Southampton gerði 3-3 jafntefli Tottenham Hotspur í dag en situr þó enn á botni deildarinnar. Liðið er þó aðeins einum sigri frá því að lyfta sér upp úr fallsæti.
Á sama tíma og Southampton náði í stig þá vann Leeds United frækinn 4-2 útisigur á Úlfunum og stökk upp úr fallsæti. Mörk Leeds skoruðu Jack Harrisson, Luke Ayling, Rasmus Kristensen og Rodrigo. Mörk Úlfanna skoruðu Jonny – sem fékk síðar að líta rauða spjaldið – og Matheus Cunha.
Úlfarnir eru áfram með 27 stig í 13. sæti en Leeds er nú aðeins sæti neðar með 26 stig og á leik til góða.
FULL-TIME Wolves 2-4 Leeds
— Premier League (@premierleague) March 18, 2023
A big win for the visitors sees them rise out of the relegation zone#WOLLEE pic.twitter.com/OtwSfm2ufM
Aston Villa vann öruggan 3-0 sigur á Bournemouth. Douglas Luiz, Jacob Ramsey og Emi Buendía. Villa er nú í 10. sæti með 38 stig á meðan Bournemouth er í 19. sæti með 24 stig.
Brentford og Leicester City gerðu svo 1-1 jafntefli. Mathias Jensen skoraði mark heimamanna en Harvey Barnes jafnaði fyrir Refina. Shandon Baptiste fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok leiks.
Brentford er í 8. sæti með 42 stig en Leicester í 16. sæti með 25 stig.