Tottenham neitar að selja Kane næsta sumar og gæti misst hann frítt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2023 12:01 Hvað gerir Kane í sumar? Getty Images/Richard Sellers Þegar félagaskiptaglugginn á Englandi opnar í sumar verður aðeins ár þangað til samningur framherjans Harry Kane við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur rennur út. Hann virðist ekki vera á leiðinni að skrifa undir nýjan samning en það breytir því ekki að Tottenham hefur engan áhuga á að selja sinn besta mann. Talið er að fjöldi liða muni horfa hýru auga til Kane í sumar. Hann fagnar þrítugs afmæli sínu þann 28. júlí næstkomandi og verður því þann mund að verða 31 árs þegar samningur hans rennur út sumarið 2024. Manchester United hefur lengi vel horft á Kane sem manninn sem getur leidd sóknarlínu liðsins. Hvort Kane sé sama sinnis er annað mál en það er ljóst að Man United getur borgað honum mun hærri laun en Tottenham og þá hefur félagið gert nokkuð nýverið sem Tottenham Kane hefur ekki enn gert á ferli sínum, unnið titil. Sky Sports greinir frá því að Kane sé líklega númer eitt á innkaupalista Man United næsta sumar en félagið þarf þó að standast fjárhagsreglur og því er ekki víst hversu miklu það getur eytt. Það þarf hins vegar nýjan framherja þar sem Wout Weghorst er aðeins á láni og Anthony Martial er einfaldlega meira á nuddbekknum í inniskóm heldur en út á grasi í takkaskóm. Ásamt Kane þá eru Victor Osimhen [Napoli], Gonçalo Ramos [Benfica], Lautaro Martínez [Inter Milan], Dušan Vlahović [Juventus] og Mohammed Kudus [Ajax]. Osimhen at double as Napoli reach first quarter-final — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 15, 2023 Hvað Kane varðar, ef hann skrifar ekki undir nýjan samning þá getur hann samið við lið utan Englands í janúar á næsta ári. Það er eitthvað sem ríkjandi Þýskalandsmeistarar Bayern München vonast til að gerist. Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Liverpool sem og enska landsliðsins, segir að Man United sé eini raunhæfi möguleikinn fyrir Kane á Englandi fari hann frá Tottenham. Harry Kane hefur skorað 203 mörk í ensku úrvalsdeildinni.Michael Regan/Getty Images „Ég vill ekki sjá hann hjá Man United, af augljósum ástæðum. Ef þú hugsar út í það, Manchester City er með Erling Braut Håland, Liverpool er með Darwin Núñez og hann getur ekki farið til Arsenal.“ Aðspurður hvort hann sjá Kane fyrir sér hjá Bayern: „Hann vill ná markametinu á Englandi. Verði hann í ensku úrvalsdeildinni allt þangað til hann leggur skóna á hilluna þá verður hann markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi. Það er einstakt afrek.“ Eina leiðin fyrir Kane til að þagga niður í fréttamiðlum er að skrifa undir nýjan samning hjá Tottenham. Sem stendur virðist hann ekki hafa áhuga á því og því verðu forvitnilegt að sjá hvað gerist í sumar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Talið er að fjöldi liða muni horfa hýru auga til Kane í sumar. Hann fagnar þrítugs afmæli sínu þann 28. júlí næstkomandi og verður því þann mund að verða 31 árs þegar samningur hans rennur út sumarið 2024. Manchester United hefur lengi vel horft á Kane sem manninn sem getur leidd sóknarlínu liðsins. Hvort Kane sé sama sinnis er annað mál en það er ljóst að Man United getur borgað honum mun hærri laun en Tottenham og þá hefur félagið gert nokkuð nýverið sem Tottenham Kane hefur ekki enn gert á ferli sínum, unnið titil. Sky Sports greinir frá því að Kane sé líklega númer eitt á innkaupalista Man United næsta sumar en félagið þarf þó að standast fjárhagsreglur og því er ekki víst hversu miklu það getur eytt. Það þarf hins vegar nýjan framherja þar sem Wout Weghorst er aðeins á láni og Anthony Martial er einfaldlega meira á nuddbekknum í inniskóm heldur en út á grasi í takkaskóm. Ásamt Kane þá eru Victor Osimhen [Napoli], Gonçalo Ramos [Benfica], Lautaro Martínez [Inter Milan], Dušan Vlahović [Juventus] og Mohammed Kudus [Ajax]. Osimhen at double as Napoli reach first quarter-final — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 15, 2023 Hvað Kane varðar, ef hann skrifar ekki undir nýjan samning þá getur hann samið við lið utan Englands í janúar á næsta ári. Það er eitthvað sem ríkjandi Þýskalandsmeistarar Bayern München vonast til að gerist. Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Liverpool sem og enska landsliðsins, segir að Man United sé eini raunhæfi möguleikinn fyrir Kane á Englandi fari hann frá Tottenham. Harry Kane hefur skorað 203 mörk í ensku úrvalsdeildinni.Michael Regan/Getty Images „Ég vill ekki sjá hann hjá Man United, af augljósum ástæðum. Ef þú hugsar út í það, Manchester City er með Erling Braut Håland, Liverpool er með Darwin Núñez og hann getur ekki farið til Arsenal.“ Aðspurður hvort hann sjá Kane fyrir sér hjá Bayern: „Hann vill ná markametinu á Englandi. Verði hann í ensku úrvalsdeildinni allt þangað til hann leggur skóna á hilluna þá verður hann markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi. Það er einstakt afrek.“ Eina leiðin fyrir Kane til að þagga niður í fréttamiðlum er að skrifa undir nýjan samning hjá Tottenham. Sem stendur virðist hann ekki hafa áhuga á því og því verðu forvitnilegt að sjá hvað gerist í sumar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira