Stór plástur í sár á útidyrahurðinni á Siglufjarðarkirkju Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2023 16:10 Hægri hurðin er komin í viðgerð en krossviðsplata fyllir í gatið. Sigurður Ægisson Allt helgihald fellur niður í Siglufjarðarkirkju á sunnudag eftir að útidyrahurð kirkjunnar gaf sig í vindi í morgun. Meðhjálpari segir að hurðin verði lagfærð en svo verði blankur söfnuðurinn að finna leið til að fjárfesta í nýrri hurð. Þessi sé komin vel til ára sinna. Það var á sjöunda tímanum í morgun sem bankað var hjá Jóni Andrjesi Hinrikssyni á Siglufirði. Svipað var uppi á teningnum fyrir þremur til fjórum árum. Sami maður á ferð. „Þá var hurðin opin, skökk og snúinn. Enda er hún barn síns tíma. Í morgun var hún fokin af og lá alveg úti á stétt. Hékk ekki einu sinni á hjörunum,“ segir Jón Andrjes. Hann lýsir sér sem meðhjálpara í hjáverkum við kirkjuna. Hann segir sem svo virðist sem læsingin hafi verið biluð. En hurðin sé svo að segja ónýt. Þó eigi að lappa upp á hana, „hrækja í þetta“ eins og Jón Andrjes kemst að orði, en svo þurfi að fjárfesta í nýrri hurð. „Þótt söfnuðurinn sé blankur.“ Hurðin féll á stéttina en var borin inn á kirkjugólf áður en hún var flutt í góðar hendur siglfirskra smiða.Sigurður Ægisson Hvasst hefur verið á Siglufirði undanfarið í framhaldi af dúnalogni sem var í blíðviðri en kulda á mánudaginn. Smiðir á Siglufirði brugðust skjótt við í morgun. Krossviðsplötu var smellt í gatið svo ekki blæs inn. Þó verður ekkert af messuhaldi um helgina, hvorki barnastarfi né gospelmessa. Hurðin er að líkindum um níutíu ára gömul eða jafngömul kirkjunni. Sigurður Ægisson sóknarprestur, sem greindi frá tíðindunum á Facebook, segir ljóst að kostnaður við kaup á nýrri hurð hlaupi á tveimur til þremur milljónum. Huga þurfi að lausn til langtíma. En á meðan sé allt gert til að helgistarf um páskana geti farið fram samkvæmt áætlun. Fjallabyggð Þjóðkirkjan Veður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Það var á sjöunda tímanum í morgun sem bankað var hjá Jóni Andrjesi Hinrikssyni á Siglufirði. Svipað var uppi á teningnum fyrir þremur til fjórum árum. Sami maður á ferð. „Þá var hurðin opin, skökk og snúinn. Enda er hún barn síns tíma. Í morgun var hún fokin af og lá alveg úti á stétt. Hékk ekki einu sinni á hjörunum,“ segir Jón Andrjes. Hann lýsir sér sem meðhjálpara í hjáverkum við kirkjuna. Hann segir sem svo virðist sem læsingin hafi verið biluð. En hurðin sé svo að segja ónýt. Þó eigi að lappa upp á hana, „hrækja í þetta“ eins og Jón Andrjes kemst að orði, en svo þurfi að fjárfesta í nýrri hurð. „Þótt söfnuðurinn sé blankur.“ Hurðin féll á stéttina en var borin inn á kirkjugólf áður en hún var flutt í góðar hendur siglfirskra smiða.Sigurður Ægisson Hvasst hefur verið á Siglufirði undanfarið í framhaldi af dúnalogni sem var í blíðviðri en kulda á mánudaginn. Smiðir á Siglufirði brugðust skjótt við í morgun. Krossviðsplötu var smellt í gatið svo ekki blæs inn. Þó verður ekkert af messuhaldi um helgina, hvorki barnastarfi né gospelmessa. Hurðin er að líkindum um níutíu ára gömul eða jafngömul kirkjunni. Sigurður Ægisson sóknarprestur, sem greindi frá tíðindunum á Facebook, segir ljóst að kostnaður við kaup á nýrri hurð hlaupi á tveimur til þremur milljónum. Huga þurfi að lausn til langtíma. En á meðan sé allt gert til að helgistarf um páskana geti farið fram samkvæmt áætlun.
Fjallabyggð Þjóðkirkjan Veður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira