Enn einni eldflauginni skotið frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2023 10:07 Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa töluverðar áhyggjur af ítrekuðum eldflaugaskotum frá Norður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Enn einni eldflauginni var skotið frá Norður-Kóreu í morgun. Að þessu sinni var um að ræða skammdræga eldflaug og var henni skotið til austurs, á haf út frá Kóreuskaganum. Hernaðaryfirvöld í Suður-Kóreu og Japan segja eldflaugina hafa flogið um átta hundruð kílómetra í allt að fimmtíu kílómetra hæð, áður en hún hæfði skotmark sitt, samkvæmt frétt Reuters. Miklum fjölda eldflauga hefur verið skotið frá Norður-Kóreu á undanförnum vikum og hafa þær verið af margvíslegum gerðum. Á meðal þeirra hafa verið eldflaugar hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Norður-Kóreumenn hafa um árabil unnið að þróun kjarnorkuvopna og eldflauga sem borið geta þau vopn hvert sem er í heiminum. Þessi þróunarvinna fer gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fyrr í vikunni var langdrægri eldflaug skotið frá Norður-Kóreu og var það gert skömmu fyrir fund þeirra Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, og Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, þar sem þeir voru meðal annars að ræða aukna samvinnu gegn Norður-Kóreu. Sjá einnig: Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu segir að í kjölfar eldflaugaskotsins í morgun hafi Bandaríkjamenn sent B-1B sprengjuflugvél til Suður-Kóreu, þar sem hún verður notuð til æfinga. Rétt rúmar tvær vikur eru síðan sama flugvél var notuð við aðrar æfingar yfir Suður-Kóreu. Bæði Japanir og Suður-Kóreumenn hafa miklar áhyggjur af auknum vopnatilraunum í Norður-Kóreu og mikilli hernaðaruppbyggingar í Kína. Varnarmálaráðherra Japans fordæmdi eldflaugaskotið í morgun og sagði hegðun yfirvalda í Norður-Kóreu óásættanlega og ógna heimsfriði. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. 14. mars 2023 10:21 Norður-Kóreumenn skutu eldflaug inn í lofthelgi Japana Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug í hafið við Vesturströnd Japans í morgun. Í gær vöruðu þeir nágranna sína til Suðurs og Bandaríkjamenn við því að þeir myndu bregðast harkalega við æfingum herja þjóðanna tveggja á næstu dögum. 18. febrúar 2023 11:59 Versnandi fæðuskortur í Norður-Kóreu Fæðuskortur Norður-Kóreu hefur farið versnandi að undanförnu og hafa yfirvöld meðal annars dregið úr matarskammti hermanna. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur viðurkennt vandamálið og sagt að þróun í landbúnaði sé eitt mikilvægasta verkefni þessa árs. 15. febrúar 2023 13:11 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Hernaðaryfirvöld í Suður-Kóreu og Japan segja eldflaugina hafa flogið um átta hundruð kílómetra í allt að fimmtíu kílómetra hæð, áður en hún hæfði skotmark sitt, samkvæmt frétt Reuters. Miklum fjölda eldflauga hefur verið skotið frá Norður-Kóreu á undanförnum vikum og hafa þær verið af margvíslegum gerðum. Á meðal þeirra hafa verið eldflaugar hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Norður-Kóreumenn hafa um árabil unnið að þróun kjarnorkuvopna og eldflauga sem borið geta þau vopn hvert sem er í heiminum. Þessi þróunarvinna fer gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fyrr í vikunni var langdrægri eldflaug skotið frá Norður-Kóreu og var það gert skömmu fyrir fund þeirra Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, og Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, þar sem þeir voru meðal annars að ræða aukna samvinnu gegn Norður-Kóreu. Sjá einnig: Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu segir að í kjölfar eldflaugaskotsins í morgun hafi Bandaríkjamenn sent B-1B sprengjuflugvél til Suður-Kóreu, þar sem hún verður notuð til æfinga. Rétt rúmar tvær vikur eru síðan sama flugvél var notuð við aðrar æfingar yfir Suður-Kóreu. Bæði Japanir og Suður-Kóreumenn hafa miklar áhyggjur af auknum vopnatilraunum í Norður-Kóreu og mikilli hernaðaruppbyggingar í Kína. Varnarmálaráðherra Japans fordæmdi eldflaugaskotið í morgun og sagði hegðun yfirvalda í Norður-Kóreu óásættanlega og ógna heimsfriði.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. 14. mars 2023 10:21 Norður-Kóreumenn skutu eldflaug inn í lofthelgi Japana Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug í hafið við Vesturströnd Japans í morgun. Í gær vöruðu þeir nágranna sína til Suðurs og Bandaríkjamenn við því að þeir myndu bregðast harkalega við æfingum herja þjóðanna tveggja á næstu dögum. 18. febrúar 2023 11:59 Versnandi fæðuskortur í Norður-Kóreu Fæðuskortur Norður-Kóreu hefur farið versnandi að undanförnu og hafa yfirvöld meðal annars dregið úr matarskammti hermanna. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur viðurkennt vandamálið og sagt að þróun í landbúnaði sé eitt mikilvægasta verkefni þessa árs. 15. febrúar 2023 13:11 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. 14. mars 2023 10:21
Norður-Kóreumenn skutu eldflaug inn í lofthelgi Japana Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug í hafið við Vesturströnd Japans í morgun. Í gær vöruðu þeir nágranna sína til Suðurs og Bandaríkjamenn við því að þeir myndu bregðast harkalega við æfingum herja þjóðanna tveggja á næstu dögum. 18. febrúar 2023 11:59
Versnandi fæðuskortur í Norður-Kóreu Fæðuskortur Norður-Kóreu hefur farið versnandi að undanförnu og hafa yfirvöld meðal annars dregið úr matarskammti hermanna. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur viðurkennt vandamálið og sagt að þróun í landbúnaði sé eitt mikilvægasta verkefni þessa árs. 15. febrúar 2023 13:11
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56