Karlar sem afhjúpa konur Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sóley Tómasdóttir skrifa 23. mars 2023 18:31 Feðraveldið hefur alltaf reynt að spila á femíníska aðferðafræði, notfæra sér þær leiðir sem verið er að fara hverju sinni og skrumskæla þær með einhverjum hætti. Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum (til baka) fyrir glæpsamlegt athæfi, þó ásakanirnar séu illa rökstuddar, glæpirnir óljósir og jafnvel bara alls ekki til staðar. Þetta er ansi ódýr leið, enda er að sjálfsögðu hægt að finna eitthvað hjá öllu fólki sem hægt er að skekkja, ýkja og breyta til þess að búa til hentuga útgáfu af sannleikanum. Svo má hleypa sögunni út í litlum skömmtum og dreifa brauðmolum fyrir almenning og óvandaða fjölmiðla að elta. Það má halda hótununum yfir höfði femínistanna sem á endanum brenna upp og hætta. Af því að eins og Cynthia Enloe sagði svo eftirminnilega, „feðraveldið þrífst á kulnun kvenna“. Við stöndum í þessum sporum akkúrat núna. Eddu Falak skal refsað, henni skal gert að biðjast afsökunar á tilveru sinni, hún skal leiðrétta einhverjar meintar rangfærslur og útskýra fortíð sína án þess að nokkuð liggi fyrir um hver mistök hennar eru. Hún, sem hefur verið í stafni femínísks aktívisma undanfarin misseri, skuldar allt í einu þjóðinni nákvæmar skýringar á náms- og starfsferli sínum af því að einhver maður með youtube-rás hefur ákveðið að krefjast þess. Hún skal, og jafnvel vinnuveitendur hennar líka, beygja sig í duftið og biðjast auðmjúklega afsökunar á einhverju og svo kemur bara í ljós seinna hverju verður haldið fram gegn henni. Og þá byrjar ballið upp á nýtt. Við vitum hvernig ofbeldismenn virka. Við vitum að þessu lýkur ekki hér. Við höfum meira að segja séð það svart á hvítu hvernig þessi tiltekni ásakandi virkar. Hann mun ekki leggja frá sér selfie-prikið þegar afsökunarbeiðnin er komin í hús og játa sig sigraðan. Enda er maðurinn ekki drifinn áfram af sannleiksást eða virðingu fyrir vandaðri fjölmiðlun, heldur á hann sér sögu um þráhyggjukennda hegðun í garð kvenna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ranghugmyndum samfélagsins um fortíð eða nútíð femínista er beitt markvisst til þess að draga úr trúverðugleika þeirra og þagga niður í þeim. Af því höfum við báðar reynslu, rétt eins og aðrar konur sem hafa staðið í stafni femínísks aktívisma á Íslandi. Í gegnum tíðina höfum við undirritaðar ekki aðeins verið krafðar um svör vegna allskonar misréttis og óréttlætis sem fátt annað fólk hefur treyst sér til að hafa skoðun á í samfélaginu, heldur höfum við á sama tíma verið sakaðar um kosningasvindl, ofbeldi, áreitni, að þykja ekki vænt um börnin okkar og ástunda ófagleg vinnubrögð í daglegum störfum. Þær sem stóðu í stafninum á undan okkur upplifðu sambærilegar árásir. Það hvort Edda Falak vann í banka eða bakaríi skiptir engu andskotans máli. Ef hún beitir eigin hyggjuviti til að frásagnir hennar um kynbundið ofbeldi og áreitni séu ekki rekjanlegar til tiltekinna staða eða manna er hún að tryggja eigið öryggi, ekki að blekkja almenning. Það er hennar skýlausi réttur og það er óþolandi að við þurfum að skrifa blaðagrein til að útskýra það. Nú er kominn tími til að við sem samfélag lærum af þessari reynslu. Leyfum þessum mönnum ekki að komast upp með að „hringja til Danmerkur“ til að taka okkur niður og kenna okkur að skammast okkar. Leyfum þeim ekki að taka af okkur verkfærin okkar sem við nýtum einungis í þágu betri heims, verkfærin sem Edda Falak hefur öðrum fremur nýtt til að veita þolendum skjól, öryggi, rödd og vettvang til að skila skömminni þangað sem hún á heima. Lærum af reynslunni og hættum að láta vænisjúka samsæriskenningasmiði stjórna samfélagsumræðunni. Höfundar eru feminískir aktívistar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Fjölmiðlar Jafnréttismál MeToo Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Feðraveldið hefur alltaf reynt að spila á femíníska aðferðafræði, notfæra sér þær leiðir sem verið er að fara hverju sinni og skrumskæla þær með einhverjum hætti. Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum (til baka) fyrir glæpsamlegt athæfi, þó ásakanirnar séu illa rökstuddar, glæpirnir óljósir og jafnvel bara alls ekki til staðar. Þetta er ansi ódýr leið, enda er að sjálfsögðu hægt að finna eitthvað hjá öllu fólki sem hægt er að skekkja, ýkja og breyta til þess að búa til hentuga útgáfu af sannleikanum. Svo má hleypa sögunni út í litlum skömmtum og dreifa brauðmolum fyrir almenning og óvandaða fjölmiðla að elta. Það má halda hótununum yfir höfði femínistanna sem á endanum brenna upp og hætta. Af því að eins og Cynthia Enloe sagði svo eftirminnilega, „feðraveldið þrífst á kulnun kvenna“. Við stöndum í þessum sporum akkúrat núna. Eddu Falak skal refsað, henni skal gert að biðjast afsökunar á tilveru sinni, hún skal leiðrétta einhverjar meintar rangfærslur og útskýra fortíð sína án þess að nokkuð liggi fyrir um hver mistök hennar eru. Hún, sem hefur verið í stafni femínísks aktívisma undanfarin misseri, skuldar allt í einu þjóðinni nákvæmar skýringar á náms- og starfsferli sínum af því að einhver maður með youtube-rás hefur ákveðið að krefjast þess. Hún skal, og jafnvel vinnuveitendur hennar líka, beygja sig í duftið og biðjast auðmjúklega afsökunar á einhverju og svo kemur bara í ljós seinna hverju verður haldið fram gegn henni. Og þá byrjar ballið upp á nýtt. Við vitum hvernig ofbeldismenn virka. Við vitum að þessu lýkur ekki hér. Við höfum meira að segja séð það svart á hvítu hvernig þessi tiltekni ásakandi virkar. Hann mun ekki leggja frá sér selfie-prikið þegar afsökunarbeiðnin er komin í hús og játa sig sigraðan. Enda er maðurinn ekki drifinn áfram af sannleiksást eða virðingu fyrir vandaðri fjölmiðlun, heldur á hann sér sögu um þráhyggjukennda hegðun í garð kvenna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ranghugmyndum samfélagsins um fortíð eða nútíð femínista er beitt markvisst til þess að draga úr trúverðugleika þeirra og þagga niður í þeim. Af því höfum við báðar reynslu, rétt eins og aðrar konur sem hafa staðið í stafni femínísks aktívisma á Íslandi. Í gegnum tíðina höfum við undirritaðar ekki aðeins verið krafðar um svör vegna allskonar misréttis og óréttlætis sem fátt annað fólk hefur treyst sér til að hafa skoðun á í samfélaginu, heldur höfum við á sama tíma verið sakaðar um kosningasvindl, ofbeldi, áreitni, að þykja ekki vænt um börnin okkar og ástunda ófagleg vinnubrögð í daglegum störfum. Þær sem stóðu í stafninum á undan okkur upplifðu sambærilegar árásir. Það hvort Edda Falak vann í banka eða bakaríi skiptir engu andskotans máli. Ef hún beitir eigin hyggjuviti til að frásagnir hennar um kynbundið ofbeldi og áreitni séu ekki rekjanlegar til tiltekinna staða eða manna er hún að tryggja eigið öryggi, ekki að blekkja almenning. Það er hennar skýlausi réttur og það er óþolandi að við þurfum að skrifa blaðagrein til að útskýra það. Nú er kominn tími til að við sem samfélag lærum af þessari reynslu. Leyfum þessum mönnum ekki að komast upp með að „hringja til Danmerkur“ til að taka okkur niður og kenna okkur að skammast okkar. Leyfum þeim ekki að taka af okkur verkfærin okkar sem við nýtum einungis í þágu betri heims, verkfærin sem Edda Falak hefur öðrum fremur nýtt til að veita þolendum skjól, öryggi, rödd og vettvang til að skila skömminni þangað sem hún á heima. Lærum af reynslunni og hættum að láta vænisjúka samsæriskenningasmiði stjórna samfélagsumræðunni. Höfundar eru feminískir aktívistar.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar