Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2023 10:21 Joe Biden Bandaríkjaforseti, Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands og Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu kynntu samkomulagið í San Diego í gær. AP/Leon Neal Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. Samkomulaginu er ekki síst ætlað að vera svar við auknum hernaðarumsvifum Kínverja. Samkomulagið felur meðal annars í sér kaup Ástrala á þremur bandarískum kjarnorkuknúnum kafbátum en í framhaldinu smíða nýjan kafbát, nefndan AUKUS, í samstarfi við Bandaríkin og Bretland. Hugmyndin er að byggja upp flota sem er þess megnugur að mæta Kínverjum á Suður-Kínahafi og víðar. New York Times hefur eftir embættismönnum innan stjórnkerfisins að einnig sé um að ræða fælingaraðgerðir gagnvart Norður-Kóreu og Rússlandi. Guardian segir marga sérfræðinga uggandi vegna samkomulagsins en þetta mun vera í fyrsta sinn sem undanþáguákvæði í samningnum gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna frá 1968 er virkjað og ríki sem á kjarnorkuvopn flytur kjarnorkueldsneyti og -tækni út til ríkis sem á ekki kjarnorkuvopn. Áhyggjur eru uppi um að um sé að ræða vont fordæmi en umrætt ákvæði kveður á um undanþágu frá eftirliti Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar með kjarnorkueldsneyti. Aðrir gætu þannig ákveðið að grípa til ákvæðisins til að koma auðguðu úrani eða öðrum hættulegum efnum undan eftirliti. Kínverjar hafa þegar sakað Bandaríkjamenn og Breta um að brjóta gegn augljósum markmiðum og tilgangi samningsins gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Þeir segja AUKUS-samkomulagið ógna samningnum, grafa undan alþjóðlegum samþykktum, hvetja til vopnakapphlaups og koma niður á friði og stöðugleika. Samkomulagið nýtur stuðnings Japana. Full leaders remarks on AUKUS: https://t.co/zgQ7iEDxQ4— U.S. Embassy Australia (@USEmbAustralia) March 13, 2023 Gríðarleg fjárhagsleg skuldbinding fyrir Ástrali Ríkin sem standa að AUKUS-samkomulaginu hafa átt í viðræðum við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og ræddu meðal annars að beita ekki undanþáguákvæðinu. Stofnunin var hins vegar ekki reiðubúin til að slá af eftirlitskröfum sínum með því meðal annars að láta vita af eftirlitsheimsóknum fyrir fram og ríkin voru ekki reiðubúin til að heimila eftirlitsmönnum að fara óhindrað um kafbátana. Ástralir hafa samþykkt að byggja ekki þjálfunarkjarnaofn og munu stunda æfingar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá munu þeir ekki eiga við kjarnorkueldsneytið frá Bandaríkjunum og Bretlandi með neinum hætti og heita því að eignast ekki búnað til að breyta notuðu eldsneyti í vopn. Kjarnorkuknúnir kafbátar geta verið lengur neðansjávar og ferðast lengra en hefðbundnir kafbátar. Ástralir eiga sem stendur sex dísilknúna kafbáta, sem eru að verða úreltir. AUKUS-samkomulagið felur einnig í sér fyrirætlanir um nánara samstarf á sviði stafræns hernaðar, skammtatölva og gervigreindar. Stjórnvöld í Ástralíu greindu frá því í gær að fjárhagslegar skuldbindingar þeirra vegna kafbátanna myndu nema á bilinu 178 til 245 milljarða dollara. Frakkar eru lítt hrifnir en samkomulagið varð til þess að Ástralir hættu við 66 milljarða dollara kafbátasamning við Frakka. Bandaríkin Bretland Ástralía Hernaður Kjarnorka Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Samkomulaginu er ekki síst ætlað að vera svar við auknum hernaðarumsvifum Kínverja. Samkomulagið felur meðal annars í sér kaup Ástrala á þremur bandarískum kjarnorkuknúnum kafbátum en í framhaldinu smíða nýjan kafbát, nefndan AUKUS, í samstarfi við Bandaríkin og Bretland. Hugmyndin er að byggja upp flota sem er þess megnugur að mæta Kínverjum á Suður-Kínahafi og víðar. New York Times hefur eftir embættismönnum innan stjórnkerfisins að einnig sé um að ræða fælingaraðgerðir gagnvart Norður-Kóreu og Rússlandi. Guardian segir marga sérfræðinga uggandi vegna samkomulagsins en þetta mun vera í fyrsta sinn sem undanþáguákvæði í samningnum gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna frá 1968 er virkjað og ríki sem á kjarnorkuvopn flytur kjarnorkueldsneyti og -tækni út til ríkis sem á ekki kjarnorkuvopn. Áhyggjur eru uppi um að um sé að ræða vont fordæmi en umrætt ákvæði kveður á um undanþágu frá eftirliti Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar með kjarnorkueldsneyti. Aðrir gætu þannig ákveðið að grípa til ákvæðisins til að koma auðguðu úrani eða öðrum hættulegum efnum undan eftirliti. Kínverjar hafa þegar sakað Bandaríkjamenn og Breta um að brjóta gegn augljósum markmiðum og tilgangi samningsins gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Þeir segja AUKUS-samkomulagið ógna samningnum, grafa undan alþjóðlegum samþykktum, hvetja til vopnakapphlaups og koma niður á friði og stöðugleika. Samkomulagið nýtur stuðnings Japana. Full leaders remarks on AUKUS: https://t.co/zgQ7iEDxQ4— U.S. Embassy Australia (@USEmbAustralia) March 13, 2023 Gríðarleg fjárhagsleg skuldbinding fyrir Ástrali Ríkin sem standa að AUKUS-samkomulaginu hafa átt í viðræðum við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og ræddu meðal annars að beita ekki undanþáguákvæðinu. Stofnunin var hins vegar ekki reiðubúin til að slá af eftirlitskröfum sínum með því meðal annars að láta vita af eftirlitsheimsóknum fyrir fram og ríkin voru ekki reiðubúin til að heimila eftirlitsmönnum að fara óhindrað um kafbátana. Ástralir hafa samþykkt að byggja ekki þjálfunarkjarnaofn og munu stunda æfingar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá munu þeir ekki eiga við kjarnorkueldsneytið frá Bandaríkjunum og Bretlandi með neinum hætti og heita því að eignast ekki búnað til að breyta notuðu eldsneyti í vopn. Kjarnorkuknúnir kafbátar geta verið lengur neðansjávar og ferðast lengra en hefðbundnir kafbátar. Ástralir eiga sem stendur sex dísilknúna kafbáta, sem eru að verða úreltir. AUKUS-samkomulagið felur einnig í sér fyrirætlanir um nánara samstarf á sviði stafræns hernaðar, skammtatölva og gervigreindar. Stjórnvöld í Ástralíu greindu frá því í gær að fjárhagslegar skuldbindingar þeirra vegna kafbátanna myndu nema á bilinu 178 til 245 milljarða dollara. Frakkar eru lítt hrifnir en samkomulagið varð til þess að Ástralir hættu við 66 milljarða dollara kafbátasamning við Frakka.
Bandaríkin Bretland Ástralía Hernaður Kjarnorka Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira