Halda íbúafund vegna ágangs máva: „Maður heyrir alveg að húmoristarnir eru á kreiki“ Árni Sæberg skrifar 19. mars 2023 11:00 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Hann segir ágang máva stærra vandamál en margan grunar. Stöð 2/Arnar Íbúafundur er á döfinni í Garðabæ vegna ágangs máva, sem búist er við að aukist mikið á þegar varptíminn gengur í garð á næstunni. Bæjarstjóri Garðabæjar segir að málið sé alvarlegra en marga grunar. Ágangur máva hefur lengi verið þyrnir í augum Garðbæinga, líkt og svo margra annarra. Þeir hafa leikið íbúa Sjálandshverfis, sem liggur meðfram strandlengjunni við Gálgahraun, sérstaklega grátt undanfarin ár. Fréttastofa fjallaði um vilja bæjarstjórnar til þess að fá leyfi til að stinga á mávaegg í hrauninu, en það er friðlýst, síðasta sumar. Nú gengur varptími máva senn í garð og því hefur bæjarstjórn Garðabæjar ákveðið að blása til íbúafundar vegna málsins. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir í samtali við Vísi að markmið fundarins sé fyrst og fremst að fræða íbúa um hvað þeir geti gert til þess að verjast mávinum. Hann mun sjálfur opna fundinn áður en dýravistfræðingur og meindýraeiðir halda erindi. Fundurinn verður opinn öllum íbúum Garðabæjar en Almar býst aðallega við íbúum í Sjálandi, þrátt fyrir að mávurinn sé vissulega til trafala víðar í bænum. „Við erum að undirbúa það sem við vitum að muni gerast, það er ansi mikill ágangur í nokkrum hverfum í bænum þegar varptíminn er í gangi. Við urðum mikið vör við þetta í fyrra, og undanfarin ár í rauninni, að íbúar kvarti yfir þessu. Auðvitað eru þetta nú bara dýr sem eiga skilið sitt pláss í náttúrunni en okkur þykir þurfa að hjálpa til við að sporna við versta áganginum allavega,“ segir Almar. Hústökumávar farnir að gera sig gildandi Almar segir að bærinn hafi ýmis úrræði til þess að sporna við ágangi máva í bæjarlandinu, enda séu þeir ekki friðaðir. Hins vegar sé mávurinn einnig farinn að gera sig gildandi á eignum bæjarbúa, sér í lagi í Sjálandinu. Þeir séu farnir að koma sér fyrir á þökum húsa og öðru slíku. „Ég held að þeir sem hafa ekki lent í þessu átti sig ekki á því hvað þetta er mikið, af því að maður heyrir alveg að húmoristarnir eru á kreiki og spyrja hvort þetta þurfi. En þá er það bara fræðsla til húsfélaga og íbúa, um hvað þeir geta gert ef mávar venja sig á að verpa á þökum eða í görðum þeirra,“ segir hann Vandamál víðar en í Garðabæ Almar segir að það séu ekki bara Garðbæingar sem finna fyrir ágangi máva og kvarta yfir honum. Hann situr í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og segir að á þeim vettvangi hafi, reyndar fyrir allmörgum árum, verið fastur dagskrárliður að samræma aðgerðir til þess að tækla mávavandamálið. „Einhverjir í okkar nágrannasveitarfélögum eru eflaust að gera eitthvað, þó að það fari kannski minna fyrir því en hjá okkur. Já, það er líf og fjör í þessu, þetta eru stóru málin. Þetta eru mikilvæg mál fyrir þau sem eru nærri þessu,“ segir Almar að lokum. Garðabær Dýr Fuglar Tengdar fréttir Segir sjálfstæðismenn lýsa yfir stríði við máva Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir gagnrýnir framgang Sjálfstæðisflokksins hvað máva í Reykjavík varðar en hún segir flokkinn hafa lýst yfir stríði við fuglinn. Hún hvetur kjörna fulltrúa til þess að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins sem vilji drepa unga mávana. 30. ágúst 2022 22:15 Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. 12. ágúst 2022 20:01 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Ágangur máva hefur lengi verið þyrnir í augum Garðbæinga, líkt og svo margra annarra. Þeir hafa leikið íbúa Sjálandshverfis, sem liggur meðfram strandlengjunni við Gálgahraun, sérstaklega grátt undanfarin ár. Fréttastofa fjallaði um vilja bæjarstjórnar til þess að fá leyfi til að stinga á mávaegg í hrauninu, en það er friðlýst, síðasta sumar. Nú gengur varptími máva senn í garð og því hefur bæjarstjórn Garðabæjar ákveðið að blása til íbúafundar vegna málsins. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir í samtali við Vísi að markmið fundarins sé fyrst og fremst að fræða íbúa um hvað þeir geti gert til þess að verjast mávinum. Hann mun sjálfur opna fundinn áður en dýravistfræðingur og meindýraeiðir halda erindi. Fundurinn verður opinn öllum íbúum Garðabæjar en Almar býst aðallega við íbúum í Sjálandi, þrátt fyrir að mávurinn sé vissulega til trafala víðar í bænum. „Við erum að undirbúa það sem við vitum að muni gerast, það er ansi mikill ágangur í nokkrum hverfum í bænum þegar varptíminn er í gangi. Við urðum mikið vör við þetta í fyrra, og undanfarin ár í rauninni, að íbúar kvarti yfir þessu. Auðvitað eru þetta nú bara dýr sem eiga skilið sitt pláss í náttúrunni en okkur þykir þurfa að hjálpa til við að sporna við versta áganginum allavega,“ segir Almar. Hústökumávar farnir að gera sig gildandi Almar segir að bærinn hafi ýmis úrræði til þess að sporna við ágangi máva í bæjarlandinu, enda séu þeir ekki friðaðir. Hins vegar sé mávurinn einnig farinn að gera sig gildandi á eignum bæjarbúa, sér í lagi í Sjálandinu. Þeir séu farnir að koma sér fyrir á þökum húsa og öðru slíku. „Ég held að þeir sem hafa ekki lent í þessu átti sig ekki á því hvað þetta er mikið, af því að maður heyrir alveg að húmoristarnir eru á kreiki og spyrja hvort þetta þurfi. En þá er það bara fræðsla til húsfélaga og íbúa, um hvað þeir geta gert ef mávar venja sig á að verpa á þökum eða í görðum þeirra,“ segir hann Vandamál víðar en í Garðabæ Almar segir að það séu ekki bara Garðbæingar sem finna fyrir ágangi máva og kvarta yfir honum. Hann situr í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og segir að á þeim vettvangi hafi, reyndar fyrir allmörgum árum, verið fastur dagskrárliður að samræma aðgerðir til þess að tækla mávavandamálið. „Einhverjir í okkar nágrannasveitarfélögum eru eflaust að gera eitthvað, þó að það fari kannski minna fyrir því en hjá okkur. Já, það er líf og fjör í þessu, þetta eru stóru málin. Þetta eru mikilvæg mál fyrir þau sem eru nærri þessu,“ segir Almar að lokum.
Garðabær Dýr Fuglar Tengdar fréttir Segir sjálfstæðismenn lýsa yfir stríði við máva Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir gagnrýnir framgang Sjálfstæðisflokksins hvað máva í Reykjavík varðar en hún segir flokkinn hafa lýst yfir stríði við fuglinn. Hún hvetur kjörna fulltrúa til þess að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins sem vilji drepa unga mávana. 30. ágúst 2022 22:15 Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. 12. ágúst 2022 20:01 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Segir sjálfstæðismenn lýsa yfir stríði við máva Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir gagnrýnir framgang Sjálfstæðisflokksins hvað máva í Reykjavík varðar en hún segir flokkinn hafa lýst yfir stríði við fuglinn. Hún hvetur kjörna fulltrúa til þess að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins sem vilji drepa unga mávana. 30. ágúst 2022 22:15
Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. 12. ágúst 2022 20:01