Nota beltabíla og hitamyndavélar til að glíma við sinueldinn Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2023 15:20 Bæði gömul og nýleg hús eru í námunda við sinueldinn. Vísir/Egill Á þriðja tug slökkviliðsmanna glímir nú við sinueld sem logar í Straumsvík við Hafnarfjörð. Það fær liðsauka frá björgunarsveitum og ríkislögreglustjóra sem útveguðu beltabíla og hitamyndavélar. Engin mannvirki eru sögð í hættu. Að neðan má sjá myndskeið frá vettvangi sem Egill Aðalsteinsson tökumaður okkar tók. Tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík um klukkan 13:00 í dag. Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarvarðstjóri í aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að tuttugu til þrjátíu slökkviliðsmenn glími nú við eldinn. Fyrsti beltabíllinn mættur ásamt björgunarsveitarfólki frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Eldurinn sé ekki mikill en útbreiddur. Svæðið sé erfitt yfirferðar, gróft hraun og mói, og fátt sé um stíga til að keyra. Slökkvistarf sé í gangi og ekki útséð um hvenær náist að ráða niðurlögum eldsins. „Við erum komin með aðstoð frá Landsbjörg og ríkislögreglustjóra, hitamyndavélar og annað. Það er töluverð starfsemi í gangi,“ segir Þorsteinn. Gömul útihús eru á jörðinni í Straumsvík. Einhver þeirra hafa orðið eldi að bráð.Vísir/Vilhelm Hann segir minni hús á svæðinu en ekki sé talið að þau séu í hættu. Litlir gamlir kofar hafi orðið eldi að bráð en ekki hafi verið nein verðmæti í þeim. Sinueldur í forgrunni og álverið í Straumsvík og Hafnarfjörður í baksýn.Reynir Freyr Pétursson Snjóbílar, svokallaðir Högglundar, frá Landsbjörg eru nú komnir á staðinn. Þeir eiga að þjappa niður jarðveg og flytja búnað og dælur að þeim stöðum þar sem eldurinn logar. Bíll virðist hafa skemmst í sinueldinum í Straumsvík.Vísir/Vilhelm Nokkur hús eru í nágrenni sinueldsins og í töluverðri hættu.Vísir/Egill Sinubruninn nær yfir töluvert stórt svæði.Vísir/Egill Þessi skúr varð eldinum að bráð.Vísir/Egill Slökkvilið Hafnarfjörður Björgunarsveitir Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Tilkynnt um sinueld nærri Straumsvík Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 13 í dag. 23. mars 2023 13:22 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Að neðan má sjá myndskeið frá vettvangi sem Egill Aðalsteinsson tökumaður okkar tók. Tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík um klukkan 13:00 í dag. Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarvarðstjóri í aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að tuttugu til þrjátíu slökkviliðsmenn glími nú við eldinn. Fyrsti beltabíllinn mættur ásamt björgunarsveitarfólki frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Eldurinn sé ekki mikill en útbreiddur. Svæðið sé erfitt yfirferðar, gróft hraun og mói, og fátt sé um stíga til að keyra. Slökkvistarf sé í gangi og ekki útséð um hvenær náist að ráða niðurlögum eldsins. „Við erum komin með aðstoð frá Landsbjörg og ríkislögreglustjóra, hitamyndavélar og annað. Það er töluverð starfsemi í gangi,“ segir Þorsteinn. Gömul útihús eru á jörðinni í Straumsvík. Einhver þeirra hafa orðið eldi að bráð.Vísir/Vilhelm Hann segir minni hús á svæðinu en ekki sé talið að þau séu í hættu. Litlir gamlir kofar hafi orðið eldi að bráð en ekki hafi verið nein verðmæti í þeim. Sinueldur í forgrunni og álverið í Straumsvík og Hafnarfjörður í baksýn.Reynir Freyr Pétursson Snjóbílar, svokallaðir Högglundar, frá Landsbjörg eru nú komnir á staðinn. Þeir eiga að þjappa niður jarðveg og flytja búnað og dælur að þeim stöðum þar sem eldurinn logar. Bíll virðist hafa skemmst í sinueldinum í Straumsvík.Vísir/Vilhelm Nokkur hús eru í nágrenni sinueldsins og í töluverðri hættu.Vísir/Egill Sinubruninn nær yfir töluvert stórt svæði.Vísir/Egill Þessi skúr varð eldinum að bráð.Vísir/Egill
Slökkvilið Hafnarfjörður Björgunarsveitir Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Tilkynnt um sinueld nærri Straumsvík Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 13 í dag. 23. mars 2023 13:22 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Tilkynnt um sinueld nærri Straumsvík Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 13 í dag. 23. mars 2023 13:22