Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2023 15:23 Framkonur vilja undirstrika að kynbundið áreiti og ofbeldi megi ekki líðast. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum. Yfirlýsing Framkvenna kemur í kjölfar úrskurðar aganefndar HSÍ sem setti Sigurð Bragason, þjálfara kvennaliðs ÍBV, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar eftir sigur ÍBV á Val í Olís-deildinni á dögunum. Sigurður var meðal annars sakaður um að hafa slegið liðsstjóra Vals tvívegis í rassinn en ÍBV sagði um vinalegt klapp á mjöðm að ræða. Aganefnd taldi ekki hægt að úrskurða um málið þar sem að orð stæði gegn orði. Tveggja leikja bannið var vegna almennrar hegðunar Sigurðar eftir leikinn þar sem hann þótti sýna óíþróttamannslega framkomu með því að fagna fyrir framan hóp Valsara og einnig með því að segja leikmanni Vals að „fokka sér“. Á Instagram-reikningi Framkvenna var í dag birt yfirlýsing til stuðnings þolenda, þar sem önnur lið voru jafnframt hvött til að láta í sér heyra. Þær segja að miklar væntingar hafi verið meðal íþróttakvenna í kjölfar metoo-hreyfingarinnar, um að áreiti og ofbeldi gegn þeim yrði upprætt, en því miður sýni reynslan að svo sé ekki. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Framkisa (@framkisur) Sigurður tekur út seinni leik sinn í banni í dag þegar ÍBV mætir Selfossi í Laugardalshöll, í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Rétt áður mætast Haukar og Valur í hinum undanúrslitaleiknum. Því er ekki útilokað að ÍBV og Valur mætist í úrslitaleik á laugardaginn sem jafnframt yrði þá fyrsti leikur Sigurðar á hliðarlínunni eftir bannið. Olís-deild kvenna Fram Handbolti ÍBV Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Yfirlýsing Framkvenna kemur í kjölfar úrskurðar aganefndar HSÍ sem setti Sigurð Bragason, þjálfara kvennaliðs ÍBV, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar eftir sigur ÍBV á Val í Olís-deildinni á dögunum. Sigurður var meðal annars sakaður um að hafa slegið liðsstjóra Vals tvívegis í rassinn en ÍBV sagði um vinalegt klapp á mjöðm að ræða. Aganefnd taldi ekki hægt að úrskurða um málið þar sem að orð stæði gegn orði. Tveggja leikja bannið var vegna almennrar hegðunar Sigurðar eftir leikinn þar sem hann þótti sýna óíþróttamannslega framkomu með því að fagna fyrir framan hóp Valsara og einnig með því að segja leikmanni Vals að „fokka sér“. Á Instagram-reikningi Framkvenna var í dag birt yfirlýsing til stuðnings þolenda, þar sem önnur lið voru jafnframt hvött til að láta í sér heyra. Þær segja að miklar væntingar hafi verið meðal íþróttakvenna í kjölfar metoo-hreyfingarinnar, um að áreiti og ofbeldi gegn þeim yrði upprætt, en því miður sýni reynslan að svo sé ekki. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Framkisa (@framkisur) Sigurður tekur út seinni leik sinn í banni í dag þegar ÍBV mætir Selfossi í Laugardalshöll, í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Rétt áður mætast Haukar og Valur í hinum undanúrslitaleiknum. Því er ekki útilokað að ÍBV og Valur mætist í úrslitaleik á laugardaginn sem jafnframt yrði þá fyrsti leikur Sigurðar á hliðarlínunni eftir bannið.
Olís-deild kvenna Fram Handbolti ÍBV Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira