Á láni frá Arsenal en flaug til Flórída til að reyna að skipta um landslið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2023 14:31 Folarin Balogun á ferðinni í leik með Stade de Reims. Getty/Sylvain Lefevre Arsenal framherjinn Folarin Balogun er upptekinn í landsleikjahléinu við að reyna að skipta yfir í bandaríska landsliðið. Hinn 21 árs gamli Balogun hefur staðið sig frábærlega í frönsku deildinni en þó ekki nógu vel til að komast í enska landsliðið eða vera kallaður aftur úr láni til Arsenal. High-scoring Folarin Balogun is stateside, fueling USMNT speculation. Comments from Hudson, Pulisic, Turner https://t.co/5s8VwBcMc3— Steven Goff (@SoccerInsider) March 24, 2023 Balogun hefur skorað 17 mörk í 27 leikjum fyrir Reims í frönsku deildinni og aðeins þeir Kylian Mbappe og Jonathan David hafa skorað fleiri. Þegar Gabriel Jesus meiddist þá kallaði Arsenal samt ekki í hann úr láni. Balogun hefur spilað með yngri landsliðum Englands en ekki fengið kallið í A-landsliðið. Hann dróg sig út úr enska 21 árs landsliðinu í þessum landsleikjaglugga vegna óskilgreindra meiðsla. Hann má spila með þremur landsliðum því hann er fæddur í New York í Bandaríkjunum, alinn upp í Englandi og þá eru foreldrar hans frá Nígeríu. Imagine this potential USMNT starting XI with Folarin Balogun pic.twitter.com/bslmfddvHd— USMNT Only (@usmntonly) March 24, 2023 Það bjuggust flestir við að hann reyndi að komast í enska landsliðið en áhugi frá því bandaríska hefur fengið hann til að skipta. „Í lífinu ferðu þangað þar sem þú ert metinn að verðleikum,“ skrifaði Folarin Balogun á samfélagsmiðla sem ýtir undir það að hann vilji komast í landslið og þá það bandaríska. Bandaríska landsliðið er nú statt í Flórída til að undirbúa sig fyrir leik á móti Grenada í kvöld og á móti El Salvador á mánudaginn. Balogun er sagður hafa flogið til Flórída til að ræða málin. Það eru spennandi tímar hjá bandaríska landsliðinu enda ung spennandi kynslóð að taka við og Bandaríkjamenn á heimavelli á næsta heimsmeistaramóti. Það er líka staðreynd samkvæmt frétt ESPN að bandaríska knattspyrnusambandið hefur verið á eftir Balogun í marga mánuði en nú virðist hann vera búinn að fá nóg að því að bíða eftir kallinu frá enska landsliðsþjálfaranum. Most goals scored by U21 players in Europe's top five Leagues this season: Balogun - 17 Martinelli - 13 Saka - 12Arsenal shining all over Europe pic.twitter.com/ETxvty45PE— ESPN UK (@ESPNUK) March 22, 2023 Bandaríski fótboltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Balogun hefur staðið sig frábærlega í frönsku deildinni en þó ekki nógu vel til að komast í enska landsliðið eða vera kallaður aftur úr láni til Arsenal. High-scoring Folarin Balogun is stateside, fueling USMNT speculation. Comments from Hudson, Pulisic, Turner https://t.co/5s8VwBcMc3— Steven Goff (@SoccerInsider) March 24, 2023 Balogun hefur skorað 17 mörk í 27 leikjum fyrir Reims í frönsku deildinni og aðeins þeir Kylian Mbappe og Jonathan David hafa skorað fleiri. Þegar Gabriel Jesus meiddist þá kallaði Arsenal samt ekki í hann úr láni. Balogun hefur spilað með yngri landsliðum Englands en ekki fengið kallið í A-landsliðið. Hann dróg sig út úr enska 21 árs landsliðinu í þessum landsleikjaglugga vegna óskilgreindra meiðsla. Hann má spila með þremur landsliðum því hann er fæddur í New York í Bandaríkjunum, alinn upp í Englandi og þá eru foreldrar hans frá Nígeríu. Imagine this potential USMNT starting XI with Folarin Balogun pic.twitter.com/bslmfddvHd— USMNT Only (@usmntonly) March 24, 2023 Það bjuggust flestir við að hann reyndi að komast í enska landsliðið en áhugi frá því bandaríska hefur fengið hann til að skipta. „Í lífinu ferðu þangað þar sem þú ert metinn að verðleikum,“ skrifaði Folarin Balogun á samfélagsmiðla sem ýtir undir það að hann vilji komast í landslið og þá það bandaríska. Bandaríska landsliðið er nú statt í Flórída til að undirbúa sig fyrir leik á móti Grenada í kvöld og á móti El Salvador á mánudaginn. Balogun er sagður hafa flogið til Flórída til að ræða málin. Það eru spennandi tímar hjá bandaríska landsliðinu enda ung spennandi kynslóð að taka við og Bandaríkjamenn á heimavelli á næsta heimsmeistaramóti. Það er líka staðreynd samkvæmt frétt ESPN að bandaríska knattspyrnusambandið hefur verið á eftir Balogun í marga mánuði en nú virðist hann vera búinn að fá nóg að því að bíða eftir kallinu frá enska landsliðsþjálfaranum. Most goals scored by U21 players in Europe's top five Leagues this season: Balogun - 17 Martinelli - 13 Saka - 12Arsenal shining all over Europe pic.twitter.com/ETxvty45PE— ESPN UK (@ESPNUK) March 22, 2023
Bandaríski fótboltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira