„Það er alveg lygilegt hvernig þetta leystist,“ segir Alfreð Alfreðsson, leiðsögumaður sem hafði verið að leiðsegja 18 ferðamönnum í dag áður en blinbylur skall á. Önnur rúta með ferðamönnum festist einnig á sömu slóðum.
„Veðrið var alveg snarvitlaust eftir að við keyrðum framhjá Lómagnúpi, þá er maður í þannig stöðu að maður getur ekki stoppað, þú snýrð ekkert við. Svo þegar við komum að Kirkjubæjarklaustri stoppuðu Björgunarsveitir okkur og bílar fóru að hrannast upp við Skaftárskála, 30 bílar og sennilega um 7 rútur.“

Fólk hafi farið að undirbúa það að þurfa að gista nóttina á Kirkjubæjarklaustri. Björgunarsveitir leystu hins vegar snögglega úr teppunni.
„Þeir voru ótrúlega snöggir til og nú er maður bara kominn í blíðu í Vík,“ segir Alfreð.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að allt hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig, hvað verkefni björgunarsveitar varðar.
„Það var einn bíll sem fór út af rét utan við Klaustur en það leystist. Þetta snerist aðallega um lokunina. Það vill nú þannig til að ég keyrði í gegnum þetta sjálfur, það var mjög blint.