Varnarlínur settar upp Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2023 22:28 Fjölmennt lið slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna hefur verið að störfum í dag. Vísir/Vilhelm Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. Slökkviliðinu barst tilkynning um sinubrunann, sem rekja má til íkveikju nemenda í Menntaskólanum í Kópavogi, rétt eftir klukkan 13:00 í dag. Enn logar eldur í mosa á svæðinu og fólk er beðið um að hætta sér alls ekki á það. Á þriðja tug slökkviliðsmanna hefur komið að aðgerðunum. Björgunarsveitir og ríkislögreglustjóri aðstoðuðu við starfann. Slökkviliðinu tókst að bjarga tveimur húsum frá eldinum, þar á meðal Óttarsstöðum. Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að tugir hektarar lægju undir eftir brunann. „Við náðum að bjarga tveimur húsum, eldtungurnar náðu ekki í þær. En svo er fókusinn að fara suðvestureftir, leggja lagnir og slöngur niður frá að Reykjanesbrautinni og niður að sjó, til þess að koma í veg fyrir þetta og fara hinum megin við sinuna. Það er gríðarlega þurr jarðvegur hérna og svo blæs mikið, þetta er búið að vera mjög erfitt og krefjandi.“ Eins og fréttastofa greindi frá í dag kviknaði sinubruninn líklega vegna fikts nemanda í Menntaskólanum í Kópavogi með svokallað kúlublys. Það staðfesti lögregla fyrr í kvöld, en málið er í hennar höndum. Guðríður Eldey Arnarsdóttir skólameistari sagði að allir, sem kæmu að málinu, væru miður sín. „Þetta var nú ekki flugeldur held ég, en einhvers konar blys eða slíkt. Ég held að það átti sig mjög fáir á því um hávetur að landið geti verið orðið svona þurrt og útsett fyrir sinueldum. En svona er auðvitað óviljaverk og viðkomandi aðili er miður sín yfir þessu. Þannig að þetta var hugsunarleysi.“ „Eldurinn óútreiknanlegur“ Slökkviliðið greindi frá því á Facebook fyrr í kvöld að eldar loguðu enn í mosa á mörgum stöðum í hrauninu. Svæðið væri erfitt yfirferðar og erfitt að komast að eldinum. Fólk var enn fremur hvatt til að fara ávallt varlega með eld utandyra. „Um kvöldmatarleytið var tekin sú ákvörðun að setja upp varnarlínur til að takmarka útbreiðslu og láta gróðurinn brenna að þeim. Slökkviliðsmenn frá SHS munu vakta svæðið í nótt en reykur mun sjást frá svæðinu í kvöld og nótt. Frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. Við vörum fólk við að fara á svæðið þar sem reykurinn er hættulegur, hraunið erfitt yfirferðar og eldurinn óútreiknanlegur.“ Slökkvilið Hafnarfjörður Björgunarsveitir Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Slökkviliðinu barst tilkynning um sinubrunann, sem rekja má til íkveikju nemenda í Menntaskólanum í Kópavogi, rétt eftir klukkan 13:00 í dag. Enn logar eldur í mosa á svæðinu og fólk er beðið um að hætta sér alls ekki á það. Á þriðja tug slökkviliðsmanna hefur komið að aðgerðunum. Björgunarsveitir og ríkislögreglustjóri aðstoðuðu við starfann. Slökkviliðinu tókst að bjarga tveimur húsum frá eldinum, þar á meðal Óttarsstöðum. Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að tugir hektarar lægju undir eftir brunann. „Við náðum að bjarga tveimur húsum, eldtungurnar náðu ekki í þær. En svo er fókusinn að fara suðvestureftir, leggja lagnir og slöngur niður frá að Reykjanesbrautinni og niður að sjó, til þess að koma í veg fyrir þetta og fara hinum megin við sinuna. Það er gríðarlega þurr jarðvegur hérna og svo blæs mikið, þetta er búið að vera mjög erfitt og krefjandi.“ Eins og fréttastofa greindi frá í dag kviknaði sinubruninn líklega vegna fikts nemanda í Menntaskólanum í Kópavogi með svokallað kúlublys. Það staðfesti lögregla fyrr í kvöld, en málið er í hennar höndum. Guðríður Eldey Arnarsdóttir skólameistari sagði að allir, sem kæmu að málinu, væru miður sín. „Þetta var nú ekki flugeldur held ég, en einhvers konar blys eða slíkt. Ég held að það átti sig mjög fáir á því um hávetur að landið geti verið orðið svona þurrt og útsett fyrir sinueldum. En svona er auðvitað óviljaverk og viðkomandi aðili er miður sín yfir þessu. Þannig að þetta var hugsunarleysi.“ „Eldurinn óútreiknanlegur“ Slökkviliðið greindi frá því á Facebook fyrr í kvöld að eldar loguðu enn í mosa á mörgum stöðum í hrauninu. Svæðið væri erfitt yfirferðar og erfitt að komast að eldinum. Fólk var enn fremur hvatt til að fara ávallt varlega með eld utandyra. „Um kvöldmatarleytið var tekin sú ákvörðun að setja upp varnarlínur til að takmarka útbreiðslu og láta gróðurinn brenna að þeim. Slökkviliðsmenn frá SHS munu vakta svæðið í nótt en reykur mun sjást frá svæðinu í kvöld og nótt. Frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. Við vörum fólk við að fara á svæðið þar sem reykurinn er hættulegur, hraunið erfitt yfirferðar og eldurinn óútreiknanlegur.“
Slökkvilið Hafnarfjörður Björgunarsveitir Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira