Heimsókn í skóla: Hnakkar og djúpsteikt pylsa í FSu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. mars 2023 15:30 Eva Margrét Guðnadóttir heimsótti FSu fyrir viðureign skólans gegn FÁ í FRÍS. Samsett Þriðja viðureign átta liða úrslita Framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands, eða FRÍS, fór fram síðastliðinn miðvikudag þar sem FÁ og FSu áttust við. Eins og síðustu ár tók Eva Margrét Guðnadóttir púlsinn á nemendum skólanna fyrir viðureignina. Eva skellti sér fyrst í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Á Selfossi hitti hún fyrir alvöru hnakka og komst að því að það besta sem bærinn hefur upp á að bjóða er djúpsteikt pylsa með Doritos í Pylsuvagninum fræga, eða Pulló eins og heimamenn kalla vagninn. Á milli þess sem Eva skoðaði föt fyrir smáfólk og lék eftir atriði úr kvikmyndinni Titanic frá árinu 1997 ræddi hún við liðsmenn FSu sem keppa fyrir hönd skólans í FRÍS. FSu hafði að lokum betur gegn FÁ í FRÍS síðastliðinn miðvikudag og skólinn er því kominn áfram í undanúrslit. Heimsókn Evu í FSu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Heimsókn í skóla: Hnakkar og djúpsteikt pylsa í FSu Framhaldsskólaleikarnir halda svo áfram í kvöld þegar Tækniskólinn og Menntaskólinn á Tröllaskaga eigast við í átta liða úrslitum í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Bein útsending hefst klukkan 19:30. Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn
Eva skellti sér fyrst í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Á Selfossi hitti hún fyrir alvöru hnakka og komst að því að það besta sem bærinn hefur upp á að bjóða er djúpsteikt pylsa með Doritos í Pylsuvagninum fræga, eða Pulló eins og heimamenn kalla vagninn. Á milli þess sem Eva skoðaði föt fyrir smáfólk og lék eftir atriði úr kvikmyndinni Titanic frá árinu 1997 ræddi hún við liðsmenn FSu sem keppa fyrir hönd skólans í FRÍS. FSu hafði að lokum betur gegn FÁ í FRÍS síðastliðinn miðvikudag og skólinn er því kominn áfram í undanúrslit. Heimsókn Evu í FSu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Heimsókn í skóla: Hnakkar og djúpsteikt pylsa í FSu Framhaldsskólaleikarnir halda svo áfram í kvöld þegar Tækniskólinn og Menntaskólinn á Tröllaskaga eigast við í átta liða úrslitum í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Bein útsending hefst klukkan 19:30.
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn