Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Árni Sæberg skrifar 17. mars 2023 18:25 Katrín Jakobsdóttir mátti þola framíköll á meðan hún flutti opnunarræðu landsfundar Vinstri grænna. Stöð 2/Arnar Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hófs síðdegis í dag og Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flutti opnunarræðu fundarins klukkan 17.30. Ræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan: Fundurinn er haldinn í skugga ólgu innan flokksins. Í dag og í gærkvöldi hafa um þrjátíu flokksfélagar sagt sig úr flokknum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt.. Þeirra á meðal eru varaþingmaður flokksins og sonur fyrrverandi formanns hans. Einn þeirra sem viðstaddur var fundinn tók til máls á meðan Katrín flutti opnunarræðu fundarins. Sá greip fram í og sagðist ekki geta staðið lengur í salnum undir „lygum“ Katrínar. „Þetta er lygi. Lindarhvolsmálið gleymist. Þú gleymdir Lindarhvoli,“ kallaði maðurinn. Katrín benti manninum þá vinalega á það hún væri ekki búin að tala. „Ég nenni ekki að hlusta á þessa helvítis lygi í þér,“ svaraði maðurinn. Þá benti Katrín honum á að honum væri frjálst að yfirgefa salinn. „Ég mun gera það og ég vona að þú standir með þjóðinni, en sért ekki í stríði við hana. Að fara til Úkraínu og þykjast vera eitthvað og sért svo í stríði við þjóðina, skammastu þín,“ sagði maðurinn að lokum. Vinstri græn Akureyri Tengdar fréttir Bein útsending: Ræða Katrínar á landsfundi VG Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hefst síðdegis í dag og mun Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flytja opnunarræðu fundarins klukkan 17.30. 17. mars 2023 16:46 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hófs síðdegis í dag og Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flutti opnunarræðu fundarins klukkan 17.30. Ræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan: Fundurinn er haldinn í skugga ólgu innan flokksins. Í dag og í gærkvöldi hafa um þrjátíu flokksfélagar sagt sig úr flokknum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt.. Þeirra á meðal eru varaþingmaður flokksins og sonur fyrrverandi formanns hans. Einn þeirra sem viðstaddur var fundinn tók til máls á meðan Katrín flutti opnunarræðu fundarins. Sá greip fram í og sagðist ekki geta staðið lengur í salnum undir „lygum“ Katrínar. „Þetta er lygi. Lindarhvolsmálið gleymist. Þú gleymdir Lindarhvoli,“ kallaði maðurinn. Katrín benti manninum þá vinalega á það hún væri ekki búin að tala. „Ég nenni ekki að hlusta á þessa helvítis lygi í þér,“ svaraði maðurinn. Þá benti Katrín honum á að honum væri frjálst að yfirgefa salinn. „Ég mun gera það og ég vona að þú standir með þjóðinni, en sért ekki í stríði við hana. Að fara til Úkraínu og þykjast vera eitthvað og sért svo í stríði við þjóðina, skammastu þín,“ sagði maðurinn að lokum.
Vinstri græn Akureyri Tengdar fréttir Bein útsending: Ræða Katrínar á landsfundi VG Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hefst síðdegis í dag og mun Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flytja opnunarræðu fundarins klukkan 17.30. 17. mars 2023 16:46 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Bein útsending: Ræða Katrínar á landsfundi VG Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hefst síðdegis í dag og mun Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flytja opnunarræðu fundarins klukkan 17.30. 17. mars 2023 16:46