Gísli Þorgeir skoraði sex mörk í níu marka sigri á Hamm-Westfalen. Sóknarleikur beggja liða var stirður í fyrri hálfleik en heimamenn í Hamm-Westfalen skoruðu aðeins 8 mörk á fyrstu 30 mínútum leiksins.
Fór það að endingu svo að Magdeburg vann þægilega níu marka útisigur, lokatölur 27-36. Sem stendur eru meistararnir í 4. sæti deildarinnar með 35 stig að loknum 22 leikjum eða fjórum stigum minna en topplið Füchse Berlin sem hefur leikið leik meira.
Wir gewinnen mit 36:27 beim ASV Hamm-Westfalen.
— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) March 19, 2023
Danke an die grünrote Unterstützung vor Ort
Spielbericht https://t.co/XSSY7hjuGe
_____#scmhuja I Franzi Gora pic.twitter.com/Lf5Qj579VO
Þá voru tveir íslenskir landsliðsmenn á ferðinni í fjögurra marka tapi MT Melsungen gegn Kiel, lokatölur þar 19-23. Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu á meðan Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark.
Melsungen er í 12. sæti með 20 stig að loknum 23 leikjum.