Þær Jana Salóme Ingibjargar og Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, og Sigríður Gísladóttir, dýralæknir á Ísafirði og formaður VG á Vestfjörðum, munu kljást um að verða ritarar flokksins.
Líf Magneudóttir borgarfulltrúi og Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri, vilja svo bæði verða gjaldkerar í stjórn flokksins.
Að öllu óbreyttu verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra áfram formaður flokksins þar sem ekki hefur borist neitt mótframboð í það embætti. Sömu sögu er að segja um varaformannsembættið en í því situr Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra.
Enn getur fólk þó boðið sig fram því framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en annað kvöld að loknum almennum stjórnmálaumræðum. Á landsfundinum verða einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð og tíu til vara. Framboðsfrestur í flokksráðið rennur út á laugardag.