að spila eins nálægt hámarksgetu og nokkur kostur er í hverjum einasta leik í Evrópu annars er þér refsað,“ sagði Óskar. „Við og Víkingar, KA-menn, Valsmenn KR-ingar, Stjörnumenn og allir þurfum bara að vera betri í litlu hlutunum. Þurfum að vera einbeittari og við eigum ekki að sætta okkur við hlutina,“ sagði Óskar. Ísak Snær Þorvaldsson í leik á móti Istanbul Basaksehir í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar í fyrra.Vísir/Hulda Margrét Þetta er svona ‚pitty talk' „Í fyrra þegar við spiluðum við tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir og þeir komu til okkar eftir leikinn hérna heima og sögu: Frábær leikur hjá ykkur og rosalega flottir og gaman að horfa á ykkur spila og eitthvað svoleiðis,“ sagði Óskar. „Það er alveg gaman en á endanum þarftu að segja: Gaur, hættu að hrósa mér. Þetta er svona ‚pitty talk', hættu að vorkenna mér og hættu að hrósa mér ef við töpum. Við þurfum að komast þangað að við sættum okkur ekki við annað en að vinna þessa leiki,“ sagði Óskar en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Besta deild karla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Sjá meira
Breiðablik hefur komist í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar undanfarin ár en dottið þar út á móti sterkum liðum Aberdeen frá Skotlandi og Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi. Blikar hafa alls spilað tólf Evrópuleiki undanfarin tvö ár. Óskar Hrafn sér möguleika á að fara mun lengra í Evrópukeppninni og nú fá Blikar að fara Íslandmeistaraleiðina þar sem liðið á að fá auðveldari mótherja. Þarft að vera heppinn með drátt „Mér finnst það en það er auðvitað þannig að það þarf gríðarlega margt að ganga upp. Þú þarf að spila vel, þú þarft að vera með sterkan hóp og þú þarft að vera heppinn með drátt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í samtali við Gaupa. „Ef við horfum bara á Víkingana í fyrra þá fá þeir forkeppnina hérna heima þannig að þeir þurfa ekki að fara til Eistlands. Þeir ná síðan virkilega góðum árangri í Evrópu og fara í þriðju umferð eins og við,“ sagði Óskar Hrafn. Klippa: Óskar Hrafn um möguleika íslensku liðanna í Evrópu „Þeir fara aðra leið, Meistaraleiðina, á meðan við fórum þessa almennu leið í Sambandsdeildinni. Við gætum þurft að fara til Svartfjallalands í forkeppninni. Það verður mikið og stórt verkefni en það er hægt,“ sagði Óskar Hrafn. Hugrekki til að spila eins og hér heima „Íslenskt lið getur komist í riðlakeppnina en það þarf margt að ganga upp og liðið þarf að vera gott. Liðið þarf að hafa hugrekki til þess að spila í Evrópu eins og það spilar hérna heima,“ sagði Óskar. „Síðan þurfum við að vera heppin með drátt og þú þarft að spila eins nálægt hámarksgetu og nokkur kostur er í hverjum einasta leik í Evrópu annars er þér refsað,“ sagði Óskar. „Við og Víkingar, KA-menn, Valsmenn KR-ingar, Stjörnumenn og allir þurfum bara að vera betri í litlu hlutunum. Þurfum að vera einbeittari og við eigum ekki að sætta okkur við hlutina,“ sagði Óskar. Ísak Snær Þorvaldsson í leik á móti Istanbul Basaksehir í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar í fyrra.Vísir/Hulda Margrét Þetta er svona ‚pitty talk' „Í fyrra þegar við spiluðum við tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir og þeir komu til okkar eftir leikinn hérna heima og sögu: Frábær leikur hjá ykkur og rosalega flottir og gaman að horfa á ykkur spila og eitthvað svoleiðis,“ sagði Óskar. „Það er alveg gaman en á endanum þarftu að segja: Gaur, hættu að hrósa mér. Þetta er svona ‚pitty talk', hættu að vorkenna mér og hættu að hrósa mér ef við töpum. Við þurfum að komast þangað að við sættum okkur ekki við annað en að vinna þessa leiki,“ sagði Óskar en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Besta deild karla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Sjá meira